Merkúr - 01.09.1939, Page 79

Merkúr - 01.09.1939, Page 79
er líkleg til að gera miklu meira gagn, lieldur en (. d. aug'- lýsing' í útvarpi. Það er mikið komið undir því hvað á að auglýsa, lwernig á að auglýsa það. ()g þar reynir mikið á hug- kvæmni manna og mannþekkingu. í grein um auglýs- ingar i ensku tímariti, er sagt frá firma, sem framleiddi nýtísku landbúnaðarvjelar. Farandsali kom til forstjórans og vildi fá umboð hjá honum til að selja vjelarnar, „en þið verðið að auglýsa þær rækilega.“ Forstjórinn sagði, að þeir hefði þegar eytt óhemju fje í auglýsingár, en þær hefði engan árangur borið og þess vegna væri þeir hættir að auglýsa. Farandsalinn hað hann að lofa sjer að sjá auglýsingarnar, sem þeir höfðu sent út, og var það tii reiðu. í þessum auglýsingum var vjelunum lýst með vís- indalegri nákvæmni, það var vendilega tekið fram livaða yfirburði þær hefði yfir eldri vjelar, i hverju þeir væri fólgnir, lýst ýmsum smábrevtingum, sem firmað liefði fengið einkalevfi á o. s. frv. All sem nákvæmast og alt hárrjett. „Þetta eru vitlausar auglýsingar,“ sagði farandsalinn, „og mig skal ekki furða, þótt þær gerði ekkert gagn. Nú skal jeg semja auglýsingu fyrir vkkur.“ Og liann samdi nýja auglýsingu, þar sem ekki var minst einu orði á kosti vjeíanna og hinar einkaleyfðu endurbæl- ur á þeirn. Hann sneri máli sínu beint til bændanna, og sagði þeim, hvað þeir gæti grætt mikið á því, að nota þess- ar vjelar. „Þið getið sparað yður þrjá hesta, ef þjer kaupið þessar vjelar,“ og svo var sýnt fram á það, að þrír hestar kostnðn miklu meira, en gæti ekki afkastað helming á við vjelarnar. Auglýsingin var send út, og hún hreif. Nú varð geisileg eftirspurn að þessum landbúnaðarvjelum. Þetta er önnur hlið auglýsinga, að fá menn til að trúa því, að þeir megi ekki sjálfs sín vegna vera án þess sem auglýst er, sannfæra þá mn, að það sje þeirra gróði að kaupa. Þriðja hliðin á þessu máli er sú, að gera auglýsingarnar

x

Merkúr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Merkúr
https://timarit.is/publication/1691

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.