Fréttablaðið - 27.10.2022, Side 4
Ef það er ekki aðgengi
að áfengi þá er ekki
víst að fólk í vanda geti
reddað sér áfengi.
Pierre Anderson,
sérfræðingur
um forvarnir og
vímuefnavanda
benediktboas@frettabladid.is
HAFNARFJÖRÐUR Fr æð slu r áð
Hafnarfjarðar vill að starfsfólk sem
kemur að eineltismálum í grunn-
skólum fái sérstaka þjálfun.
Tólf ára stúlka í bænum reyndi
að svipta sig lífi í kjölfar andstyggi-
legra skilaboða og líkamsárásar.
Fræðsluráðið mælti fyrir um að
sérfræðingar bæjarins skoði verk-
ferla varðandi eineltismál. Styrkja
verði forvarnir enn frekar. n
Þjálfi starfsfólk
vegna eineltis
benediktboas@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Starfsfólk atvinnu-
vegaráðuneytis og matvælaráðu-
neytis fór nær þrjú hundruð sinnum
til útlanda á fimm árum. Fékk það
46 milljónir króna í dagpeninga.
Ráðherrar fóru 25 sinnum utan
og þáðu 2,5 milljónir í dagpeninga.
Þetta segir í svari Svandísar Svav-
arsdóttur matvælaráðherra við
fyrirspurn frá Birni Leví Gunnars-
syni, þingmanni Pírata. Þessi fimm
ár voru greiddar tæpar tvær milljónir
í hótelgistingu ráðherra og 3,5 millj-
ónir í flugfargjöld. n
Nær þrjú hundruð
utanlandsferðir
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300
OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
JEEP® COMPASS TRAILHAWK 4XE
ALVÖRU JEPPI – ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
JEEP.IS
PLUG-IN HYBRID
ÓMISSANDI HLUTI
AF FJÖLSKYLDUNNI
EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX!
Rannsóknir sýna að ofbeldi
gegn konum eykst með
opnun sölustaða áfengis um
helgar. Sérfræðingur varar
við afleiðingum af frumvarpi
Framsóknarmanna en fyrsti
flutningsmaður kvíðir engu.
bth@frettabladid.is
NEYTENDUR Alþjóðasérfræðingur
um áfengis- og fíkniefnavanda segir
að Íslendingar myndu gera alvarleg
mistök með því að heimila ÁTVR að
selja áfengi á sunnudögum. Þá varar
hann við portúgölsku leiðinni um
lögleiðingu neysluskammta fíkni-
efna ef ekki verði samhliða staðið að
mjög öflugum mótvægisaðgerðum.
Nokkrir þingmenn Framsóknar-
flokksins með Hafdísi Hrönn Haf-
steinsdóttur í fararbroddi hafa lagt
fram frumvarp sem myndi fella úr
gildi bann um sölu áfengis hjá ÁTVR
á helgidögum. Ef frumvarpið verður
samþykkt er ÁTVR í lófa lagið að
selja áfengi alla 365 daga ársins en
lög leyfa ekki sunnudagsopnun í dag.
Pierre Anderson, Svíi sem hefur
unnið um árabil við fjölþjóðlegt
rannsóknarstarf, f lutti erindi á
ráðstefnu í Reykjavík í fyrradag.
Spurður um frumvarpið sem liggur
fyrir Alþingi segir Anderson að það
gæti haft mikil og neikvæð áhrif
ef áfengissala ÁTVR yrði leyfð á
sunnudögum hér á landi.
„Við höfum sænskar rannsóknir
sem sýna muninn fyrir og eftir
breytingu þegar laugardegi var
bætt við sem áfengissöludegi,“ segir
Anderson. „Rannsóknirnar sýna að
ofbeldi jókst strax og mest gagnvart
konum. Heimilin gjalda, því það eru
einkum þeir sem eiga í vanda sem
eru útsettastir fyrir svona breyt-
ingu.“
Sunnudagsopnun gæti aukið ofbeldi
Pierre Ander
son, sænskur
sérfræðingur
um forvarnir og
vímuefnavanda,
segir að það
gæti haft mikil
og neikvæð
félagsleg áhrif
ef áfengissala
í ÁTVR verður
leyfð á sunnu
dögum hér á
landi.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Hafdís Hrönn
Hafsteinsdóttir,
þingmaður
Framsóknar
flokksins
Anderson segir ekki rétt sem oft
sé haldið fram að fólk reddi sér alltaf
áfengi, hvað sem líði opnun sölu-
staða. „Ef það er ekki aðgengi að
áfengi þá er ekki víst að fólk í vanda
geti reddað sér áfengi og það getur
komið fjölskyldum þeirra sem eiga í
vanda mjög til góða,“ segir hann.
