Fréttablaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 2
Þekkt er að bændur sleppi eftir fyrstu smölun. Guðjón Sigurðsson, fjallskilastjóri Við erum sterk liðs- heild sem getur komist yfir allar hindranir, jafnvel þó að þær virðist stundum óyfir- stíganlegar. Úr bréfi skólastjórnenda MH Urð og grjót – upp í mót Kristín Jónsdóttir eldfjallafræðingur og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fylgdu Hákoni krónprins Noregs og fylgdarliði hans að gosstöðvunum í Mera- dölum í gær. Krónprinsins kom til landsins til að vera viðstaddur ráðstefnuna Hringborð Norðurslóða, Arctic Circle, sem hefst í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI. Seyðfirskir bændur fá skammir í hattinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR benediktboas@frettabladid.is SAMGÖNGUR Bændur á Seyðisfirði þurfa að fara eftir reglum varðandi smölun í Seyðisfirði. „Þekkt er að bændur sleppi eftir fyrstu smölun sem er algjörlega ótækt og þarf að taka á,“ sagði Guðjón Sigurðs- son fjallskilastjóri, á fundi heima- stjórnar Seyðisfjarðar. Í bókun um málið kemur fram að ljóst sé að bændur þurfi að huga að fjallskilasamþykktum. Var starfs- manni falið að setja sig í samband við Margréti Ólöfu Sveinsdóttur verkefnisstjóra umhverfismála, til að fara yfir málið. n Óþægir bændur við Seyðisfjörð Mikið vatn hefur runnið til sjávar innan MH frá því að bylting nemenda hófst í byrjun mánaðar. Skólastjórn- endur segja utanumhald um þolendur aukið og að þeir fái að njóta sveigjanleika í námi. helenros@frettabladid.is MENNTAMÁL Menntaskólinn við Hamrahlíð verður fyrsti fram- haldsskólinn til að veita nýrri aðgerðaáætlun viðtöku vegna mála sem varða einelti, kynferðislega áreitni og kynferðislegt of beldi. Þetta kemur fram í svari frá Steini Jóhannssyni, rektor skólans, við fyr- irspurn Fréttablaðsins. Áætlunin er unnin af Sambandi íslenskra fram- haldsskólanema og menntamála- yfirvalda og mun vinnu við hana ljúka á næstu vikum. Áætlunin kemur til í kjölfar byltingar framhaldsskólanema sem hófst í byrjun mánaðar. Nem- endur gagnrýndu skólastjórnendur og ráðamenn þjóðarinnar harð- lega vegna aðgerðaleysis í kyn- ferðisbrotamálum innan skólanna. Nemendur mótmæltu því að þurfa stunda nám með meintum ger- endum. Steinn segir sérstakan kynheil- brigðisáfanga standa nemendum til boða á næstu önn sem rúmlega 80 nemendur hafa nú skráð sig í. Þá hafi sérstakur tilkynningahnappur verið settur á heimasíðu skólans þar sem hægt sé að tilkynna um einelti, kynferðislega áreitni eða kynferðis- legt ofbeldi innan skólans. „Utanumhald um þolendur er aukið og þeir fá að njóta þess sveigj- anleika í náminu sem aðstæður krefjast. Náms- og starfsráðgjafar auk sálfræðings sjá um að þjónusta nemendur og gera kennurum við- vart þegar aðstæður kalla á sérstak- an sveigjanleika,“ segir jafnframt í bréfi skólastjórnenda sem sent var til nemenda og aðstandenda skól- ans í gær. Skólinn muni gera allt í sínu valdi til að tryggja að meintir gerendur og meintir brotaþolar séu ekki saman í áföngum og bjóða upp á úrræði þar sem nemendur geta stundað nám heima hjá sér í sam- vinnu við kennara. „Við trúum því að við séum á réttri leið og samvinna stjórnenda, starfsfólks og nemenda skiptir öllu máli. Við erum sterk liðsheild sem getur komist yfir allar hindranir, jafnvel þó að þær virðist stundum óyfirstíganlegar,“ segir að lokum í bréfi skólastjórnenda. Þrjú mál hafa verið tilkynnt til skólastjórnenda MH á þessari haustönn er varða kynferðisof- beldi sem varða nemendur skólans og gerðust öll málin utan skólatíma. Aðspurður hvort fleiri tilkynningar um ofbeldismál hafi borist eftir að bylting nemenda hófst segir Steinn svo ekki vera en tilkynningar hafi borist um eineltismál. „Slík mál fara í ferli samkvæmt eineltisáætlun skólans.“ n Þolendur fá sveigjanleika í námi og aukið utanumhald Menntskælingar við Hamrahlíð mótmæltu aðgerðaleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK KAUPUM BLEIKU SLAUFUNA Sýnum lit á bleikaslaufan.is og á sölustöðum um allt land 1. – 20. október LíFIÐ E AÐ VERÐA BUMBULT Á JÓLUNUM sbt@frettabladid.is AKUREYRI Sigurður Kristins son, 71 árs karl maður sem dvalið hefur á sjúkra húsi á Spáni síðan um miðjan ágúst, lenti á Akur eyri í gær eftir langt flug. Sigurður fékk heila blóð fall sem varð til þess að hann lamaðist vinstra megin í líkamanum. Dóttir Sigurðar segir þungu fargi af þeim létt. Þegar Sigurður lenti á f lug- vellinum á Akur eyri var hann flutt- ur með sjúkra bíl á Sjúkra húsið á Akur eyri, þar sem hann mun dvelja í ein hvern tíma. „Pabbi þarf núna að fara í ein- angrun, af því að hann var á spænsku sjúkra húsi. Hversu lengi, það er ekki vitað. Svo ætla þau að rann saka hann vel og reyna að átta sig á stöðunni og byrja með ferð ró lega,“ segir Rúna Kristín, dóttir Sigurðar í sam tali við Frétta blaðið. „Það er þungu fargi af okkur létt,“ segir Rúna Kristín. Mál Sigurðar hefur vakið þjóðar- athygli eftir að ljóst varð að Sjúkra- tryggingar Íslands greiddu ekki flug hans heim . n Þungu fargi af létt að fá pabba heim Sigurður við komuna til Akureyrar. 2 Fréttir 13. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.