Vaka - 01.09.1937, Page 21

Vaka - 01.09.1937, Page 21
r9 SIGURÐUR BJARNASON, stud. jur.: Menningarviðleitni — Marxistaáróður. ÞaS er staSreynd, að meðvitundin um eigin vanmátt og orkuleysi verSur þess all-oft valdandi, að menn þykj- ast skynja ýmsa fáránlega hluti, sem úr skúmaskotum ógni þeim hverskyns fári og hættum. Öli afstaSa slíkra manna mótast jafnan mjög af fálmandi baráttu þeirra viS ímynduð dularöfl og við þeirra eigin flöktandi skugga. Hér innan Háskólans er viss hópur manna, sem slíkt eimdi eins eftir af hinni ófarsælu stjórn Dana á Islandi og enn gerir. A.m.k. er full ástæða til að ætla, að Danir og aðrar þjóðir litu til íslands með meiri virðingu, ef þeir og aðrir þyrftu ekki að skoða ísland sem danska hjáleigu, sem gott geti verið að grípa til, ef heyskortur verður á höfuðbólinu. Af því, sem á undan er ritað sést, að vel er hægt að gera þá kröfu, að Island sé aðeins í konungssambandi við Danmörku. Hinsvegar eru fyrirmæli sambandslaganna slík, að vel má rjúfa það band, ef vilji er til. En hvort það skuli gera eða ekki, er um deilt. En það er ekki til of mikils mælzt, þótt heimtað sé, að hver íslendingur, sem ekki vill að land og þjóð sé gefið á vald erlends ríkis, með ívilnunum og réttindaveizlum, geri sér ljóst, hvað af ákvæðum sambandslaganna get- ur hlotizt. Senn líður að því, að til úrslita dragi um sambands- máhð. Það er vert að hafa það í huga, að hagur Islend- inga hefir jafnan verið beztur, þegar forræði og yfir- drottnan erlendra þjóða gætti sem minnst og að sjálfstæðis- baráttan hefir elft og þroskað það, sem bezt og mætast hefir verið með hinni íslenzku þjóð.

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/1693

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.