Vaka - 01.09.1937, Side 20

Vaka - 01.09.1937, Side 20
i8 viðskipta. Málunum er í raun og veru þannig komið, aÖ fullveldi vort og hlutleysi er vi'Öurkennt af Dönum ein- um. Fuliveldið vita fæstar þjóoir um, enda þykir ótrú- legt, að það riki sé frjálst og fullvalda, sem hefir erlend- an konung og lætur ræðismenn annars ríkis fara með utan- ríkismál sín. Þó voru Danir ekki allskostar ánægðir, og vildu meðal annars afnema þau skilyrði, að maður þyrfti að vera búsettur á Islendi ákveðið árabil, til þess að hafa þar kosningarétt og kjörgengi. Danir ráku smiðshöggið á verkið með 18. gr. sam- bandslaganna. Þegar þeir fengu ekki afstýrt þvi, að endur- skoðun laganna færi fram eftir 1940, bjuggu þeir svo um hnútana, að tvísýnt er, að nokkurntíma fáist lögleg- ur meirihluti fyrir sambandsslitum. Fyrirmæli 18. gr. eru m. a. á þessa leið: „Eftir árslok 1940 getur Rikisþing eða Alþingi, hvort fyrir sig, hvenær sem er, kraf- izt, að byrjað verði á samningum um endurskoð- un laga þessara. Nú er nýr samingur ekki gerður innan þriggja ára frá þvi að krafan kom fram, og getur þá Ríkisþing eða Alþingi samþykkt, að samn- ingur þessi sé úr gildi felldur.“ Til þess að ályktun þessi sé gild, setja lögin þau fyrirmæli, að 2/ úr hvorri deild Ríkisþingsins eða 2/ sameinaðs Alþingis, samþykki samn- ingsslitin. Síðan þurfa að fara fram kosningar um málið. Kosningarétt hafa þar kjósendur til Alþingis. Nú nægir ekki einfaldur meirihluti. Fyrst og fremst þurfa / at- kvæðisbærra manna að greiða atkvæði, og síðan þurfa / greiddra atkvæða að falla með samningsslitum. Til samanburðar má geta þess, að um bannmálið greiddu atkvæði (sömu skilyrði til kosningaréttar) um 45%, en hér er krafizt 75%. Það verður ekki sagt, að Danir hafi boðið „nýlendu“ sinni nein sérstök kostakjör, enda hefir og sambúðin farið eftir því. Ffvað eftir annað hafa risið upp deilur og úlf- úð milli Dana og Islendinga. Island verið „sett hjá“, gleymst og orðið fyrir hnútukasti af Dönskum. Þetta hefir ekki komið fyrir í sambúð Islendinga við hinar frændþjóðirnar. Ástæða er til að ætla, að andleg og viðskiptaleg velvild færi vaxandi og batnandi, ef eigi

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/1693

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.