Merkúr - 01.09.1939, Side 68
66
mintist á þetta við eigandann, og sagði hann þá: „Þegar
jeg tek eftir því, að einhver af skrifstofumönnum mínum
er ekki nógu reglusamur, læt jeg hengja spjaldið upp fyrir
framan hann. Það hrifur altaf.“
Oreglusamir menn ej'ð 1 óliemju tíma af ævi sinni til
einskis við það að leita að því, sem þeir þurfa að nota í
þann og þann svipinn. Mundu eftir því að Time is money
(tíminn er peningar).
Yertu stundvís í öllu, sem þú átt að g'era, en sjerstak-
lega um hókfærslu og reikninga. Stundvísi er sál við-
skiftalífsins. Komdu á rjettum tíma til vinnu þinnar. Sá,
sem vanrækir það, ber enga virðingu fyrir starfi sínu.
Vinn þú hvert smávik af jafnmikilli vandvirkni, eins og
það, sem meira er um vert. Menn græða meira á því, að
húa til góða saumnál, heldur en ljelegan bíl. Jafnvel þótt
starf þitt þyki lítils vert, þá ræktu það með fylstu sam-
viskusemi. Geyandi hundur er meira virði en sofandi ljón.
Reyndu að umgangast þá, sem eru þjer færari, og lærðu
alt sem þú getur af þeim.
Hver er besti maður hjá fyrirtækinu? Sá, sem allir
spyrja eftir.
Reyndu að afla þjer eins mikillar mannþekkingar og
kostur er á; það er mjög þýðingarmikið fyrir þann, sem
vill komast áfram.
Yertu kurteis við alla, sem þú skiftir við. Jeg las einu
sinni í enskri bók þessa setningu: „Reyndu að líta á málin
frá sjónarmiði viðskiftamannsins, því að þegar á alt er
iitið, á liann skilið að þú takir tillit til hans, því að það
er liann sem borgar“. Ef maður temur sjer þetta, aflar
maður sjer nýrra verslunarhygginda.
Vertu drenglyndur og sannsýnn í öllu. Menn eiga að
geta treyst þjer. Jeg heyrði einu sinni Ameríkumann segja:
„Maður verður að ávinna sjer traust annara, og má aldrei
bregðast því. Fái maður 10 dollara að láni, og lofi að horga
þá næsta laugardagskvöld, þá verður hann að muna eftir
þvi, að laugardagskvöld er ekki sama og sunnudagsmorg-