Fréttablaðið - 13.10.2022, Qupperneq 23
Það tekur ekki
nema 30-40 mínút-
ur fyrir borgarbúa að
keyra til okkar. Það þarf
ekki að fara langt út á
land til að gera vel við
sig.
Sæþór Dagur Ívarsson
Í ár geta gestir valið
á milli þriggja eða
fimm rétta jólamatseðils
eða þriggja rétta vegan
jólamatseðils.
Óli Már Erlingsson
Jólin byrja þann 25. nóv-
ember á Hótel Keflavík. Þá
verður byrjað að bjóða upp
á sérstakan jólamatseðil og
vegan jólamatseðil. Lifandi
tónlist skapar ljúfa jóla-
stemningu meðan gestir
njóta matarins en hótelið er
nýuppgert og glæsilegt sem
aldrei fyrr.
Á hverju ári teflir Óli Már Erlings-
son yfirkokkur fram nýjum og
spennandi jólamatseðli og árið í ár
er engin undantekning. Jólaseðill-
inn verður í boði frá föstudags-
kvöldinu 25. nóvember og verður
í boði á föstudags- og laugardags-
kvöldum fjórar helgar fram að
jólum. Óli segir það krefjandi að
búa til nýjan jólaseðil á hverju ári
en hann hefur mjög gaman af því.
„Það kemur annar póll í hæðina.
Allt árið erum við með sérrétta-
matseðil en þarna koma nokkrar
helgar í röð þar sem við gerum eitt-
hvað öðruvísi og ég fæ að nostra
aðeins við matseðilinn. Það er
aldrei það sama í boði á jólaseðl-
inum tvö ár í röð. Við viljum með
því halda honum svolítið lifandi og
spennandi,“ segir hann.
„Í ár geta gestir valið á milli
þriggja eða fimm rétta jólamat-
seðils eða þriggja rétta vegan jóla-
matseðils. Það er eitthvað í boði
fyrir alla. Í ár verðum við til dæmis
með nýja útgáfu af graflaxi. Hann
er reyktur, grafinn og hægeldaður,
borinn fram með eplum, silunga-
hrognum og súrmjólkursósu.
Aðalrétturinn er hreindýrafillet og
í eftirrétt er Daim créme brulée.“
Óli Már segir að vegan matseðill-
inn sé ekki síður glæsilegur enda
vill hann bara bjóða gestum sínum
upp á það besta.
„Ég verð með rauðrófu-carpac-
cio með klettasalati, sykruðum
heslihnetum og vegan rjómaosti,
aðalrétturinn er oumph Well-
ington með meðlæti og í eftirrétt
verður bakað epli með skógar-
berjacompot, haframulningi og
vegan vanilluís.“
Sérvalin áfeng og óáfeng pörun
Gestir geta fengið sérvalin vín með
jólamatseðlinum. Sæþór Dagur
Ívarsson veitingastjóri segir vín-
þjóninn para vín við hvern einasta
rétt.
„En við erum líka mjög stolt af
því að fólk getur komið til okkar og
fengið óáfenga „vín“-pörun. Þetta
er í fyrsta sinn sem við bjóðum
upp á óáfenga vínpörun, en það er
komin svolítil menning núna fyrir
óáfengu víni,“ segir hann.
„Auk jólaseðilsins á kvöldin
verðum við líka með jólasveina-
brunch á laugardögum og sunnu-
dögum fyrir krakkana. Það er strax
byrjað á bókast í hann. Við byrj-
uðum með hann í fyrra og það var
mjög vinsælt. Þá geta fjölskyldur
komið saman og notið góðs matar
og jólasveinarnir koma og heilsa
upp á krakkana þegar þau eru að
borða. Þess má geta að við erum
með tveggja rétta jólamatseðil fyrir
börnin á jólahelgunum okkar.“
Þær helgar sem jólamatseðillinn
er í boði verður lifandi tónlist á
staðnum til að koma gestum í jóla-
skap. Þó að seðillinn sé sérstaklega í
boði um helgar er hópum sem vilja
seðilinn á öðrum dögum velkomið
að hafa samband við hótelið. Sæþór
segir að reynt verði eftir bestu getu
að verða við óskum þeirra.
„Það má senda okkur fyrir-
spurnir á restaurant@kef.is eða
Jólaupplifun rétt hjá útlöndum
Jón Gunnar Erlingsson aðstoðarhótelstjóri, Sæþór Dagur Ívarsson veitingastjóri og Óli Már Erlingsson yfirkokkur á
Hótel Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Hótelið hefur gengið í gengum miklar endurbætur.
Gestir geta fengið sérvalin vín með jólamatseðlinum, áfeng og óáfeng.
Á hótelinu eru 70 herbergi og fimm lúxussvítur.
með því að hringja beint á hótelið.
En almennar bókanir fara fram á
kefrestaurant.is,“ segir hann.
