Fréttablaðið - 13.10.2022, Side 30
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB
SKOÐIÐ
LAXDAL.IS
Hágæða
ullarkápur
frá
Charlotte Casiraghi er svo-
kallaður sendiherra eða
talsmaður Chanel tísku-
hússins fyrir haust og vetur
2022-2023. Charlotte er ekki
mikið í fréttum hér á landi
en hún er dóttir Karólínu
prinsessu af Mónakó sem
var á yngri árum daglega á
síðum blaða og tímarita um
allan heim.
elin@frettabladid.is
Karólína hefur haldið sér til hlés
undanfarin ár en hún er elsta
barn Hollywood-leikkonunnar og
prinsessunnar Grace Kelly sem lést
í bílslysi árið 1982. Eins og margir
vita giftist hún Rainer fursta af
Mónakó en þau eignuðust þrjú
börn. Karólína er 65 ára og Albert,
bróðir hennar og fursti af Mónakó,
ári yngri. Yngst er Stefanía.
Charlotte, barnabarn Grace
Kelly, hefur starfað fyrir Chanel,
bæði sem fyrirsæta og andlit her-
ferðar í haust- og vetrartísku tísku-
hússins. Hún fæddist árið 1986 og
kynntist því aldrei ömmu sinni.
Faðir hennar, Stefano Casiraghi
viðskiptajöfur og siglingakappi,
lést árið 1990 þegar hún var aðeins
fjögurra ára.
Charlotte þykir lík móður sinni,
einstaklega glæsileg kona. List-
rænn stjórnandi Chanel, Virginie
Viard, segir að hún sýni töfra Cha-
nel á mjög elegant og náttúrulegan
hátt. „Charlotte hefur erft fágaðan
stíl móður sinnar, Karólínu prins-
Konunglegt andlit hjá Chanel
Karólína
prinsessa af
Hannover til
vinstri ásamt
dætrum og
tengdasonum;
Dimitri Rassam,
Charlotte Casir-
aghi, Alexandra
prinsessa af
Hannover, hálf-
systir Charlotte,
og Ben-Sylves-
ter Strautman.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Charlotte á einni af myndunum í herferð Chanel tísku-
hússins. Glæsileg dragt fyrir veturinn.
essu af Hannover, og ömmu
sinnar, Grace Kelly. Hún
hefur vakið mikla athygli á
svokölluðum Rósaböllum í
Mónakó þar sem hún hefur
verið klædd í galakjóla frá
Chanel,“ segir í breska
Vogue. Karl Lagerfeld var
góður vinur fjölskyld-
unnar. Charlotte hefur
verið dugleg að mæta á
tískusýningar fyrir-
tækisins.
Árlega er haldið
Rósaball í Mónakó þar
sem konungborið fólk og
Hollywood-stjörnur mæta.
Hér eru Charlotte Casir-
aghi og Dimitri Rassam í
júlí í sumar.
Char-
lotte,
barnabarn
Grace Kelly,
hefur starfað
fyrir Chanel,
bæði sem
fyrirsæta og
andlit herferðar í
haust- og
vetrartísku
tískuhúss-
ins.
Charlotte Casiraghi er
andlit Chanel tískuhúss-
ins. Hún þykir einstaklega lík
móður sinni, Karólínu prins-
essu, sem fjölmiðlamenn
eltu á röndum á árum áður.
Charlotte er barnabarn
Grace Kelly.
Þess má geta að þegar Char-
lotte giftist Dimitri Rassam
kvikmyndagerðarmanni árið
2019 var hún klædd brúðarkjól
frá Chanel. Þau eiga einn son
saman en Charlotte á annan son
frá fyrra sambandi. Þar sem hún
giftist ekki barnsföður sínum er
eldri sonurinn ekki talinn með í
konunglegri línu Grímaldi-ættar-
innar í Mónakó. Sjálf er Charlotte
ellefta í röð til krúnunnar.
Þrátt fyrir tengingu við Chanel
hefur Charlotte einnig starfað
fyrir Gucci og Yves Saint Laurent,
aðallega sem fyrirsæta. Þá hefur
hún einnig starfað sem blaða-
maður og hefur skrifað bækur.
Hún hefur verið nefnd sem best
klædda konan í tískutímaritum og
er oft mynduð á tískusýningum,
listviðburðum og kappreiðum.
Charlotte sagði eftir haust- og
vetrartískusýningu Chanel að
hönnunin höfðaði mikið til sín.
„Þetta eru föt sem ég vil gjarnan
klæðast á hverjum degi til að láta
mér líða vel,“ sagði hún. n
6 kynningarblað A L LT 13. október 2022 FIMMTUDAGUR