Fréttablaðið - 27.10.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.10.2022, Blaðsíða 30
Þegar ég kom heim grét ég óstjórnlega alveg heillengi af sorg yfir því að geta ekki leikið í nákvæmlega þessari mynd. Það er bara hressandi að hugsa svolítið rækilega um dauðann, ég upplifi lífið sem dýrmætara fyrir vikið. Síðustu dagar Sæunnar er nýjasta verk leikskáldsins Matthíasar Tryggva Haralds- sonar þar sem hann fjallar um dauðann á bráðfyndinn en sorglegan máta. tsh@frettabladid.is Leikskáldið og tónlistarmaðurinn Matthías Tryggvi Haraldsson skrif- aði leikritið Síðustu dagar Sæunnar sem frumsýnt verður í Borgarleik- húsinu á föstudag. Verkið fjallar um dauðann á grátbroslegan hátt og segir frá hinni dauðvona Sæunni sem leikin er af Guðrúnu Gísla- dóttur. „Þetta er lítið fræ sem var sáð á námskeiði í Listaháskólanum og gat af sér fyrra verk mitt sem hét Griðastaður. Það gerðist í IKEA og Jörundur Ragnarsson var svo góður að flytja það fyrir mig. Það fór ein- hvern veginn á f lug og í því ferli rambaði ég bara á þetta viðfangs- efni. Samband okkar við dauðann og dauðleika, samband sonar og móður og forgengileika margra hluta,“ segir Matthías. Matthías gegndi stöðu leikskálds Borgarleikhússins 2020–2021 ásamt Evu Rún Snorradóttur og segist hann þá hafa fengið góðan tíma til að velta fyrir sér viðfangsefninu. Sem partur af rannsóknarvinnunni tók Matthías viðtöl við fólk á ólík- um aldri um samband þeirra við dauðann en úr því varð til útvarps- þáttaröðin Allir deyja sem var flutt á Rás 1 í fyrra. „Ég ákvað að nálgast dauðann sem svona vörðu eða stórviðburð á lífsleiðinni. Maður fæðist og er skírður eða gefið nafn, svo er ein- hvers konar manndómsvígsla eða ferming, svo oft gifting og loks dauði og útför. Það var eiginlega bara svona hliðarafurð af þessu öllu saman, þessir þættir á Rás 1. Mér finnst mjög skemmtileg tilhugsun að fólk geti hlustað á þættina, horft á leikritið og séð svona ólíka anga á þessari sömu vegferð,“ segir hann. Hressandi að hugsa um dauðann Dauðinn er nokkuð þungt viðfangs- efni og eitthvað sem fæstir vilja hugsa mikið um í sínu lífi. Fannst þér erfitt að fjalla um þetta við- fangsefni? „Ég skil hvað þú meinar og ákvað þess vegna að hafa verkið bráð- fyndið og stórskemmtilegt. Þetta er í raun miklu fyndnara en margar grínsýningar sem færu á Stóra svið- ið. En maður fær það bara svona í kaupbæti að það er mjög sorglegt líka,“ segir Matthías kíminn. Að sögn Matthíasar er það öllum hollt að hugsa um dauðann og segist hann hafa séð lífið í öðru ljósi fyrir vikið. „Það er bara hressandi að hugsa svolítið rækilega um dauðann, ég upplifi lífið sem dýrmætara fyrir vikið. Maður sér litina skærari í kringum sig og er þakklátari fyrir tengslin sín. Það er ekkert erfitt að fjalla um dauðann af því ef maður hugsar nógu vel um dauðann þá er maður alltaf á endanum farinn að hugsa um lífið,“ segir hann. Stjórnsamur en bældur pönkari Eins og áður sagði fjallar Síðustu dagar Sæunnar um Sæunni sem Guðrún Gísladóttir leikur en Jóhann Sigurðarson leikur eigin- mann hennar Trausta og Snorri Engilbertsson bregður sér í nokkur hlutverk. Hvernig karakter er Sæunn? „Una Þorleifsdóttir leikstjóri bendir á að hún er stjórnsöm, sem ég hugsa að sé hárrétt. Hún er svona bældur pönkari að því leyti að hún er búin að vera að vesenast í því að þóknast einhverju ytra áliti alltof lengi og núna er að brjótast út eitt- hvert sjálfstæði og ímyndunarafl sem fékk kannski ekki að njóta sín þegar best var á kosið.