Vaka - 01.09.1937, Síða 13

Vaka - 01.09.1937, Síða 13
II inu? Og í hvaða máli eða á hvern hátt hefir það sýnt sig, að um pólitískt handalag við þjóðernissinna væri að ræða? Þessum spurningum geta róttækir spreytt sig á að svara i næstu skrifum sínum, en allir fulltrúarnir í stúd- entaráSi, og aðrir, sem til þekkja, vita að þeir geta þa'ð ekki. Reynslan hefir sem sé sýnt það Ijósast, að ásakanir róttækra um stefnusvik lýðræðissinna í sambandi við stjómarkosninguna í stúdentaráðinu voru staðlausar blekldngar. Þessi orð læt eg nægja um lítilmótlegar og ódrengí- legar tilraunir róttækra til þess að bregða okkur lýðræð- issinnum um' pólitískt óhreinlyndi, og þótti mér ekki rétt, aö við þeim yröi alveg þagað, svo þungar ásakanir sem þetta í sjálfu sér eru, enda þótt þær hafi verið bornar fram méð þeim hætti, að minnstar líkur eru til að þær geti verið til þess íallnar, að skerða okkar málstað. Verð- ur þá að hinu vikið, að skyggnast í eigin barm rót- tækra. UM FÉLAG RÓTTÆKRA STÚDENTA. Það verður verkefnið í þessum þætti, að sýna fram á aðstæðurnar í félagi róttækra og athuga þess heimilis- hagi. Kommúnistarnir í Háskólanum hafa frá öndverðu verið potturinn og pannan í félagi róttækra, og munu hafa átt forgöngu um stofnun þess. Enda fer svo, að ef litið er yfir feril félagsins og mál þau, er það hefir verið við riðið, eru kommúnistarnir alls staðar efstir á blaði —- í stúdentaráði, í fyrirsvari á fundum, í blaðaskrifum, í útvarpi og endra nær, eftir atvikum. Félagið tekur þátt í kröfugöngum i. maí fyrir forgöngu kommúnistanna, stendur fyrir leshringum um kommúnistisk fræði o. s. frv. Hinsvegar er nú „samfylking vinstri flokkanna" efsta málið á dagskrá félagsins, sérstaklega eftir að kommún- istaflokkurinn byrjaði opinberlega að reka „samfylkingar-

x

Vaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/1693

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.