Merkúr - 01.09.1939, Page 73

Merkúr - 01.09.1939, Page 73
Drifíjöður viöskiftalífsins — Ruglýsingar. Eftip Árna Úla. Það er orðið óralangt síðan að menn tóku upp á því, að auglýsa. I rústuna Babylons, sem grafnar hafa verið upp, liafa fundist leirtöflur á húsum, og á þær letraðar auglýs- ingar. Frá ómuna tíð hafa og Kínverjar notað auglýsing- ar, sem festar voru á hús. En allra fyrstu auglýsingarnar munu hafa verið þær, að menn vöktu athygli á því, sem þeir vildu auglýsa, með köllum eða öðrum liávaða. Þessi auglýsingaaðferð tíðkast mikið enn, einkum í Austurlöndum, og hún er jafnvei ekki óþekt hjer, því að blaðasalar nota hana. Klukkna- hringing kirknanna er heldur ekkert annað en auglýsing. Með klukknahljómunum er gefið til kynna að kirkjulegar athafnir fari fram, og hringingarnar eru hafðar breytileg- ar eftir þvi, um livers konar atliöfn er að ræða, svo að al- menningur geti áttað sig á því. Fram yfir aldamót var það líka siður hjer að auglýsa opinber uppboð á þann hátt, að maður gekk um göturnar og barði bumbu. Ef eldur kom upp í húsi var það tilkynt með því, að lúðrar voru þeyttir. Þessar aug'lýsingaaðferðir eru nú lagðar niður með öllu, því að heppilegrir aðferðir eru fundnar. Það er ekki svo ýkja langt síðan, að menn viðurkendu til fulls mátt auglýsinganna, og síðan hafa þær komist í algleyming, hafa verið talinn faraldur af öllum, sem þeim er beint til, fjárhagslegur grundvöllur blaðaútgáfu, og nauðsynlegt vopn viðskiftarekenda í samkepnisbaráttunni. Auglýsingar eru nú orðnar svo margbrotnar, að það er orðin sjerstök fræðigrein, eða fræðigreinar að vera vel að sjer á þvi sviði. Og þær krefjast meiri og meiri þekk- ingar og listar. f þágu þeirra eru teknar nýjustu uppgötv- anir, og færustu listamenn á mörgum sviðum belga þeim

x

Merkúr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Merkúr
https://timarit.is/publication/1691

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.