Merkúr - 01.09.1939, Page 63

Merkúr - 01.09.1939, Page 63
61 Kringum 1840 voru öll gufuskip bygð úr trje, en smám saman er farið að byggja þau úr járni, og eftir 1875 úr stáli, svo nú má telja að öll skip sjeu bygð úr því. Nú er óþarft að rekja sögu siglinganna og skipanna lengra, þvi allir vita um áframbaldið. Stórveldi heimsins liafa síðustu árin kepst um það, að byggja sem allra stærst og vönduðust skip, og eru þau nú útbúin öllum hugsan- legum þægindum og tækjum til þæginda og öryggis, bæði fyrir sjómenn og farþega. Gerð og tegundir skipa eru auð- vitað fjölmargar, miðað við það, í hvaða tilgangi þau eru bygð, og væri of langt að telja það upp hjer, en aðeins vii jeg geta þess, að um skipin hefir farið þannig, að þau hafa mjög sjergreinst eftir þvi, hvaða vörutegundir þau eiga að flytja. T. d. eru nú til oliuflutningaskip, skip, sem cin- göngu flytja hveiti og korn, timburskip, kolaskip, ávaxta- skip, o. s. frv. t grein þessari bjer að framan liefir verið reynt að benda á þær miklu breytingar, sem orðið liafa í skipa- smíðum og siglingum frá því, að menn bygðu bin fyrstu skip og fram til vorra daga. Engum getur dulist, að hjer er um stórfelda breytingu að ræða, þó segja megi að síð- asta öldin hafi bjer mestu um valdið. Fyrir nokkrum árum átti jeg þess kost, að ferðast um á þeim slóðum, er Vaseo da Gama, Kolumbus og Fönikíumenn hinir fornu sigldu skipum sínum. Nótt eina á Miðjarðarhafinu var jeg á þiljum uppi og athugaði hinn dásamlega himin- geim og hnattamergð lians, og þá kom fyrir atvik, sem mótaðist svo sterkt í huga mjer, að jeg mun seint gleyma. Fram úr dimmu næturinnar sást alt í einu mikið ljóshaf og þegar betur var að gáð, var þarna á ferðinni eitt al' risaskipum nútimans á leið til Vesturheims. Þegar skipið sigldi fram hjá skipi því, er jeg var á, sá jeg að þetta var ítalska farþegaskipið „REX“, sem fram til skamms tíma var eitt stærsta skip veraldarinnar. Þarna leið þessi æfin-

x

Merkúr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Merkúr
https://timarit.is/publication/1691

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.