Fréttablaðið - 13.10.2022, Qupperneq 22
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jóhannes Steinn Jóhannsson og
félagar hans úr kokkasveit Nomy,
þeir Bjarni Siguróli Jakobsson og
Fannar Vernharðsson, eru svo
sannarlega komnir í startholurnar
fyrir jólahlaðborðs-vertíðina. Þre-
menningarnir eru þrautreyndir í
faginu, búa yfir mikilli sérfræði-
kunnáttu, hafa allir starfað með
kokkalandsliðinu, keppt í alþjóð-
legum matreiðslukeppnum og eiga
þrjá Kokkur ársins-titla.
„Við erum með tvo valmögu-
leika í boði hvað varðar jólahlað-
borðin. Annars vegar er það þetta
hefðbundna jólahlaðborð þar
sem við mætum á svæðið, stillum
upp hlaðborðinu, skerum kjötið
niður og græjum matinn frá a til
ö. Þetta er fyrir stærri hópa og
fyrirtæki. Þetta er svona hið hefð-
bundna form sem fólk þekkir og
við miðum þessi jólahlaðborð við
minnst 80 manns,“ segir Jóhannes
Steinn.
Þægileg lausn og lítil fyrirhöfn
„Svo erum við með annað sem er
mjög sniðugt og hefur verið mjög
vinsælt hjá okkur. Við köllum
þetta: Tilbúið jólahlaðborð beint á
borðið. Lágmarkspöntun fyrir það
er tíu manns. Það er því sniðið að
minni hópum og hentar vel fyrir
boð í heimahúsum, saumaklúbba,
vinahópa og þess vegna fyrirtæki.
Þá miðast allt við að annað hvort
er maturinn sóttur til okkar eða
fólk pantar heimsendingu. Við
afhendum þetta alveg klárt í hand-
hægum umbúðum. Heiti maturinn
kemur heitur, það er búið að skera
kjötið niður og það eina sem þarf
að gera er að hita sósuna í potti.
Þetta er mjög þægileg lausn og lítil
fyrirhöfn. Þetta er þriggja rétta
matseðill sem inniheldur forrétt,
aðalrétt og eftirrétt. Þetta er mjög
þægileg lausn fyrir þá sem kjósa að
fara ekki á þetta hefðbundna jóla-
hlaðborð í stórum sal. Þessi máti
hentar mjög vel fyrir þá sem vilja
njóta hágæða jólamatar í smærri
hópi með lítilli fyrirhöfn,“ segir
Jóhannes.
Hann segir einnig að í jólahlað-
borðunum sem Nomy bjóði upp á
sé öll f lóran af mat. „Í grunninn er
þetta frekar hefðbundið en lagað
eftir okkar hágæða leyniupp-
skriftum. Við gerum allt sjálfir,
gröfum lax og gæsir, gerum paté
og reykjum kjötið og það er okkar
helsta sérstaða í þessu.“
Þá bendir Jóhannes á að jóla-
smáréttirnir sem Nomy býður
upp á séu mjög vinsælir og í háum
gæðaflokki. „Við erum með smá-
réttapakka sem fólk getur pantað
og sótt til okkar eða fengið sent
heim að dyrum.“
Fólk er byrjað að panta
Hvenær hefst jólahlaðborðs-
vertíðin fyrir alvöru?
„Við störtum þessu helgina
18.-19. nóvember. Fólk er þegar
byrjað að panta hjá okkur og sér-
staklega stærri hóparnir. Það er
byrjað að bókast mjög vel og það
er ljóst að það verður nóg að gera
hjá okkur næstu vikurnar. Undir-
búningurinn er þegar hafinn með
því að tryggja okkur hráefni og
búa til paté og fleira í þeim dúr.
Þessi tími er mjög skemmtilegur
en um leið mjög krefjandi. Það er
voða gott þegar líður að jólum,
síðustu veislurnar yfirstaðnar og
gjafakörfurnar afgreiddar. Við
stefnum að því að fara að huga
að eigin jólaundirbúningi þann
23. desember,“ segir Jóhannes.
Spurður hvort það séu ekki að
koma sömu kúnnar til þeirra ár
eftir ár og þeir að fara á sömu staði
segir Jóhannes: „Það er bara allur
gangur á því. Við erum bæði að
þjónusta sömu kúnnana og svo
bætast alltaf einhverjir nýir við.
Það er mjög algengt að það komi
nýir kúnnar sem hafa nýlega mætt
í veislu þar sem boðið hefur verið
upp á veitingar frá okkur. Hágæða
veitingar og góð þjónusta hefur
verið okkar helsta markaðssetn-
ing,“ segir Jóhannes.
Jóhannes og félagar hans
stofnuðu Nomy árið 2019. Veislu-
þjónustan tekur að sér allar gerðir
viðburða svo sem árshátíðir, brúð-
kaup, hvataferðir, fyrirtækjapartí,
afmæli, útskriftir, fermingar og
matarboð og sérsníður matseðla
að óskum viðskiptavina þegar þess
er óskað. n
Kokkarnir Fannar Vernharðsson, Jóhannes Steinn Jóhannesson og Bjarni Siguróli Jakobsson eru þrautreyndir í faginu
og búa yfir mikilli sérfræðikunnáttu. MYNDIR/BJÖRN ÁRNASON
Jólasmáréttirnir
hafa verið mjög
vinsælir hjá
Nomy veislu-
þjónustu.
