Vaka - 01.09.1937, Page 29
27
SIGURÐUR ÓLAFSSON, stud. med.:
Einræðisríkin og ófriðarhættan.
Þegar fjármáia- og viðskiptakreppan skall yfir 1931,
þóttust margir þess vissir, að þá myndi fara sem fyr, að
kreppan myndi líða hjá eftir nokkurn tíina. Þetta var að
rætast. Eftir óeðlilegar hömlur á öllu viðskiptalífi í fjögur
ár, vaxandi atvinnuleysi og vandræði heima fyrir, þá tóku
þjóðirnar að eygja betri horfur og von um bjart sumar
eftir harðan vetur. En þá voru þau spor stigin, sem að-
eins geta endað með skelfingu.
því að opna augu stúdentanna fyrir skaðsemi öfgastefna
í stjórnmálum. Lýðræðissinnar telja það köllun sína að
vara hina fastheldnari rnenn við glæfraspili fascismans
og forða hinum róttækari frá því að verða kommúnism-
anum að bráð og telja þá bezt starfað í akademiskum
anda, er reynt sé að ala upp rólega hugsandi menn, trausta
í sínu starfi, hverjum af hinum lýðræðissinnuðu stjórn-
málaflokkum vorum sem þeir síðar kjósa að fylgja.
Sú starfsemi lýðræðissinna, að draga úr ófriðaröldun-
um innan Háskólans, hefir reynzt áhrifamikið vopn gegn
fascismanum. Hann hefir ekki fengið þá næringu, sem
illdeilur eru öfgaflokkum. Fascistar eiga að visu ennþá
einn fulltrúa af niu i Stúdentaráði. En þessi hlutföll gefa
þó ekki rétta hugmynd um fylgi þeirra meðal náms-
manna við Háskólann, því að fascistar hafa legið á því
lúalagi að láta innrita í ýmsar deildir Háskólans stú-
denta, sem ekkert háskólanám stunda, til þess eins, að
því er virðist, að veita fascistum kjörfylgi. Slíkur flokk-
ur á að sjálfsögðu ekki mikla framtíð, einkum þegar hér
við bætist, að fulltrúinn í Stúdentaráði hefir verið at-
hafnalaus að mestu, nema þá sjaldan, að lýðræðissinnar
hafa notað hann, til þess að greiða atkvæði gegn kom-
múnistum og samfylkingu þeirra.