Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.10.2022, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 27.10.2022, Qupperneq 34
Það er nánast lygilegt að engum hafi dottið í hug að búa til kvik- mynd um þessar mögnuðu stríðskonur þar til nú. Tobba Marinós hyggst segja skilið við rekstur Granóla­ barsins á Granda á eins árs afmæli staðarins. Viðskiptin blómstra sem aldrei fyrr en Tobba segir barinn einfald­ lega sprunginn. Tobba Marinósdóttir stendur á þeim tímamótum á eins árs afmæli Granólabarsins að barinn annar ekki lengur eftirspurn, svo vinsæll er hann. Tobba hefur hins vegar engan áhuga á því að reka keðju og hyggst því selja þó að hún eigi eftir að útfæra nákvæmlega hvernig. „Það þykir líklega undarlegt að selja fyrir­ tæki sem er farið að skila hagnaði og gengur upp líkt og Granólabarinn. Það hefur tekið mig mörg ár að fyrir­ gefa sjálfri mér að um leið og verk­ efnin mín fara að ganga mjög vel langar mig að fá annan í reksturinn og byrja á næstu hugmynd. Úthald er ekki endilega dyggð – það má fá hugmynd, koma henni af stað og gera svo eitthvað annað.“ Tobba segir að eftirspurnin eftir ýmsum vörum Granólabarsins sé einfaldlega galin. „Við seldum sem dæmi yfir 2.000 selleríssafa fyrir vel á aðra milljón í september en hefð­ um geta selt miklu meira hefðum við annað því. Og þetta eru hliðar­ vörur, fyrir utan allt annað sem við gerum,“ segir Tobba. „Fólk er að keyra í bæinn með kælibox til að kaupa selleríssafana og ég er að fara með þá í frakt. Þó ég byrji að fram­ leiða þetta klukkan sex á morgnana þá anna ég ekki sjálf þessari eftir­ spurn,“ segir Tobba sem viðurkennir að þetta sé frústrerandi. Granólabarinn framleiðir jafn­ framt kökur fyrir fimmtán kaffi­ hús í sjötíu fermetrum í verbúð úti á Granda. „Og það eru biðlistar frá kaffihúsum sem vilja selja vörur frá okkur og við getum ekki annað eftirspurninni. Fólk hringir og segist vilja selja vöruna okkar og ég þarf bara að svara því að ég geti bara alls ekki búið til meir,“ segir Tobba sem ítrekar að ákvörðunin um að selja sé ekki síst persónuleg. „Ég held að þetta sé algengt vandamál minni fyrirtækja og sprotafyrirtækja, þegar fólk er búið að eyða fyrsta árinu í að vinna sig upp úr kafi og svo þegar þetta fer að ganga upp þá er maður bara búinn,“ segir Tobba. „Maður þarf líka að líta inn á við og hugsa: Hvernig manneskja er ég? Tobba ákveðin að selja sprunginn Granólabar Tobba Marínós á Granólabarnum FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Maður þarf líka að líta inn á við og hugsa: Hvernig manneskja er ég? Tobba Marínós Mér finnst skemmtilegast í startöpp­ fasanum, þegar þetta er allt saman mikil keyrsla og ég vildi hafa þetta lítið og sætt. Ég er ekki snillingur í því að reka keðju og það er bara fullt af öðru fólki gott í því svo mér finnst algjör óþarfi að ég fari þá að gera það líka, í stað þess að skoða sölu eða sam­ runa eða einhverja útfærslu. Það er svolítið íslenskt að hugsa: Ég þarf að vera allt í öllu alltaf óháð því hvort ég kunni það.