Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2022, Qupperneq 1

Skessuhorn - 05.10.2022, Qupperneq 1
„Við ákváðum að ráða ekki í starfið að sinni,“ segir Heiðar Örn Sigur- finnsson, fréttastjóri RÚV í samtali við Skessuhorn, en RÚV auglýsti nú í september laust til umsóknar starf fréttamanns á Vesturlandi og Vestfjörðum. Heiðar segir að fáar umsóknir hafi borist og eftir að hafa farið rækilega í gegnum þær hafi verið tekin sú ákvörðun innan stofnunarinnar að ráða ekki í starfið að sinni heldur nýta tækifærið til að endurhugsa landsbyggðarþjónustu RÚV í heild sinni. Þar til ráðið verður í starfið segir Heiðar að fréttastofan muni halda áfram að sinna fréttaflutningi af svæðunum með því að senda frétta- menn úr Efstaleiti í fréttaferðir vestur. Þá komi til greina að senda fréttamenn í lengri fréttaferðir, fljúga þeim til Ísafjarðar og láta þá dvelja þar í nokkra daga við efnis- öflun. Það hafi verið gert á árum áður, áður en farið var að ráða landsbyggðarfréttamenn. „Ef eitt- hvað fréttamál kemur upp á þessu svæði sem þarf að sinna samdægurs þá bregðumst við auðvitað við því,“ segir Heiðar jafnframt. En hvað með fréttaflutning af svæðinu þangað til, óttast hann ekki að fréttastofan missi yfirsýn yfir hvað er í gangi í þessum tveimur landshlutum? „Ég er alveg hræddur um að þetta tímabundna ástand geti orðið til þess að við missum af einhverju, en Elsa María sem hefur sinnt þessu starfi síðustu þrjú ár er núna komin á vaktir hér í Efstaleiti og ætlar að hafa auga með þessu svæði áfram. Það er ennþá hægt að hafa samband við hana, og mig, og bera undir okkur ýmislegt.“ Gefur þessi staða sem upp er komin fréttastofu RÚV tilefni til þess að endurskoða starf lands- hlutafréttamanns á Vesturlandi og Vestfjörðum í heild því svæðið er landfræðilega stórt og erfitt yfir- ferðar? „Þessi ákvörðun sem við tökum núna, að ráða ekki í starfið, gefur okkur tækifæri og tilefni til þess að endurhugsa þetta starf frá grunni. Mér sem fréttastjóra finnst mikilvægt að viðhalda starfsemi RÚV á landsbyggðinni, það er okkar hlutverk og við tökum það alvarlega. Við eigum að segja alls konar fréttir af öllu landinu, bæði því sem gerist í samfélaginu og ekki síður mannlífsfréttir og við tökum það hlutverk alvarlega og ég tek það alvarlega og vil að fréttastofa RÚV sé sýnileg.“ Ekki liggur fyrir hvenær starf fréttamanns RÚV á Vesturlandi og Vestfjörðum verður aftur aug- lýst til umsóknar. Það verður gert þegar tekin hefur verið ákvörðun um hvernig RÚV komi til með að sinna þessum svæðum en Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, vonar að það ferli taki ekki langan tíma. gbþ FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 40. tbl. 25. árg. 5. október 2022 - kr. 950 í lausasölu Ert þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Heyrnarþjónusta s:534-9600 www.heyrn.is Opið alla daga ársins Þinn árangur Arion Ákváðu að ráða ekki í stöðu fréttamanns að sinni Fjölbrautaskóli Vest- urlands er heilsuefl- andi framhaldsskóli sem leggur metnað í að bjóða nemendum upp á heilsueflandi viðburði og umhverfi og holla nær- ingu. Í takt við stefnu skólans hefur glænýr valáfangi í fjallgöngum og útivist staðið nem- endum til boða á þessari haustönn. Þessu starfi verður haldið áfram og einn af valáföngum skól- ans á næstu önn verður einmitt að læra allt í sam- bandi við fjallgöngur. Hér er hoppandi glaður nem- andi FVA í gönguferð. Sjá nánar á bls. 18. Fjallgöngu­ áfangi í boði

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.