„Við erum nú þegar búin að fá
mikið af bókunum fyrir hópa en
við höfum boðið upp á tilboð á
hótelgistingu fyrir matargesti. Þá
er hægt að gera ferð úr þessu og
skoða Reykjanesið í leiðinni fyrir
hópa sem koma utan af landi eða
frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir
Sæþór.
„Hótelið er vel staðsett, sérstak-
lega fyrir fólk af höfuðborgar-
svæðinu. Það tekur ekki nema
30-40 mínútur fyrir borgarbúa að
keyra til okkar. Það þarf ekki að
fara langt út á land til að gera vel
við sig.“
Upplifunarhótel
Undanfarin þrjú ár hefur hótelið
allt verið tekið í gegn að innan
og utan. Jón Gunnar Erlingsson
aðstoðarhótelstjóri segir að hót-
elið sé upplifunarhótel.
„Við erum með alls kyns við-
burði í gangi. Eins og Sæþór talaði
um þá erum við með tónlistar-
fólk allar þær helgar sem jóla-
matseðillinn er framreiddur. Við
gerum mikið úr jólunum og erum
nú þegar byrjuð að hita aðeins
upp fyrir jólin. Við verðum með
sérstaka vínviðburði fram að
jólum en sá fyrsti byrjaði núna
12. október. Það verða sex slíkir
viðburðir fram að jólum,“ segir Jón
Gunnar.
Sæþór tekur við: „Á þessum
vínviðburðum kynnum við vín og
fræðum gestina um vínin, þessir
viðburðir verða annan hvern mið-
vikudag. Þetta verður smá sögu-
stund þar sem farið er í gegnum
mismunandi lönd og þrúgur og við
kynnum líka jólavínin. Við erum
með mjög flott vínúrval og vorum
að setja upp einn flottasta vín-
skáp á landinu. Við erum komin
með um það bil 200 týpur af víni í
skápinn.“
Sæþór segir að þessi vínkvöld
séu grunnurinn að klúbbi Hótel
Keflavíkur sem heitir Williams-
Stofa.
„Það er klúbbur sem heldur
ýmsa viðburði. Ekki bara vínkvöld
heldur alls konar viðburði, lifandi
tónlist og fleira skemmtilegt.
Tilvalið fyrir einstaklinga og fyrir-
tæki sem vilja nýta sér aðstöðuna
á Hótel Keflavík, bæði fundarsali
og fleira. Við erum spennt fyrir að
kynna þennan klúbb fyrir gestum
okkar.“
Fyrir hópa af öllum stærðum
Jón Gunnar segist geta tekið við
hópum af öllum stærðum í salar-
kynnum hótelsins.
„Við erum með allar græjur
fyrir fundi og ýmiss konar sam-
komur. Við getum tekið á móti
250 manns í öllum salarkynnum
okkar samtals. Við getum tengt þá
saman fyrir eina stóra samkomu í
gegnum stóra skjái. Þá getur einn
ræðumaður talað en hann er samt
í öllum sölum. Við erum með eitt-
hvað um 16 stóra skjái í sölunum
okkar. En það er líka hægt að vera
með minni samkomur hjá okkur.
Þetta er tilvalið hótel fyrir bæði
stóra og smáa hópa,“ segir Jón
Gunnar.
Á Hótel Keflavík eru 70 herbergi
og fimm svítur, svokallaðar Dia-
mond lúxussvítur.
„Við erum í raun og veru fyrsta
fimm stjörnu hótelið á Íslandi en
það eru sex ár síðan við byrjuðum
með Diamond svíturnar. Hótelið
sjálft hefur starfað í 36 ár en þetta
er fjölskyldurekið hótel. Það voru
feðgarnir Steinþór Jónsson og Jón
William Magnússon sem stofnuðu
hótelið. Þeir fengu bara hugdettu
og sex mánuðum síðar var komið
30 herbergja hótel. En eftir allar
breytingarnar síðustu ár líður
okkur eins og hótelið sé glænýtt
en samt með margra ára reynslu,“
segir Jón Gunnar.
Hann segir að Hótel Keflavík sé
að hans mati best staðsetta hótelið
á landinu. Það er í miðbæ Kefla-
víkur, ekkert svo langt frá höfuð-
borgarsvæðinu, en líka rétt hjá
útlöndum.
„Það tekur ekki nema fimm
mínútur að fara á flugvöllinn svo
við erum líka flugvallarhótel. Það
er hægt að byrja fríið hjá okkur.
Koma og gista hjá okkur nóttina
fyrir flug og geyma bílinn hjá
okkur. En svo er líka hægt að vera
túristi á Reykjanesi. Hér til dæmis
hægt að ganga á milli heimsálfa,
yfir brúna sem er á flekaskilum
Evrópu og Ameríku. Reykjanesið
er falin perla. Af hverju ekki að
byrja fríið hjá okkur?“ n
Nánari upplýsingar á kefres-
taurant.is
kynningarblað 3FIMMTUDAGUR 13. október 2022 JÓLAHLAÐBORÐ