Vaka - 01.09.1937, Side 18

Vaka - 01.09.1937, Side 18
i6 II. MeS sambandslögunum 1918 þótti mörgum Islendingi mikiÖ hafa unnizt. Vist var um þaS, aÖ bót var aö samn- ingi þessum frá því, sem áÖur var, þótt Islendingar fcefÖu raunar farið með mál sín í fleiri ár án ihlutunar Dana. En þótt mikið hefði unnizt, fylgdi böggull skammrífi, og hann stór. Sambandslögin eru jaannig úr garði gerÖ, að það er engan veginn vanzalaust fyrir hina íslenzku þjóð. Hér verður aðeins vikið að helztu atriðunum, þar sem auðveldast er að finna j árngreiparnar undir silkiglófunum. III. Það, að ísland sé frjálst og fullvalda ríki, er að vísu sagt fullum fetum í 1. gr. sambandslaganna, en ef lengra er lesið skilst, að þetta eru ekki nema orðin tóm. I 6. gr. segir svo: „Danskir ríkisborgarar njóta að öllu leyti sama réttar á íslandi, sem íslenzkir ríkisborgarar fæddir þar, og gagnkvæmt." Ákvæði þetta er einstakt fyrirbrigði í þjóðréttarlegu tilliti, og hvorugri þjóðinni til sóma. En auk þess er það stórhættulegt fyrir Islendinga. Með þessu lagaákvæði fær þrjátíu sinnum fjölmennari og margfalt ríkari þjóð borgararétt í þessu gæðaríka landi. Takmark- ið með sjálfstæðisbaráttu íslendinga á að vera: Island fyrir Islendinga. En eins og nú er, getur vígorðið eins verið: Island fyrir Dani--------- og Islendinga. I athuga- semd nefndarmanna við 6. gr., var fram tekið, af Dana hálfu, að „öll ríkisborgararéttindi séu algerlega gagn- kvæm, án nokkurs fyrirvara eða afdráttar“. Með þessu má segja, að Danir hafi mælt svo fyrir, að numið skyldi allt það brott úr íslenzkri löggjöf, er tak- markað geti réttindi Dana hér á landi. Síðar í 6. gr. sambandslaganna er svo ákveðið: „Bæði danskir og íslenzkir ríkisborgarar hafa að jöfnu, hvar sem þeir eru búsettir, frjálsa heimild til fiskiveiða inn- an landhelgis hvors ríkis.“ Það er mála sannast, að aldrei hefir þjóð, ótilneydd, látið annari þjóð í té önnur eins réttindi og Islendingar fá Dönum með þessari 6. gr. sambandslaganna. Það er ekki nóg með það, að Danir eigi landið með

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/1693

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.