Merkúr - 01.09.1939, Side 89

Merkúr - 01.09.1939, Side 89
87 Auglýsingar á íslandi. Að sjálfsögðu byrjuðu auglýsingar hjer með blöðun- um. En iengi fram eftir voru þær mjög ólíkar því, sem auglýsingar eru nú. Þeim svipaði einna helst til smáaug- lýsinga dagblaðanna, voru settar allar í belg og biðu með meginmálsletri og í sama formi, og höfðu eina allsherjar fyrirsögn: „Auglýsingar“, setta með smáu letri, því að í rauninni átti ekki að bera neitt á því að þetta væri aug- lýsingar. Fólki var upphaflega illa við þær, þóttist ekkert liafa með þær að gera, og fanst þær taka óþarflega mikið rúm í blöðunum. Þessa misskilnings liefir gætt alt fram á síðustu ár. Það er misskilningur vegna þess, að auglýs- ingarnar eru fyrir fólkið, og eiga að gera því sama gagn og auglýsendum. I sjálfu sjer eru auglýsingar ekkert ann- að en frjettir, að vísu með nokkuð öðrum hætti heldur en almennar frjettir, en þær eru frjettir af viðskiftasviðinu. Þær eru frábrugðnar öðrum frjettum i því, að einstakir menn liafa hagnað af því að dreifa þeim út, og að þeir fá sjálfir að ráða orðalaginu á þeim. Þegar maður skoðar elstu blöðin hjer á landi, eru aug- lýsingarnar ekki margbrotnar um efni. Það eru lielst opin- berar tilkynningar allskonar, auglýsingar um fjármörk, um óskilakindur, hesta, sem hafa týnst, hótanir um mála- ferli, yfirlýsingar um að menn liafi farið með rógburð, yfirlýsingar um að menn eti ofan í sig róg og meiðyrði, einstaka dánarauglýsingar, fundarboð, þakkarávörp, og auglýsingar um bækur. Auglýsingar frá verslunum koma seinna. Og með þeim fyrstu sem auglýsa eru Björn Kristjánsson, Teitur Ingi- mundarson, Björn Símonarson gullsmiður, H. Th. A. Thomsen, Norska verslunin, Felix Eyþórsson o. fl. En það er varla fyr en Þorlákur Ó. Johnson kemur til sögunnar að auglýsingar fara að fá annað snið og svipaðra því sem nú er. Hann lagði kapp á að gera auglýsingarnar þannig, að eftir þeim væri tekið. Yoru margar auglýsirigar hans einkennilega orðaðar, eins og t. d. þessi:

x

Merkúr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Merkúr
https://timarit.is/publication/1691

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.