Merkúr - 01.09.1939, Page 87

Merkúr - 01.09.1939, Page 87
85 nafnið eitt dugir ekki fyr en það hefir verið hamrað inn í fólk. Ef hjer liefði nöfnin „Harder — Cykler“ verið sett nieð jafn stórum stöfum, þá hefði alt verið í lagi. Og með því að endurtaka það nógu oft, var von til þess að nafnið „Harder“ minti á hjólhesta. Það er ekki nóg að auglýsa það nokkrum sinnum, heldur oft, æ ofan í æ. Alt of margir auglýsendur hætta við góð „slagorð“ vegna þess að þeim sjálfum er farið að leiðast þau. En ein af grundvallar- reglum „reklamans“ er þessi: Endurtakið, endurtakið þangað til þjer hafið sjálfur megnasta viðbjóð á því, þá fyrst er von til þess að endurtekningarnar sje farnar að liafa áhrif á viðskiftavinina. Það er vegna bók- “ ' “ i merkisins að jeg hefi tekið þessa aug- lýsingu með. Það hef- ir víst verið tilæthm- in að það ætti að vera ,.Blikfanger“. En er ekki lesendum boðið upp á svo mörg merki af þessu tagi, að þeir sje orðnir ónæmir fyrir áhrifum þeirra? Jeg held það. Áhrifameira hefði verið að hafa litla mynd af einhverju, sem slík verslun hefir á boðstólum, vindlingahylki, hring, penna eða einhverju þess háttar. Þá er svarað, að ekki sje hægt að nefna eina einstaka vöru af hundruðum. En þegar liin stóru vöruhús, eins og „Illum“ og „Magasin de Nord“ auglýsa aðeins eina vöru, þá gera þau alls ekki ráð fyrir að svo og svo mikið meira muni seljast af henni. Þau gera ráð fyrir, að auglýsingin muni skapa löngun manna til að eignast þessa vöru, og aðrar skyldar vörar, og dragi að viðskiftamenn, sem kaupa alt annað en það, sem auglýst var. Auglýsingarnar draga fólk inn í verslunina til að spyrja um aðrar vörur. Frá prentlistar sjónarmiði er auglýsingin lieldur ekki góð. Skartgripasali verður að sýna smekkvísi — einnig í auglýsingum sínum. Grannir og fallegir stafir liæfði þar betur.

x

Merkúr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Merkúr
https://timarit.is/publication/1691

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.