“ Ekki kellingaföndur Tobba á líka fyrirtækið Náttúru­ lega Gott með mömmu sinni og hefur selt granóla fyrir yfir hundrað milljónir frá því að fyrirtækið sendi fyrstu sendinguna frá sér árið 2020. „Ég upplifi oft að framleiðsla á holl­ ari handgerðum vörum sé álitin kell­ ingaföndur en ekki tekið alvarlega sem frumkvöðla­ og fyrirtækjarekst­ ur,“ segir Tobba sem segir reksturinn svo sannarlega ekkert dútl. Ákvörðunin um að selja Granóla­ barinn sé ekki síst tekin með þetta í huga. „Hvort sem við splittum upp vörumerkinu og búðinni eða seljum það saman, eða förum í samstarf og þróun með einhverjum öðrum,“ segir Tobba sem er alltaf komin með nýjar hugmyndir. „Það væri æðis­ legt að hafa smá svigrúm til þess að geta verið að gera alls konar annað. Það er fullt af fólki í sambærilegum sporum, sem hugsar: Á ég að halda áfram og klára mig upp að herða­ blöðum, eða á ég að fjárfesta sjúk­ lega mikið og opna annan stað og jafnvel missa yfirsýnina? Og svo eru mamma og fjölskylda mín með mér í þessu og við viljum kannski á einhverjum tímapunkti geta farið í frí saman. Það er aldrei hægt ef mamma, pabbi, systur mínar og allir eru með í þessu.“ n Oddur Ævar Gunnarsson odduraevar @frettabladid.is THE WOMAN KING Leikstjórn: Gina Prince-Bythewood Leikarar: Viola Davis, Lashana Lynch, Thuso Mbedu, John Boyega Oddur Ævar Gunnarsson Agojie nefndust stríðsynjur Daho­ mey­ættbálksins í vesturhluta Afr­ íku á 17. til 19. öld. Þessi sagnfræði ein og sér ætti að vera nóg til þess að kveikja áhuga lesenda á kvik­ myndinni Woman King. Þar gegna stríðsynjurnar enda lykilhlutverki í áhugaverðri sögu sem gerist á öðrum áratug 19. aldar sem byggir að mestu á raunveru­ legum atburðum. Viola Davis fer með hlutverk Naniscu, hershöfð­ ingja Agojie­stríðsynjanna, á tímum þar sem afrísk konungsveldi stríddu sín á milli og seldu þræla óvinanna til nýlenduvelda á Vesturlöndum. Söguþráður myndarinnar er gríðarlega vel skrifaður og f léttast örlög aðalpersóna saman á raun­ hæfan en um leið áhugaverðan hátt. Flestir leikarar komast auk þess gríðarlega vel frá sínum hlutverkum í myndinni. Viola er hreint út sagt stórkostleg í myndinni og að öðrum ólöstuðum ber hún af, þó að það sé nánast erfitt að fullyrða það, svo vel standa leikarar myndarinnar sig. Thuso Mbedu er engu síðri í hlut­ verk sínu sem hin unga Nawi sem gengur til liðs við Agojie­stríðs­ ynjurnar og veitir áhorfendum þar með nauðsynlega innsýn í menningu og bardagavenjur stríðskvennanna. Lashana Lynch er sömuleiðis stórkostleg sem Izo­ gie, fyrirmynd Nawi, og af öllum öðrum leikurum ólöstuðum bera þessar þrjár leikkonur myndina algjörlega uppi. Myndin er stór í sniðum og ber það fullkomlega á herðum sér að vera nefnd í sömu andrá og aðrar stórmyndir um bardagakappa sem eiga sér fyrirmyndir í sagnfræðinni, stórmyndir líkt og Gladiator eða Braveheart. Það er nánast lygilegt að engum hafi dottið í hug að búa til kvikmynd um þessar mögnuðu stríðskonur þar til nú. Myndin er þó ekki með öllu gallalaus frekar en aðrar myndir og er gallana helst að finna í handrits­ skrifum. Þar væri hægt að nefna að framvinda sögunnar í þriðja og síð­ asta hluta myndarinnar er of hæg. Líklega hafa höfundar talið sig vera með stórvirki í höndunum og því ákveðið að draga söguna og enda­ lok hennar ögn á langinn að lokum. Myndin er stórkostleg engu að síður og mun stilla sér upp í sömu hillu og sambærileg stórvirki líkt og Brave­ heart og Gladiator. NIÐURSTAÐA: Myndin er þrek- virki, þó hún sé helst til of löng. Það er lygilegt að saga Agojie hafi ekki verið kvikmynduð áður af Hollywood. n Stríðsynjur í sannkölluðu stórverki sem seint mun gleymast Viola Davis ber af í hlutverki herforingja Agojie stríðsynjanna í myndinni. 26 Lífið 27. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 27. október 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.