Merkúr - 01.09.1939, Síða 91
89
ALÞINGISMENN!
Um hvern mun þetta verða sagt frá áhorfendabekkj-
unum í sumar: „Hver er þessi laglegi þingmaður, senr
stendur beinn og horfir djarflega fram undan sjer, þá
hann talar, og er snyrtilega búinn nýjnm fötum.“ Þá mun
verða svarað: „Það er þingmaður N. N. — Hann fekk sjer
strax í föt og hann kom til Reykjavíkur hjá
Þorl. O. Johnson.
Komið og skoðið hin ágætu fataefni.
En auk þess að hafa auglýsingar einkennilega orðaðar,
mun Þorl. O. Johnson iiafa verið fyrstur hjerlendra manna
að nota myndir í auglýsingar.
Með aukinni útbreiðslu l)laða, vex auglýsingamagn
nokkuð, eins og skiljanlegt er. Auglýsingar stækka. Það
er farið að setja þær með stærra letri, svo að þær verði
áberandi. Og þá er auðvitað hætt við að hafa þær allar
undir einni fyrirsögn til aðgreiningar frá lesmáli. Nú að-
greina þær sig sjálfar frá því á áberandi hátt.
Mikið af auglýsingunum er þó fyrst í stað frá útlendum
firmum. Þær auglýsingar voru settar á annan hátt, heldur
en áður hafði tíðkast, og munu hafa kent mönnum hjer,
hvernig átti að auglýsa svo að fólk tæki eftir því-
En það er þó varla fyr en dagblöðin koma til sögunn-
ar, að menn fara að viðurkenna mátt og gagn auglýs-
inganna. Að vísu var byrjað á því hjer í Reykjavík áður,
að gefa út sjerstakt auglýsingablað, en varð skammlíft.
Dagblaðið Vísir hóf göngu sína 1911 og Morgunblaðið
1913. Eftir það fer auglýsingum að fjölga, og þær verða
margbreyttari.
Líti maður yfir blöðin frá upphafi, er liægt að sjá j)að,
að auglýsingarnar sjálfar taka þá enn miklum stakka-
skiftum frá því, sem áður hafði verið. Menn fara sýni-
lega að hugsa meira um útlit þeirra og verða kröfuharð-
ari um það, hvernig þær eru settar. Jafnframt verða þá
blöðin að gera meiri kröfur til prentsmiðjanna og prent-