Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.10.2022, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 13.10.2022, Qupperneq 20
Jóhanna María Einarsdóttir jme @frettabladid.is Það er orðið allsendis ljóst að haustlitirnir í ár eru ekki sóttir í fallandi lauf. Aðal- litirnir eru ekki vínrauður, dimmgrænn, brúnn eða sinnepsgulur. Tískuunn- endur munu eiga litríkari tíð fram undan. „Bleikur er litur ástar, samfélags, orku og frelsis,“ að því er greint var frá á Instagram-reikningi Valentino rétt áður en haust- og vetrarlína tískuhússins leit dagsins ljós í París. Sýningin var nánast trúar- leg stund og er mörgum enn ferskt í huga hvernig bleiki liturinn fékk að drottna algerlega yfir allri sýning- unni, hvort sem það var í fötum, á veggjum, gólfi, fylgihlutum eða öðru. Það var bókstaf- lega allt bleikt, fyrir utan stöku svarta eða hvíta flík sem fékk að fljóta með í hinu bleika tískuhafi. Pierpaolo Piccioli, listrænn stjórnandi Valentino, kallar línuna, „flótta frá veruleikanum“. Bleik stræti tískuborga Í kjölfar þess að Valentino málaði, eins og frægt er orðið, tískuborgina sjálfa fúksíu-bleika á tísku- sýningunni, hefur þessi Leyfið þeim að klæðast bleiku ákveðni litatónn, fúksíu-bleikur, poppað upp í tískusenunni, hvort heldur er á tískupöllunum eða á strætum helstu tískuborga heims. Fólkið sem fékk tískuvitið í vöggugjöf og hefur fóstrað það síðan keppist nú við að taka þennan undarlega og fáheyrða haustlit í sátt með bráðskemmti- legum afleiðingum. Litadýrðin hefur sjaldan verið svona mikil og björt og hver veit, kannski er það stafrænum tískustraumum og sam- félagsmiðlum að þakka að tísku- gúrúar veraldar hafa tekið bjarta hausttískutóna með trompi. n Anna Rosa Vitiello klædd- ist þessum fúksíableiku hönskum á tískuvikunni í París fyrir vor/ sumartískuna 2023. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Gestur á tískusýningu Sim- one Rocha á tísku- vikunni í London í september síðast- liðnum. Það var allt æpandi bleikt og fallegt á Valention tískusýn- ingunni á tísku- vikunni í París í vor. 4 kynningarblað A L LT 13. október 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.