Fréttablaðið bar afstöðu Ander-
son undir Hafdísi Hrönn Hafsteins-
dóttur, þingkonu Framsóknar-
f lokksins. Hún segir að það sé
undir ÁTVR komið hvort opið væri á
sunnudögum, engin skylda sé fólgin
til þess í frumvarpinu.
„En forvarnaráhrifin af því að
selja áfengi í sérverslunum eru veru-
leg samanborið við óheft aðgengi í
matvöruverslunum,“ segir Hafdís
Hrönn. Hún bætir við að aukið
aðgengi að áfengi geti haft neikvæð
áhrif en mikilvægt sé að greina milli
áhrifa frumvarpsins á lýðheilsu og
þarfar á mótvægisaðgerðum.
Annað mál hefur verið hitamál
hér á landi, frumvarp um lögleið-
ingu neysluskammta fíkniefna.
Anderson segir að þótt dauðsföllum
vegna vímuvanda hafi fækkað í
Portúgal fyrstu árin eftir lögleið-
ingu hafi þróunin snúist við. Nú sé
svo komið að fleiri deyi vegna fíkni-
efna í Portúgal en fyrir lögleiðingu.
Anderson varar því við að Íslend-
ingar fari í afglæpavæðingu án þess
að huga mjög vel að öðrum þáttum
samhliða. Lækkun fjár til forvarnar-
starfs síðustu ár sé ekki til marks um
skilning í þeim efnum.
Heilbrigðisrxáðuneytið hefur ekki
svarað fyrirspurn Fréttablaðsins um
skýringar á því að framlög til for-
varnarmála hafi lækkað síðustu ár. n
kristinnpall@frettabladid.is
KÓPAVOGUR „Þetta snýst um útsýn-
isflug með þyrlum frá Reykjavíkur-
f lugvelli sem fara yfir Kársnesið,“
segir Andri Steinn Hilmarsson,
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
í Kópavogi, spurður um fyrirspurn
hans sem taka á fyrir á bæjarráðs-
fundi í dag og varðar lofthelgina
yfir Kópavogi.
Í fundarboðinu kemur fram að
Andri vilji kanna heimildir sveitar-
félagsins til að stýra lofthelginni yfir
Kópavogi.
„Íbúar á Kársnesinu eru orðnir
þreyttir á stöðugu flugi og hávaða.
Fyrst og fremst eru þetta þyrluflug-
in þó að einkaflugvélarnar séu líka
hávaðasamar. Þetta náði hápunkti
í tengslum við eldgosin í Geldinga-
dölum þegar fólk varð vart við þyrlu
á nokkurra mínútna fresti að fljúga
þarna yfir,“ segir Andri.
Hann segir að sýndur sé skilning-
ur á þyrluflugi Landhelgisgæslunn-
ar en að það megi finna þyrlufyrir-
tækjum sem gera út á útsýnisflug
nýja staðsetningu sem trufli ekki
jafn mikið íbúabyggð.
„Þetta er fyrsta skrefið. Kópavogs-
bær hefur ekki enn beitt sér fyrir því
að breytt verði um flugleið eða farið
fram á að þyrlufluginu verði fundin
ný staðsetning.“
Andri segist hafa hey rt af
óánægju meðal íbúa á Kársnesi í
þessum efnum.
„Við höfum bæði fengið óform-
legar ábendingar í kosningabaráttu
og formlegt erindi þar sem kallað er
eftir aðgerðum af hálfu bæjaryfir-
valda.“ n
Bæjarfulltrúi vill losna við þyrluflug úr lofthelgi Kópavogs
Andri Steinn
Hilmarsson,
bæjarfulltrúi
Sjálfstæðis
flokksins í Kópa
vogi.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Svandís Svavars
dóttir, matvæla
ráðherra
Íbúar á Kársnesinu eru
orðnir þreyttir á stöð-
ugu flugi og hávaða.
4 Fréttir 27. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