Boðið er upp á tvenns konar jólahlaðborð fyrir stóra og smærri hópa.
Það eru svo sannarlega kræsingar á borðum hjá Nomy.
Í grunninn er þetta
frekar hefðbundið
en lagað eftir okkar
hágæða leyniuppskrift-
um.
Jóhannes Steinn Jóhannesson
Jólahlaðborð fyrir
stærri hópa
Forréttir
n Laufabrauð – nýbakað súr-
deigsbrauð – rúgbrauð –
smjör
n Karrísíld með eplum og jóla-
síld
n Fennel- og dillgrafinn lax með
hunangssósu
n Reykur lax með sítrónu- og
chillisósu
n Tvíreykt húskarla-hangikjöt
með piparostasósu
n Grafin gæsabringa með sult-
uðum skalottlauk
n Gæsapaté með karmelluðum
fíkjum
n Reykt andarbringa með kirsu-
berja-chutney
n Innbakað hreindýrapaté með
aðalbláberjageli
Aðalréttir
n Ekta purusteik
n Heilsteikt kálfa-ribeye með
trufflumareningu
n Hægelduð kalkúnabringa
marineruð með sítrónublóð-
bergi og salvíu
n Wellington hnetusteik (vegan)
n Sætkartöflusalat með rist-
uðum pekanhnetum, appels-
ínum og kryddjurtum
n Ofnbakaðar kartöflur með
hvítlauk, sítrónu og steinselju
n Rauðkál með sólberjum
n Nomy eplasalat
n Seljurótarhrásalat með
trufflu sinnepi
n Portvínssoðgljái
n Kremuð koníaks- og villi-
sveppa sósa
n Chimicurri
Eftirréttir
n Tanariva mjólkursúkkulaði-
ganache á hnetupralín-súkku-
laðibotni með ástaraldin-curd
og hindberjum
n Sérrífrómas mömmu hans Jóa
Tilbúið jólahlaðborð
– beint á borðið
Forréttir
n Rúgbrauð – nýbakað súrdeigs-
brauð – smjör
n Fennel- og dillgrafinn lax með
hunangssósu
n Reykur lax með sítrónu og
chillisósu
n Jólasíld og karrísíld
n Reykt önd með kirsuberja-
chutney
n Grafin gæsabringa með sult-
uðum skalottlauk
n Tvíreykt húskarlahangikjöt
með piparostasósu
n Innbakað hreindýrapaté með
aðalbláberjageli
Aðalréttir
n Ekta purusteik
n Hægelduð kalkúnabringa
marineruð með sítrónublóð-
bergi og salvíu
n Stöffing með steiktum
sveppum, beikoni, döðlum,
eplum og heslihnetum
n Sætkartöflusalat með rist-
uðum pekanhnetum og krydd-
jurtum
n Rauðkál með sólberjum
n Nomy eplasalat
n Kremuð koníaks- og villi-
sveppa sósa
Eftirréttur
n Tanariva mjólkursúkkulaði-
gan ache á hnetupralín-súkku-
laðibotni með appelsínu-curd
og hindberjum
Jólasmáréttir
n Fennel- og dillgrafinn lax á
ristuðu focaccia með rjóma-
ostakremi og graflaxsósu
n Síld á kartöfluvöfflu með
eggjakremi, sýrðum lauk, kap-
ers, granateplum og sólselju
n Tvíreykt hangikjöt á „French
toast“, piparrótar-„slaw“,
osturinn Feykir,
n Rísottó-krókettur með villi-
sveppum, mozzarella-osti og
bökuðu hvítlauks-aioli með
steinselju
n Grillaðar Nobashi-rækjur með
ponzu-mayo, stökkum hvít-
lauk, kóríander og chili
n Djúsí andalæraconfit með beik-
oni, döðlum og appelsínuzest
n Reykt andabringa með
maraschino kirsuberi, krydd-
brauði og kryddjurtum
n Kalkúnabringa á spjóti í
hunangs-engifergljáa með
pecan-mayo og sesam-dukkah
n Hreindýraborgari með Ísbúa
12+ í sesambrauði „steamed
bun“ með villisveppa-mayo,
karmelluðum lauk og kletta-
salati
n Karamellujólakaka „Sticky
Toffee“ með jólakryddum og
ástaraldin-curd
n Hvítsúkkulaðitruffla með
kaffi-lakkrísganache, hind-
berjum og lakkrís
Jólakvöldmatur
Lystaukar
n Jólasmáréttir að hætti Nomy
Forréttir
n Grafinn lax á franskri rist með
hunangssinnepi, dilli, fennel og
piparrót
n Hreindýrapaté með kónga-
sveppum og íslenskum
aðalbláberjum
Aðalréttir
n Grilluð andabringa með rauð-
rófu- og kirsuberjakremi ásamt
rauðkáli, shitake-sveppum og
rósakáli
n Hægelduð andalæri, sykur-
brúnaðar kartöflur og anda-
sósa
Eftirréttur
n Jólasúkkulaðikúla með Tana-
riva-súkkulaðimús, hindberj-
um, hindberjasorbet, stökku
súkkulaði og súkkulaðisósu
2 kynningarblað 13. október 2022 FIMMTUDAGURJÓLAHLAÐBORÐ