Fréttablaðið - 27.10.2022, Side 32
Það hefur
aldrei
komið til
greina að
selja pen-
inginn
enda
samræmist
það ekki
tilgang-
inum með
gjöfinni.
Stefán Jóhann
Stefánsson
Nóbelsverðlaun Halldórs
Laxness eru kyrfilega geymd
í Myntsafni Seðlabanka
Íslands og Þjóðminjasafns.
Fréttablaðið fékk að líta inn
í Seðlabankann og rifjar upp
söguna af því hvernig þau
enduðu þar.
tsh@frettabladid.is
Halldór Laxness er eini Íslendingur
inn sem hefur hlotið Nóbelsverð
laun í 121 árs sögu verðlaunanna en
hann fékk Nóbelsverðlaun í bók
menntum árið 1955, eins og frægt
er. Hinn 27. október sama ár komst
dómnefnd Sænsku akademíunnar
að þeirri niðurstöðu að Halldór
Laxness hlyti bókmenntaverðlaun
Nóbels fyrir litríkan sagnaskáld
skap, sem endurnýjað hefði stór
brotna íslenska frásagnarlist.
Fjallað var um málið í heims
pressunni og á forsíðu Þjóðviljans
28. október var haft eftir skáldinu:
„Það kemur mér algerlega á óvart
að ég skyldi fá nóbelsverðlaunin. Ég
hafði satt að segja ekki búizt við því,
þó að mikið hafi verið um það talað.
Þetta gleður mig mikið, ekki aðeins
sjálfs mín vegna heldur einnig af
öðrum ástæðum, ekki sízt Íslands
vegna.“
Afhent seðlabankastjóra
Tæpum þrjátíu árum síðar, í febrúar
1985, gaf Halldór Myntsafni Seðla
banka og Þjóðminjasafns heiðurs
peninginn og önnur gögn sem fylgt
höfðu verðlaununum sem varð
veitt hafa verið í bankanum alla tíð
síðan. Í frétt NT frá 19. febrúar 1985
kemur fram:
„Halldór Laxness hefur fært
Myntsafni Seðlabanka og Þjóð
minjasafns að gjöf alla þá heiðurs
peninga og skyld gögn sem honum
hafa hlotnast fyrir rithöfundarstörf
sín, þar á meðal Nóbelsverðlauna
peninginn og heiðursskjal það sem
honum fylgir. Efnt var til stuttrar
athafnar í húsakynnum safnsins
að Einholti 4 á sunnudag þar sem
Halldór Laxness las gjafabréf sitt og
lýsti ánægju sinni yfir að þessum
gögnum hefði nú verið komið í
vörslu til frambúðar.“
Í skopmynd eftir Sigmund sem
birtist í Morgunblaðinu nokkrum
vikum síðar er Nóbelsskáldið
sýnt af henda Jóhannesi Nordal,
þáverandi seðlabankastjóra, og
Þór Magnússyni þjóðminjaverði
stóran peningapoka. Undir mynd
inni stendur: „Ég vissi að það þyrfti
ekki að tuða neitt til að koma svona
skjóðu inn fyrir GuIIna hliðið hjá
þér góði!!!“
Geymd í sérstakri geymslu
Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri
hjá Seðlabankanum, segir mynt
safnið hafa verið sett á laggirnar
skömmu fyrir 1985 en einn liður í
starfsemi safnsins er að halda utan
um heiðurspeninga Íslendinga.
Fylgdu gjöfinni einhver sérstök
ákvæði?
„Ekki önnur en þau að Myntsafni
Þjóðminjasafns og Seðlabanka var
heimilt, ef ástæða þætti til, að fela
öðrum opinberum söfnum varð
veislu hluta gjafarinnar eða í heild.“
Að sögn Stefáns hefur verð
launapeningurinn verið til sýnis
í sýningarsal bankans við Kalk
ofnsveg 1 undanfarin ár en vegna
framkvæmda í húsinu er hann nú
í sérstakri geymslu Seðlabankans.
