Merkúr - 01.09.1939, Page 93

Merkúr - 01.09.1939, Page 93
 91 aranna. í starfi prentaranna liefst nýr þáttur, setning aug- lýsinga, sem krefst bæði smekkvísi og frumleika. Og prentsmiðjurnar verða að afla sjer nýrra leturtegunda, strj^ka og merkja, sem sjerstaklega er ætlað til auglýs- ingasetningar. Og nú eru það ekki eingöngu blöðin, sem sitja að aug- lýsingunum, heldur einnig tímarit allskonar, tækifæris- rit, pjesar og bækur. Eftir því sem þessar útgáfur eru vandaðri, eftir því eru meiri kröfur gerðar um fallegt útlit auglýsinga í þeim. Það er því að jafnaði betur gengið frá auglýsingum í þessum útgáfum heldur en í dagblöðunum, og er það ofur skiljanlegt. Það er liægt að eyða meiri tíma, natni og vandvirkni við að setja þær, heldur en auglýsingar í blöðin, því að þar er alt undir flýtinum komið. Auglýsingum blaða og sjerstakra rita er því ekki liæg't að jafna saman að þessu leyti. Á annan veg eru þær og sitt með hverjum hætti, því að ekki er hægt að auglýsa í tímaritum alt það, sem auglýst er í dagblöðunum. Dag- lilöðin eru fyrir þær auglýsingar, sem eiga að bafa áhrif undir eins, eru bundnar við líðandi stund, alveg eins og frjettirnar, en auglýsingar í tímaritum eiga að vera sí- gildar. Þær miðast einnig við það, hverskonar fólk það er, sem líklegt er til að lesa tímaritið eða bæklinginn. En um blöðin geta menn gert ráð fyrir að þau komi fyrir augu manna og kvenna í öllum stjettum. Sje auglýsingar í blöðum lijer bornar saman við aug'- lýsingar í erlendum blöðum, er munurinn yfirleitt ekki ýkja mikill. Hann liggur aðallega í því, livað menn nota meira myndir erlendis heldur en hjer. í>ær eru alls staðar, jafnt í smæstu auglýsingum, sem þeim stærstu. Og mynd- irnar eru yfirleitt þannig, að þær vekja athygli á því, sem auglýst er. Um leið og menn renna augunum yfir blaðið, blasa myndirnar við þeim. Augað nemur táknmálið und- ir eins. Ef dæma skal um það í hverju mönnum yfirsjest hjer aðallega, þegar þeir semja auglýsingar sínar, þá er ])að 1 þetta:

x

Merkúr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Merkúr
https://timarit.is/publication/1691

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.