Vaka - 01.09.1937, Side 25

Vaka - 01.09.1937, Side 25
23 manna, er lýsir sér í fræðslu og uppeldx auðtrúa sálna, í Marxisma og öðrum álíka hollum viðfangsefnum, en það er kunnugt, að félag róttækra stúdenta hefir nú í vetur gefiS meSlimum sínum kost slíkrar „fræSslu“. Það er einnig vitað, að lýðræðið í félagsmálum róttækra þýðir ekkert annað en óskorað einræði kommúnistanna í félaginu. Má því til stuðnings benda á það, að megin- hluti fulltrúa félagsins í stúdentaráöi eru kommúnistar. Þá má og geta þess, er fáeinir félagsmenn samþykktu, aS félag róttækra skyldi taka þátt í kröfugöngu kommún- ista i. maí s.l. vor, þótt vitanlegt væri, að meiri hluti félagsmanna væri því andvígur. Svo virðulegan sess skipar lýðræðiS í félagsmálum róttækra stúdenta! Hvort mundu þessir menn líklegir til eflingar lýðræðis og jafnréttis á víðara vettvangi, þegar þannig er skipað málum innan þeirra eigin fé- lagsskapar ? En þessi „ærusveit“ í Nýja stúdentabla'ðinu er auð- sýnilega orðin smeik um sig. Fascistadraugur sá, sem þeir hafa vakið upp á okkur lýðræðissinna, er augljós vottur þess geigs, sem þeim stendur af þeirri markvissu baráttu, sem hafin hefir verið gegn starfsemi þeirra og stefnu. ÞaS er jafnvel eins og þeim sjálfum skiljist, aS sú stefna, sem fótum tiæður allt þjóSlegt, óvirSir allt það helgasta, sem með hverjum einstaklingi og þjóS hlýtur aS búa, muni sízt eiga gengi aS fagna til langframa meSal íslenzkra stúdenta. Sagan sýnir, aS úr hópi þeirra hafa þjóSinni alloft valizt þarfir menn í baráttu hennar til stjórnarfarslegs sjálfstæSis og efnalegrar innri endur- reisnar. Þeirri baráttu er enn örskammt komið, og því aldrei slík þörf sem nú styrkra og sameiginlegra átaka. Sundrung og stéttastríS kommúnismans er þess vegna í æpandi ósamræmi viS þörf hinnar líSandi stundar, viS hagsmuni fólksins í landinu og við þaS fyrirkomulag, sem byggist á lýSræSi og jafnrétti allra þjóSfélagsborg- ara. Þarf því í raun réttri ekki fjörugt ímyndunarafl, til þess aS trúa því, aS lýSræSissinnaSir mcnn geti átt heima

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/1693

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.