Vaka - 01.09.1937, Page 28
2Ó
ar, t. d. hættir æskumönnum jafnan vi'Ö aÖ hneigjast til
öfga. Þá skapa og samvistir manna i skólum betri skil-
yrði en víÖast annarsstaÖar eru fyrir hendi fyrir útbreiÖslu
hvers konar nýmæla, illra sem góÖra, og á þá við, að
„ekki þarf nema einn gikk í hverri veiðistöð“. En helzta
lyftistöng fascismans í skólum hér, var þó að sjálfsögðu
misskilningur nokkurra framgjarnra, en ekki að sama skapi
víðsýnna menntamanna á valdatöku Hitlers 1933. Nokkrir
unglingar hugðu sig kallaða, til þess að vera frelsarar Is-
lands: Óvinurinn átti að verahinn „þjóðhættulegimarxismi“,
og er hugtakið marxismi notað af þeim nokkuð í annarri
merkingu en annars er lögð í það orð af vísinda- og
stjórnmálamönnum. Marxistar eru i augum fáscista allir
vinstrimenn, hvaða flokki, sem þeir fylgja. Þessi skiln-
ingur fjölgar, að vísu, til muna hinum þjóðhættulegu
marxistum, en gerir hins vegar hina fascistisku baráttu
— að tala um píslarvætti nær auðvitað engri átt — mun
dýrlegra hlutskipti, heldur en ef einungis væri átt i erj-
um við fáeina undanvillinga Stalins.
Um árangurinn af baráttu fyrir fascisma, hér á landi,
þarf ekki að fjölyrða, því að flestar fyrirætlanir þeirra
hafa, sem vænta mátti, orðið að sitja við orðin tóm.
í Háskólanum hafa þó fascistiskir kraftar látið ljós sitt
skína í Stúdentaráðinu, og þar sem kommúnisminn var
um sömu mundir upp á sitt bezta, urðu átök hörð og
ekki sem prúðmannlegust á milli þessara tveggja öfga-
flokka. Erjur þessar rýrðu auðvitað til muna starfhæfni
Stúdentaráðsins. En ófremdarástandið fékk skjótan endi
og heppilegan, þegar lýðræðissinnar hófu baráttu sína
haustið 1934 og stofnuðu „Vöku“ nokkru síðar.
Eins og vænta má, átti þessi nýstofnaði félagsskapur
lýðræðissinnaðra stúdenta við mikla erfiðleika að stríða
fyrst í stað. Hann þurfti að berjast á tvær hendur, ann-
arsvegar við fascistapiltana, hinsvegar við samfylkingu
kommúnista. Jafnvel ýmsir af hinum frjálslyndari vinstri-
mönnum þekktu ekki sinn vitjunartíma, voru tortryggnir
í garð þessa félagsskapuar, og kusu heldur að fylgja sam-
fylkingunni.
Barátta lýðræðissinnaðra stúdenta hlýtur að beinast að