Fréttablaðið - 13.10.2022, Side 42

Fréttablaðið - 13.10.2022, Side 42
Baráttan fyrir jafnrétti innan kvikmynda- geirans er enn í fullum gangi og Reykjavík feminist film festival verður á sínum stað þar til henni er lokið. Lea Ævars, forseti WIFT á Íslandi Staða kvenna í kvikmynda- gerð á Íslandi fer batnandi en þó er langt í land. Þetta segir formaður Íslandsdeildar alþjóðlegra samtaka í kvik- myndagerð sem fjármagnar nú rannsókn á kynjahalla innan fagsins. ninarichter@frettabladinu.is Lea Ævars er nýkjörinn formaður WIFT á Íslandi, Íslandsdeildar alþjóðlegra samtaka kvenna í kvik- myndagerð. Lea er einnig í forsvari fyrir Femíníska kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hún stofnaði árið 2017. Lea hratt nýverið af stað söfnun til styrktar rannsókn sem hún og Guðrún Elsa Bragadóttir kvik- myndafræðingur vinna að, sem snýr að kynjahalla í kvikmynda- gerð hér á landi. Rannsóknin er að sögn Leu fyrsta slíka rannsóknin á Íslandi. Allt í ólestri varðandi gögnin Lea segir sambærilegar rannsóknir liggja annars staðar á Norðurlönd- unum og þörfin hér á landi sé brýn. Hún vísar til ritrýndrar greinar Guðrúnar Elsu sem sneri að stöðu kvenna í íslenskri kvikmyndagerð, sem leiddi í ljós að upplýsingar um konur í kvikmyndagerð á Íslandi liggi hvergi fyrir á einum stað. „Allt er í ólestri og við þurfum að sjá nákvæmlega hver staðan er, á öllum stöðum. Hvort sem það eru leikkonur eða förðunarfræðingar,“ segir Lea. Rannsóknin myndi snúa að störf- um innan fagsins en ekki að efnis- tökum framleiðslunnar, sem oftar er rætt um, til dæmis í sambandi við Bechdel-prófið svokallaða. „Við sjáum fyrir okkur rannsókn þar sem við myndum taka viðtöl við konur í bransanum,“ segir hún. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um þessar stöður, hversu margar konur eru að leikstýra, hversu mörgum myndum þær hafa leikstýrt, sjónvarpsþáttum og slíku. Við erum líka að skoða sjónvarpið. Það er á tæru að konur eru mest í heimildarmyndagerð og þær fá líka miklu lægri styrki en karlmenn,“ segir Lea. Hönnuðu boli til fjármögnunar Söfnunin fyrir rannsókninni snýr að sölu á bolum sem Arndís Ey búningahönnuður hannar. Þær Lea kynntust í kvikmyndaverkefni sem þær unnu að. „Arndísi langaði að taka þátt og efla konur. Þá kem ég með hugmynd og spyr: Viltu hanna boli í samvinnu við WIFT og kvik- myndahátíðina, sem við getum selt til að gera almennilega rannsókn? Hún gerir það, fer í myndatöku og við erum búnar að selja nokkra boli,“ segir hún. „Hún er alveg ótrú- leg.“ Lea minnist einnig á Örnu Schram, sérlega velgjörðakonu hátíðarinnar sem lést fyrir aldur fram í janúar á þessu ári. Arna var sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrrverandi formaður Blaðamanna- félags Íslands og segir Lea Örnu hafa mætt á alla viðburði og stutt við hátíðina með ráðum og dáð. Lea minnist Örnu með ríku þakklæti og segir hátíðina aldrei hafa orðið að veruleika ef hennar hefði ekki notið við. Mjakast eins og snigillinn Kúrs innan náms í blaða- og frétta- mennsku varð kveikjan að áhuga Leu á kvikmyndabransanum. „Ég fór í kúrs sem heitir heimildar- myndir og sjónvarpsþáttagerð og varð ástfangin af kvikmyndamiðl- uninni,“ útskýrir hún. „Ég fer þá út og fæ talent-based styrk, tek MFA- gráðu í sjónvarps- og kvikmynda- framleiðslu í New York Film Aca- demy sem staðsett er í Los Angeles, og reyndar víðar um heim. Svo kem ég heim og fann hvað er ógeðslega erfitt að komast inn í bransann,“ segir Lea. Hún segist hafa stundað kvik- myndahátíðirnar til að kynna sér hvernig landið lægi, og í framhald- inu rambað á Stockholm Feminist Film Festival í Svíþjóð. „Þá fæ ég hugmynd um að gera slíka hátíð heima og fer að vinna að þessari íslensku hátíð árið 2017.“ Lea segir stöðuna erfiða á heims- vísu. „Þetta mjakast eins og snigill- inn. Af 250 tekjuhæstu kvikmynd- um í heiminum eru konur aðeins 34 prósent af þeim sem vinna á bak við myndavélina í leiknum kvik- myndum og 21 prósent leikstjóra, framleiðenda, yfirframleiðenda, stjórnenda kvikmyndatöku og klippara á söluhæstu myndunum á heimsvísu 2021. Baráttan fyrir jafn- rétti innan kvikmyndageirans er því enn í fullum gangi og Reykjavík feminist film festival verður á sínum stað þar til henni er lokið.