Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2022, Page 4

Skessuhorn - 05.10.2022, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir gb@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Siggi Sigbjörnsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Gott að hafa, en sjaldan að nota Þær eru ýmsar stofnanir hins opinbera. Eðli málsins samkvæmt eru þær mis- munandi mikilvægar okkur þegnum landsins svona frá degi til dags, einhverjar vissulega lífsnauðsynlegar, en aðrar síður. Ég gef mér þó að þær hafi allar verið taldar mikilvægar þegar til þeirra var stofnað. Við gætum til dæmis ekki verið án heilbrigðisstofnana, lögreglu eða slökkviliðs, svo ég nefni einhverjar af handahófi. Af og til þurfum við öll að leita til þeirra hvort sem okkur líkar það betur eða verr og segja mætti að um þær gildi að gott er að hafa, en sjaldan að nota. Svo eru stofnanir sem við höfum í besta falli heyrt getið um, en vitum sáralítið meira af því þær snerta ekki vort daglega líf. Þörf fyrir fjölda stofnana og embætta er afstætt fyrirbrigði. Á tímum þegar samgöngur voru ekki af þeim gæðum sem við þekkjum í dag var nauðsynlegt að hafa lögregluembættin mörg, helst eitt í hverjum byggðarkjarna. Jafnvel voru hreppstjórar þar að auki í sveitum og höfðu þá valdsvið á við lögreglu- þjón ef mikið lá við. Hreppstjórinn bauð svo einnig upp óskilahrossin og hafði nokkur fleiri embættisverk. Ég held að ég fari ekki með fleipur þegar ég segi að nú er einungis einn hreppstjóri eftir í landinu. Hann situr á mektarbúi vestur í Eyja- og Miklaholtshreppi. Raunar er Halldór á Þverá því þar með orðinn safngripur sem ég vona að sveitungar hans og nágrannar fari vel með. En tím- arnir liðu. Hér á Vesturlandi var eitt sinn ákveðið að sameina lögregluemb- ættin í landshlutanum í eitt. Það kom til framkvæmdar þrátt fyrir mótbárur ýmissa sveitarfélaga sem töldu sig við það missa spón úr aski sínum. Þótti eðli- lega vænt um útsvar lögreglustjórans, enda vel launuð virðingarstaða. Sama var uppi á teningnum með sýslumennina. Nú er einn slíkur eftir á Vesturlandi og bráðum enginn þar sem ráðherra hefur ákveðið að sameina þau embætti í eitt með aðsetur á Húsavík. Þingeyingar drógu langa stráið og fá því að njóta útsvarstekna sýslumanns eitthvað lengur. Ég fylgdist úr hæfilegri fjarlægð með störfum lögregluembættanna á Vest- urlandi meðan þau voru nokkur á því starfssvæði sem Skessuhorn fjallar um. Ekki er loku skotið fyrir grun um að nokkur núningur hafi stundum verið milli þeirra og frægt er atriði sem ég held að hafi verið í áramótaskaupi eitt sinn þar sem sauðdrukkinni konu á bíl var sleppt þar sem hún hafði verið stöðvuð við aksturinn af lögregluþjóni sem tilheyrði embætti lögreglunnar í næsta hér- aði við hliðina. Hann hafði ekki umboð sitt þeim megin ósýnilegrar varnar- girðingar sem skildu umdæmin að. Eftir sameiningu allra lögregluembættanna í eitt fóru hins vegar að birtast ýmsir kostir þess að vinna saman. Sú drukkna slapp ekki eftir það. Nú eru mál leyst hraðar en áður, skipst á mönnum til afleysingar þegar þarf og jafnvel fóru menn að gefa kollegum sínum í næsta bæjarfélagi McIntosh dós fyrir jólin. Allavega þar til kom að því að einhver hrekkjalómurinn hafði rofið innsigli á dósinni og fyllt hana með vondu mol- unum! Sá fékk hins vegar á baukinn þegar félagar hans handan við girðinguna boðuðu hann í falsútkall í fjós. En allt var þetta gert í gríni og ef ekki væri grín í hæfilegu magni, væri ekkert gaman í vinnunni. En nú kem ég að því sem ég upphaflega ætlaði að fjalla um í þessum pistli, en fór útaf sporinu með. Það er sameining slökkviliða í sveitarfélögum sem eiga landfræðilega stutt að fara til að aðstoða hvert annað. Ég sé t.d. í hillingum að slökkviliðin í Borgarbyggð og á Akranesi verði sameinuð hið fyrsta. Nú eða slökkviliðin á