Vaka

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vaka - 01.09.1937, Qupperneq 26

Vaka - 01.09.1937, Qupperneq 26
24 ERLENDUR BJÖRNSSON, stud. jur.: Misheppnuð stjórnmálastefna. Sá er einn flokkur manna — blessunarlega fámennur aÖ vísu —, sem risi'ð hefir öndverður gegn hvers kyns frjálslyndri lýðræðishyggju í þjóðmálum. Víst er það skrítið, en samt er það satt. Svonefndir þjóðernissinnar, með nokkra háskólastúdenta, sem þegar eru teknir að ger- ast alþýðu kunnir að endemum, i brjósti fylkingar, telja sjálfstæði og þroska hins unga íslands bezt borgið með því að koma hér á harðstjórn og svipta sem flesta af borgurum ríkisins, sem hafa þó ekki verið taldir um of margir, réttinum til þátttöku í stjórn landsins sem og til að láta í ljós skoðanir sínar um þau efni. Mun vera í ráði, að Guttormur, þrátt fyrir afstöðu sína til Abessiníu- stríðsins, verði pússaður upp sem nokkurs konar Gulhver í þessu fyrirheitna Putalandi. Þegar litið er yfir sögu fascismans hér, er það mjög áberandi, að hann er gagnrýnislaus eftiröpun á erlendum öfgastefnum. Þegar Hitler hafði fleytt sér á eymd hinnar þýzku þjóðar inn í stj órnarsessinn þar, létu nokkur glæfra- menni sig dreyma um að gera hið sama hér. En þeim virð- í félagsskap, þar sem kommúnistar hafa tögl og hagldir. FormaSur Framsóknarflokksins hefir nýlega í blaði sínu lagt sinn dóm á starfsemi þessara manna i skólum lands- ins. Verður sá dómur um samtök róttækra stúdenta eigi skilinn á annan veg en þann, a<5 lítt muni a. m. k. fram- sóknar-sinnuðum stúdentum heppileg samvinna við þau öfl, er þar eru ráðandi. Við íýðræðissmnaðir stúdentar höfum tekið upp bar- áttu gegn áhrifum erlendu öfgastefnanna. Við heitum nú á alla frjálslynda menntamenn, hvar í flokki sem þeir standa, til liðs í þeirri baráttu. Sú barátta stendur um lýðræði eða einræði, frelsi eða kúgun.

x

Vaka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/1693

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.