“ n Selja boli fyrir rannsókn á kynjahalla Sólrún Freyja Sen og Lea Ævars frá Íslandsdeild WIFT, samtaka kvenna í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði. Femínísk kvikmyndahátíð í Reykjavík fer næst af stað í janúar 2023. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Bolurinn úr smiðju Arn- dísar Eyjar sem seldur er á vef Femínískrar kvikmyndahá- tíðar í Reykjavík, til styrktar rannsókn á stöðu kvenna í kvikmyndagerð. MYND/AÐSEND Parísarborg á Laugavegi 20b Heimsókn á Apéro er eins og flug- miði til Frakklands. FRÉTTABLAÐIÐ/NÍNA RICHTER n Til fyrirmyndar Apéro Vínbar er staðsettur í gömlu húsnæði Náttúrulækningafélags- ins að Laugavegi 20b. Ef hugmynd- in er að fara í miðbæinn fyrir eitt eða tvö glös og jafnvel smárétt, er gráupplagt að heimsækja Apéro í fallegu umhverfi og rólegheitum þar sem hægt er að tala saman. Þessi staður kemur hreinlega eins og himnasending inn í vaxandi flóru vínbara bæjarins. Vínseðillinn samanstendur af frönskum vínum eingöngu, enda er annar eigandi staðarins frá Suður-Frakklandi. Framboðið er þó gríðarlega fjölbreytt fyrir því og starfsfólkið vel að sér. Það skemmir ekki fyrir að ljúf frönsk tónlist líður um hlustirnar á meðan bragðlaukarnir skella sér í ferðalag um frönsk héruð. Þarna birtist hreinlega vottur af París á miðjum Laugaveginum. n ninarichter@frettabladid.is Guðmundur Rafnkell Gíslason sendir frá sér nýja sólóplötu á morgun, föstudag, sem ber titilinn Einmunatíð. Guðmundur, sem kallar sig Guðmund R., tileinkar útgáfuna félögum sínum í SúEllen og Ingvari Lundberg hljómborðs- leikara sem lést síðasta sumar. Þetta er þriðja platan sem Guðmundur sendir frá sér á fimm árum. Í fréttatilkynningu segir Guð- mundur að hér sé um að ræða hans langbesta verk til þessa, á 35 ára útgáfuferli. „Síðustu tvær plötur sem ég vann líka með Jóni Ólafs- syni voru eins konar upptaktur að þessari,“ segir hann. „Ég hef aldrei sungið jafnvel, samið betri lög og texta. Ég hljóma kannski hroka- fullur en ég er orðinn leiður á því að biðjast hálfpartinn afsökunar á því að vera tónlistarmaður,“ segir Guð- mundur við sama tækifæri. Guðmundur gefur út geisladisk samhliða því að gefa verkið út á streymisveitum. „Flestir tónlistar- menn fá nánast engar tekjur af streymissölu og sala disksins er því um leið fjármögnun á verkefninu,“ segir hann. Guðmundur syngur, leikur á básúnu og rafgítar, hljómborð og Segir Einmunatíð sitt besta verk til þessa ninarichter@frettabladid.is Verðlaunaskáldið Bjarki Karlsson orti á dögunum limru um nýjasta skandalinn í hinum sítitrandi skákheimi. Yrkisefnið er ásakanir á hendur Hans Niemann sem á að hafa notast við hjálpartæki ástar- lífsins til að sigra Magnus Carlsen, fimmfaldan heimsmeistara, með frumlegri aðferð. Aðstoðarmaður Niemann á að hafa notast við titr- ing í endaþarmskúlum til að gefa Niemann merki um hver besti leik- urinn væri hverju sinni. Ekkert telst sannað í málinu og Niemann hefur neitað öllum ásökunum. Limra Bjarka er svohljóðandi. Sýndu mér hvar þessi sími'er þú svindlandi skáktölvustreamer! Þá svaraði Niemann: „Ég nota ekki símann, ég hef þetta allt saman í mér.“ Verðlaunaskáld með laglega limru Guðmundur R. hefur sent frá sér þrjár sólóplötur á síðustu fimm árum. tónlistarforrit á plötunni. Þá spilar Jón Ólafsson á píanó, hljómborð og orgel auk þess að ljá verkefninu rödd sína. Bjarni Halldór Kristjáns- son leikur á gítar, Guðni Finnsson á bassa og Arnar Gíslason trommur. Þá koma trommuleikararnir Maggi Magg og Ásgeir Óskarsson við sögu í tveimur lögum á plötunni. Arnþór Örlygsson Lind hljóðblandaði. Einmunatíð er sem fyrr segir fjórða sólóplata Guðmundar R. Á undan komu Íslensk tónlist frá árinu 2007, Þúsund ár frá 2017 og Sameinaðar sálir frá 2020. Þá hefur Guðmundur gert fjórar plötur með sveitinni SúEllen. n Bjarki Karlsson skellti í glæsta limru. 26 Lífið 13. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 13. október 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.