Eru verðlaunin geymd með ein-
hverjum sérstökum aðbúnaði eða
öryggisgæslu?
„Já, verðlaunin eru geymd í sér
stakri og öruggri geymslu. Við erum
hins vegar yfirleitt ekki að upplýsa
nákvæmlega eða frekar í hverju
öryggi felst í geymslum okkar.“
Seldi peninginn á 13 milljarða
Stefán segir ekki hafa farið fram
sérstakt mat á verðmæti penings
ins. Nóbelsverðlaunapeningar eru
gerðir úr gulli og nútíma peningar
eru um 175 grömm að þyngd sem
miðað við markaðsverð gulls í dag
samsvarar um 9.400 Bandaríkja
dölum eða rúmlega 1,3 milljónum
íslenskra króna.
Dæmi eru um að Nóbelsverð
launahafar hafi selt verðlaunapen
inga sína. Í júní síðastliðnum seldi
til að mynda rússneski fjölmiðla
maðurinn Dmítríj Múratov, rit
stjóri dagblaðsins Novaya Gazeta,
friðarverðlaun Nóbels sem hann
Aldrei komið til
greina að selja
Nóbelsverðlaunin
n Í baksýnisspeglinum
Sigurður G. Valgeirsson, upplýsingafulltrúi hjá Seðlabank-
anum, sýndi blaðamanni og ljósmyndara Fréttablaðsins
Nóbelsverðlaunapening Laxness. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ekki hefur farið fram sérstakt verðmat á Nóbelsverðlaunapeningi Halldórs Laxness sem geymdur er í Seðlabank-
anum en sambærilegir verðlaunapeningar hafa verið boðnir upp fyrir háar fjárhæðir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
hlaut ásamt filippseyska blaða
manninum Mariu Ressa árið 2021 á
uppboði. Peningurinn seldist fyrir
103,5 milljónir Bandaríkjadala,
sem nemur rúmum 13 milljörðum
íslenskra króna, en ágóðinn rann
í hjálparstarf UNICEF fyrir börn á
flótta vegna stríðsins í Úkraínu.
Spurður hvort það hafi einhvern
tíma komið til greina að selja verð
launapening Halldórs Laxness, segir
Stefán Jóhann:
„Það hefur aldrei komið til greina
að selja peninginn enda samræmist
það ekki tilganginum með gjöfinni.“
Einn af risum bókmenntanna
Sigurður G. Valgeirsson, upplýsinga
fulltrúi hjá Seðlabankanum, sýndi
blaðamanni og ljósmyndara Frétta
blaðsins verðlaunapening Halldórs
Laxness en Sigurður sat áður í stjórn
Gljúfrasteins og kveðst vera mikill
aðdáandi Nóbelsskáldsins.
„Hann var einn af risunum í
okkar bókmenntum,“ segir hann.
Það hlýtur að vera svolítið gaman
að fá að handleika verðlaunapen-
inginn?
„Maður hefur náttúrlega lesið
verk Laxness og um ævi hans þegar
hann fékk Nóbelsverðlaunin, sem
er í sjálfu sér alveg magnað. Þannig
að það er smá ævintýri að handleika
þetta.“
Nóbelsverðlaun Halldórs Lax
ness eru sem áður sagði í geymslu
Seðlabankans en Sigurður býst þó
við því að verðlaunapeningurinn
verði aftur hafður til sýnis þegar
framkvæmdum í Seðlabankanum
lýkur. n
Skopmynd eftir Sigmund sem sýnir Laxness afhenda seðlabankastjóra og
þjóðminjaverði verðlaunin birtist í Mogganum 1. mars 1985. MYND/TÍMARIT.IS
Frétt um afhendingu Nóbelsverð-
launanna í NT 19. febrúar 1985.
MYND/TÍMARIT.IS
W
24 Menning 27. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