Vaka - 01.09.1937, Side 8
6
er hægt a'ð sjá með því a'ð fela einum manni öll völdin
um stundar sakir. Við höfum dæmi' fyrir okkur, þar sem
slíkt hefir verið gjört, t. d. er Englendingar fólu Lloyd
George í lok heimsstyrjaldarinnar svo mikil völd, að í
rauninni mátti segja, að hann um eitt skeið væri þar
einvaldur.
En það er meginmunur á því bráðabirgðaeinræði, sem
þannig er stofnað undir sérstökum kringumstæðum og því
ótímabundna einræði, sem stofnsett er á rústum lýðræð-
isins að undangenginni byltingu. f öðru tilfellinu er hægt
að afnema einræðið þegar hlutverki þess er lokið, án nokk-
urs ofbeldis eða áreksturs. í hinu tilfellinu verður það að-
eins afnumið með ofbeldi, blóðsúthellingum og hvers kyns
ógnum, sem reist var á ofbeldi og kúgun. Hér við bætist,
að undir bráðabirgðareinræði lýðræðisfyrirkomulagsins er
gagnrýni á stjórnarframkvæmdum aldrei afnumin, þar sem
aftur á móti hið ótímabundna einræði byggir viðgang sinn
og valdsvið á því, að banna og útiloka alla gagnrýni, bæði
í ræðu og riti. Afleiðingin verður svo sú, að þegar vald-
hafanum fatast, þá eru þeir, sem betur hafa séð, útilok-
aðir frá því að geta látið álit sitt í ljós, eða þá að eng-
inn er við því búinn að ráða fram úr vandanum, þar eð
menn ekki hafa fengið á frjálsan hátt að þroska með sér
hugsunina um það, hvernig hag þjóðarinnar væri best
borgið.
Annað atriðið, sem fjendur lýðræðisins hengja hatt sinn
á, þegar þeir vilja sýna fram á fánýti þess, er að kjós-
endurnir, eða mestur hluti þeirra, hafi ekki aðstæður til þess
að geta gert sér grein fyrir, hvað rétt sé eða rangt í ein-
stökum atriðum allra þeirra mála, sem stjórnmálamenn-
irnir þurfi að ráða fram úr. En við þetta er það að at-
huga, að kjósandi i lýðræðisskipulagi greiðir yfirleitt ekki
atkvæði með eða móti einstökum atriðum vissra mála, held-
ur kýs þann mann, sem hann treystir til þess að ráða fram
úr vandamálunum, eftir að hafa kynnt sér hverjar séu í
aðalatriðum stjórnmálaskoðanir þessa manns, og hver sé
aðalstefna hans um úrlausn vandamála þjóðfélagsins. Und-
ir lýðræðisfyrirkomulagi gerir þjóðfélagið svo með al-
mennri menntun sitt, til þess að auka á víðsýni og þekk-