“ Spurður um hvað hafi komið fyrir Sæunni segir Matthías: „Hún bara nefnir ónefndan sjúk- dóm og mér fannst ekkert atriði að láta þetta fjalla um ákveðinn sjúk- dóm. En við finnum að það leggst þungt á hana eins og einhver dómur frá læknisyfirvaldinu og svo deyr hún. Nei, maður má ekki segja það,“ segir Matthías og hlær. Íslendingar dauðabælt þjóðfélag Matthías segir Íslendinga vera dauðabælt þjóðfélag. „Samfélög eru flokkuð í þau sem samþykkja dauðann og þau sem forðast hann. Við erum þeim megin sem forðast dauðann og það hefur ákveðna firringu í för með sér og fjarlæga afstöðu gagnvart eigin líkama og kannski bara ýmsum þáttum lífsins. Við náum ekki að sjá heildarboga lífsins ef einn liðurinn eða kaflinn er bara sveipaður hulu.“ Trúir þú á líf eftir dauðann? „Á kvöldin já, en ekki á morgn- ana. Ég sveif last bara og veit það ekki. Mér finnst frelsandi afstaða að segja að ég viti ekkert hvað ger- ist eftir dauðann og finnst það alveg jafn skýr afstaða og hvað annað. Mínar hugmyndir um það væru hvort eð er mjög ófullkomnar.“ n sjá nánar á frettabladid.is Trúir á líf eftir dauðann á kvöldin Matthías Tryggvi Haralds- son segist hafa upplifað lífið sem dýrmætara eftir að hann fór að velta dauð- anum fyrir sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Guðrún Gísladóttir og Jóhann Sigurðarson fara með hlutverk hjónanna Sæunnar og Trausta í verkinu Síðustu dagar Sæunnar. MYND/GRÍMUR BJARNASON Aldís Amah Hamilton leikkona segir lesendum Frétta- blaðsins frá list- inni sem breytti lífi hennar. Aldís segir að kvik- myndin Avatar eftir James Cameron hafi haft mikil áhrif á sig þegar hún sá hana í bíói 2009. „Ég var 18 ára þegar Avatar kom út og fór á hana í bíó. Ég ætla að taka það fram að mér er alveg sama (ekki alveg sama, en svona) hvað fólk segir um söguþráðinn eða gæði handritsins, þessi mynd gjörsamlega heltók mig. Þegar ég kom heim grét ég óstjórnlega alveg heillengi af sorg yfir því að geta ekki leikið í nákvæmlega þessari mynd, þó svo að ég hefði ekki hugmynd um hana fyrr en ég sá hana, og yfir því að geta ekki verið raunveruleg geimvera sem flýgur um á risaeðlufuglum og stekkur á milli kletta. Þessi sorg fylgir mér enn þann dag í dag og er eflaust ástæðan fyrir því að ég tek þætti eins og Game of Thrones og ýmsa tölvuleiki alltaf of nærri mér. Ævintýraþráin hefur dofnað með aldrinum en hún er alltaf þarna. Ætli hún eigi ekki sinn hlut í því að ég varð leikkona? Ég get allavega látist vera geimvera svona þegar að tækifærin bjóðast, og það á launum.“ n n Listin sem breytti lífi mínu Sígildar sögur Guðrúnar Helgadóttur um Jón Odd og Jón Bjarna hafa skemmt börnum á öllum aldri í nærri fimmtíu ár. Anna Cynthia Leplar myndlýsti. ALLAR SÖGURNAR Í EINNI BÓK LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Virka daga 10–18 | Lau 11–17 | Sun 12–16 | www.forlagid.is 22 Menning 27. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 27. október 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.