Merkúr - 01.09.1939, Side 77

Merkúr - 01.09.1939, Side 77
75 að vera það, sem Danir kalla „Blikfanger“, eitthvað sem augað nemur, þótt auglýsinguna beri aðeins fyrir í svip. Það er alkunna, að mynd af einhverju getur brent sig óafmáanlega inn í hugskot manns, þótt það hafi aðeins horið fyrir í svip. Augað er eins og' „linsan“ í ljósmynda- vjelinni. Það skilar augnbliksmyndum mjög skýrum, og heilinn geymir þær og getur frainkallað þær livenær sem er, og jafnvel manni að óvörum. En á mvndinni er ekki nema það, sem mest ber á, alt hið smærra viskast út. Menn muna t. d. eftir fyrirsögn á auglýsingu, svip liennar, hvernig hún var í laginu, hvernig hún var sett, hvort hún var i umgjörð og livar hún stóð, en smærra letrið hefir farið fram hjá, það sem var svo smátt að áugað gat ekki lesið það i svip. Það er sannað, að menn muna betur það, sein þeir sjá, heldur en það, sem þeir hevra. í daglegu tali er sagt að menn láti eittlivað ,,inn um annað evrað og út um hitt“, en engum mundi koma til hugar að segja, að menn gæti látið eitthvað inn um annað augað og út um hitt. Við skulum nefna nærtækt dæmi. Þú varst á gangi á götu með kunningja þínum í gær. Það var mikil umferð á götunum og hávaði, ys og þys, blásandi bifreiðar, hávært manna- mál, vagnaskrölt o .s. frv. Þú tókst alls ekki eftir þessum hávaða svo, að þú getir kallað hann fram í endurminningu þinni. Og þú manst, ef til vill, ekkert eftir því, livað þið kunningjarnir voruð að tala um. En liinu manstu prýði- lega vel eftir, að þú sást annan kunningja þinn ganga hinum megin á götunni- Þú getur kallað fram í huga þín- um mynd lians, livernig hann var til fara, að liann var með böggul í hendinni, og að hanu tók ofan fyrir fólki. sem liann mætti. Þarna kemur fram munurinn á því, livað þessi tvö skilningarvit, sjón og heyrn, skilja eftir í endurminning- unni. Og á þessari staðreynd byggja auglýsendur. Þetta er hin „psjrkologiska“ lilið aug'lýsinganna. Af því leiðir það, að prentuð auglýsing, sem menn hafa fyrir augunum,

x

Merkúr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Merkúr
https://timarit.is/publication/1691

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.