Fréttablaðið - 13.10.2022, Page 17

Fréttablaðið - 13.10.2022, Page 17
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 13. október 2022 Gerður Helgadóttir að störfum í stúdíóinu. MYND/GERÐARSAFN jme@frettabladid.is Þær Brynhildur Kristinsdóttir og Arnhildur Brynhildardóttir leiða smiðju þar sem unnin verða þrívíð verk undir áhrifum frá Gerði Helga- dóttur. Smiðjan er haldin laugar- daginn 15. október klukkan 13.00 í Gerðarsafni í Kópavogi í tengslum við sýninguna Geómetríu. Listsköpun fyrir öll Smiðjan nefnist Allt og hvaðeina, sem er titill á þríleik eftir dulspek- inginn Gurdjieff, en Gerður iðkaði hugrækt eftir forskrift hans sem hafði áhrif á listsköpun hennar. „Í smiðjunni gefst fjölskyldum tækifæri til að búa til litla skúlp- túra úr við, vír, garni, trépinnum og pappír. Unnið verður út frá þrívíðum verkum Gerðar og leikið með form, línur og fleti. Ímyndun- araflinu verður gefinn laus taumur þannig að „allt og hvaðeina“ geti gerst, hver veit nema fletir og form breytist í tungl, plánetur eða sólir,“ stendur í lýsingu á viðburðinum. Smiðjan er opin öllum og er þátt- taka gestum að kostnaðarlausu. Brynhildur er myndlistarmaður og kennari. Hún starfar við mynd- sköpun, hefur kennt myndlist og smíðar og unnið með ýmsum listamönnum, gert leikmyndir og búninga fyrir gjörninga og dans. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Arn- hildur er myndlistarmaður sem útskrifaðist frá Myndlistarskól- anum í Reykjavík í vor. n Allt og hvaðeina í Kópavogi Hér klæðist Jóhanna María jakka sem er hennar hönnun. Innblásturinn sótti hún til byggingarframkvæmda við hlið skólans. Tölurnar eru úr steypu og grjóti. Eyrnalokkarnir eru einnig hennar hönnun og gerðir úr steypu. Samfellan er frá Helicopter og buxurnar keypti hún í Amsterdam. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Heillandi að skapa persónuleika Jóhanna María Sæberg hefur lengi haft áhuga á allri list en fann sig þó best í fatahönnun. Hún hugsar mikið um gæði efnanna sem hún vinnur með hverju sinni. 2 QUICK CALM Vellíðan - skerpa Fæst í Fjarðarkaup, www.celsus.is FLJÓTVIRKT FRÁBÆR MEÐMÆLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.