Fréttablaðið - 13.10.2022, Page 14

Fréttablaðið - 13.10.2022, Page 14
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sá er þó munurinn á gömlum dögum og nýjum – og hann er mikill – að rimmurnar eru ekki lengur mál- efnalegar, heldur per- sónulegar. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Markviss neytendavernd er ein af forsendum heilbrigðs atvinnulífs. Neytendavernd snýst um að hámarka vel- sæld og tryggja öruggan og einfaldan markað sem gerir neytendum kleift að taka sem bestar ákvarðanir. Það er mjög brýnt að við stöndum vaktina í neyt- endamálum, ekki síst í ört breytilegum heimi netvið- skipta og þjónustu. Á kjörtímabilinu gerum við ráð fyrir umbótum á sviði neytendaverndar en það eru mikil sóknarfæri á þessu sviði. Þannig verður heildarstefnu- mótun á sviði neytendaverndar unnin sem mun nýtast sem leiðarljós í málaflokknum næstu árin. Ýmsar aðgerðir eru einnig hafnar á sviði neytenda- mála. Þannig hef ég hrundið af stað vinnu nefndar sem hefur það hlutverk að skoða hlut þjónustu- og vaxta- gjalda, vaxtamunar og hvers konar annarra þóknana og annarrar gjaldtöku af viðskiptavinum í arðsemi bankanna með það að markmiði að kanna hvort íslensk heimili greiði meira fyrir almenna viðskiptabanka- þjónustu en heimili á hinum Norðurlöndunum. Þá skipaði ég starfs hóp sem er ætlað að útfæra laga- breyt ingar sem tryggi að ástands skýrslur fylgi sölu yf ir- liti allra fast eigna sem ætl aðar eru til íbúð ar. Framlög til Neytendasamtakanna voru hækkuð til að gera þeim betur kleift að halda úti öflugri þjónustu og stuðla að aukinni neytendavitund. Til skoðunar er hvernig unnt sé að efla starfsemi þeirra enn frekar og styrkja þannig málaflokkinn. Við viljum tryggja stöðu neytenda betur í nýju umhverfi netviðskipta og með hliðsjón af stafvæðingu, orkuskiptum og umhverfisvernd. Í þessu samhengi er prófsteinn á neytendavernd hversu vel okkur tekst til við að vernda viðkvæma neytendur og börn fyrir órétt- mætum viðskiptaháttum. Við viljum einnig bæta framfylgd löggjafar sem verndar neytendur. Þetta er best gert með skilvirku eftirliti, skjótri úrlausn ágreiningsmála og markvissri fræðslu. Þá er hafin endurskoðun á stofnanaumgjörð á sviði neytendaverndar í samræmi við áherslur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Öflug neytendavernd er mikilvæg fyrir samfélagið og miklu máli skiptir að við öll séum á tánum til þess að stuðla að aukinni vitund um mikilvægi neytendamála. n Neytendamál á dagskrá Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar ser@frettabladid.is Gott flug Það fór eins og það fór í Portó – og auðvitað var það ekkert annað en dómaraskandall sem hafði sigurinn af stelpunum okkar. Þær geta samt borið höfuðið hátt og lögðu sig allar fram við að hafa sigurinn með sér heim til Íslands. En töpuðu. Sigurvegarinn í þessu öllu saman er auðvitað Icelandair sem skreytti svalir vallarins með harla líflegum Íslendingum sem hvöttu stelpurnar okkar af allri þeirri orku raddbandanna sem möguleg var. Forkólfar flugfélagsins brugðust nefni- lega hratt og vel við og fylltu eina vél af stuðningsmönnum á núll einni – og fyrir vikið lifir leikurinn í gleðilegri minningu en ella. Meðhald Maður verður þá bara að fara að halda með öðrum liðum, hugs- aði sjálfsagt maður og annar til í sófanum heima í fyrrakvöld, sár- svekktur eftir ósléttar farirnar í suðrænu hafnarborginni. Og það á HM-unum báðum, kvenna og karla, í Eyjaálfu og Arabíu. Og er þá ekki bara öruggast að taka enga sénsa, hugsa eins og ábyrgur endurskoðandi – og segja sem svo: fótbolti er leikur tveggja liða, þar sem að minnsta kosti ellefu leikmenn byrja inn á í hvoru liði, hvað svo sem síðar verður – og Þjóðverjar vinna, örugglega, 1:0 … n FIMMTUDAGA KL 19.30 OG 21.30 SUÐURNESJAMAGASÍN Það er ekki hátt risið á forystu Alþýðu- sambandsins þessa dagana og trú- verðugleiki helstu launþegasamtaka Íslands er farinn sömu leið og margir helstu forkólfar þeirra, horfinn á dyr. Hjaðningavígin innan sambandsins hafa verið áberandi um árabil, en fyrirlitningin sem nafntogað fólk innan hreyfingarinnar hefur sýnt hvert öðru í þessara dæmalausu viku í sögu ASÍ er með eindæmum. Það var ekki einu sinni reynt að fela forsmánina og hatursfullar háðsglósur á þingi sambandsins í fyrradag, sem varð til þess að því var frestað í gærdag. Þar voru gerð hróp að fólki og það ausið svívirðing- um, baulað og öskrað yfir ræðumenn og fótum stappað niður til að leggja áherslu á andúð sína á félagsmönnum. Klofningurinn er augljós. Og hann er ámát- legur. En saga Alþýðusambandsins er auðvitað uppfull af átakasenum. Ekki er nema manns- aldur frá því sambandið klofnaði í tvennt og næstu áratugina, allt fram undir aldamót, hvein reglulega í tálknum. Ef til vill hefur sambandið þótt vera orðið nokkuð settlegt hin seinni árin, gott ef ekki værðarlegt, í býsna háskólagenginni bírókrasíu. Og uppreisnin í nafni gassalegrar kjarabaráttu hefur smám saman verið að taka á sig æsilegri mynd. Sá er þó munurinn á gömlum dögum og nýjum – og hann er mikill – að rimmurnar eru ekki lengur málefnalegar, heldur persónulegar. Fólk getur ekki talast við. Erfitt er að sjá að persónur og leikendur í þessum hanaslag muni geta lappað upp á ásýnd Alþýðusambandsins, svo mjög sem hún er orðin löskuð. Sættir eru ekki í sjónmáli. Svo mikið er víst. Sundrungin er enn að grafa um sig – og skotgrafirnar kunna að dýpka að miklum mun. Þá er til þess að horfa að Alþýðusamband Íslands er fyrst og síðast regnhlífarsamtök margra og jafnvel ólíkra verkalýðsfélaga í landinu. Regnhlífin hefur haldið veðri og vindum, lengst af, en hefur aldrei verið valda- mikil í sjálfu sér. Magtin hefur miklu fremur haldist heima í héraði. Hjá hverju félagi fyrir sig. Og nú kann að blasa við sú sviðsmynd að hvert og eitt þessara félaga reyni fyrir sig upp á eigin spýtur. Verk- falls- og samningarétturinn er hvort eð er á þeirra hendi. Launafólkið innan ASÍ telur 130 þúsund sálir, þar af eru 50 þúsund í VR og 30 þúsund í Eflingu. Fyrst samhljómurinn er horfinn, blasir einleikurinn við. n Klofningur ASÍ SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 13. október 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.