Merkúr - 01.09.1939, Qupperneq 75
krafta sína, svo sem málarar, dráttlistarmenn, bygginga-
meistarar, skreytingamenn, ljósmyndarar, prentlistar-
menn o. m. fl. Það er oft og tíðum ekki horft í þann kostn-
að, sem því fylgir að auglýsa, hvorki um það að gera aug-
lýsingarnar sem best úr garði, nje að koma þeim sem víð-
ast fyrir almennings sjónir. Það þykir tæplega samkepnis-
fært firma, hversu ágætar sem vörur þess eru, að það hafi
ekki marga menn i þjónustu sinni, aðeins til þess að hugsa
um auglýsingarnar. Og þessir menn hafa aflað sjer þekk-
ingar og reynslu hver á sínu sviði. Með öðrum orðum:
Þeir, sem aðallega stjórna nú auglýsinga-samkepninni í
heiminum, eru faglærðir menn og listamenn, sem eru
hetur launaðir heldur en flestir aðrir. Hjá smáþjóð, eins
og' Dönum, hafa listamenn, sem starfa að teikningum aug-
lýsinga i blöð og tímarit, „plakata“ o. s. frv. frá 12—50
þús. króna tekjur á ári.
Hvað mun þá meðal stórþjóðanna, sem hafa betur efni
á að launa slika menn? Auglýsingar eru líka orðnar þau
listaverk, að þær standa jafnfætis öðrum listum um frá-
gang, en skara jafnvel fram úr um frumleik og hugmvnda-
flug. Tökum I. d. auglýsingar sem hirtast í tímaritum stór-
þjóðanna, svo sem þýska tímaritinu „Freude und Arbeit",
franska timaritinu „ LTllustration“ og enska tímaritinu
„Illustrated London News“. Þessi rit eru tekin af handa-
liófi, sitt með hverri þjóð. En þar er það líka oft hrein-
asta snlid, hvernig auglýsingar eru teiknaðar og hvernig
þær eru prentaðar.
Hvernig eiga auglýsingar að vera?
Um það verður ekki nein algild regla fundin, því að
sitt á við hvað sem auglýst er. Margir reyna að koma eins
miklu lesmáli og unt er í auglýsingar sínar, en yfirleitt
má seg'ja, að þau firmu, sem mest leggja í auglýsinga-
kostnað nú, sje horfin frá þeirri reglu. Nýtísku auglýsing
er fáorð og sem allra óhrotnust og hreinlegust. En í henni
á að hera mikið á því, sem er þungamiðjan, i henni þarf