Snæfellsnesi. Ég veit að þetta hefur komið til tals, en finnst eins og ég hafi heyrt því hreyft fyrir það mörgum árum að það er að verða grun- samlegt að ekkert hafi gerst í sameiningu. Nú er kostnaður sveitarfélaga við rekstur slökkviliða sífellt að aukast eins og fram kemur í nýrri skýrslu. Gerðar eru kröfur um ákveðinn fjölda liðtæks fólks og kunnáttu þess á tæki og tól sem sífellt verða flóknari og dýrari. Með sameiningu væri hæglega hægt að hagræða til muna, bæta starfsemina og auka þannig öryggi þeirra sem treysta á hröð við- brögð þegar vá er fyrir dyrum. Sveitarfélög eru nefnilega víða enn svo fámenn að þau geta ekki ein og óstudd staðið undir rekstri sjálfstæðs slökkviliðs. Við viljum styrkja þessar stofnanir hins opinbera og hví ættu gömul hreppamörk að aftra því? Um þær gildir nefnilega það sama og um heilsugæsluna; gott að hafa, en sjaldan að nota. Magnús Magnússon Fimmtudaginn 29. september stöðvaði Geðlestin fyrir utan Fjöl- brautaskóla Snæfellinga og kynnti verkefnið fyrir nemendum. Geð- lestin hófst 1. nóvember á síðasta ári með hringferð um landið og var markmiðið að heimsækja allar unglingadeildir grunnskóla lands- ins auk framhaldsskóla. Síðasta fimmtudag var komið að FSN í Grundarfirði þar sem að sýnt var stutt myndband og svo ræddi ungur einstaklingur við krakkana um eigin reynslu af geðrænum áskorunum. Í lokin kom svo MC Gauti og spilaði nokkur lög fyrir krakkana og voru flestir farnir að hoppa með í góðri stemningu. tfk Í októberhefti af Kvarðanum, raf- rænu fréttabréfi Landmælinga Íslands, er sagt frá því að á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðu- neytisins sé nú unnið að grein- ingu á samlegð stofnana ráðu- neytisins og verkefna þeirra með það í huga að sameina stofnanir sem undir ráðuneytið heyra, sem í dag eru alls 13 að tölu samkvæmt heimasíðu ráðuneytisins. Þær eru: Íslenskar orkurannsóknir, Land- mælingar Íslands, Minjastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Nátt- úrurannsóknastöðin við Mývatn, Orkustofnun, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Umhverfisstofnun, Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, Úrvinnslusjóður, Vatnajökulsþjóðgarður, Veðurstofa Íslands og Þjóðgarðurinn á Þing- völlum. Í frétt Kvarðans segir að mark- miðið með greiningu á samlegð stofnana sé að gera þær og stofn- anakerfið burðugra, einfaldara og hagkvæmara en áður og betur í stakk búið til að takast á við flókin verkefni á næstu árum og ára- tugum. Af hálfu stjórnvalda er mikil áhersla lögð á að fyrirhugaðar breytingar styðji við byggðaþróun og valfrelsi í búsetu, þ.e. að störfum á landsbyggðinni fjölgi með því að gera þau ekki staðbundin heldur án staðsetningar. Því er áfram gert ráð fyrir starfsstöð á Akranesi, segir í fréttinni. Í viðtali við Gunnar H. Kristins- son, settan forstjóra Landmæl- inga Íslands, sem birtist í maí síð- astliðnum í Skessuhorni kvaðst hann vera þess fullviss að starfsemi LMÍ gæti passað vel inn í starfsemi margra stofnana og myndi styrkja þær; „en við gætum líka tekið að okkur ýmis landupplýsingaverk- efni sem nú er dreift víða um stofn- anakerfið. Eitthvað þarf að minnsta kosti að gera því við erum að verða of fámenn stofnun til að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til stofnana í dag,“ sagði Gunnar í við- talinu í maí. Hjá Landmælingum hafa verið um 25 starfsmenn. Samkvæmt könnun Mask- ínu þá er Starfsfólk Landmælinga Íslands mjög jákvætt gagnvart þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru, líkt og Gunnar, og sjá þeir mikil tækifæri í því að stækka skipulags- einingarnar og efla þannig styrk þeirra. Gert er ráð fyrir að niður- staða greiningarvinnu verði ljós fyrir næstu áramót og í árslok 2023 verði stofnanir formlega sam- einaðar og innleiðing breytinga hefjist. Stofnanirnar sem mögulega gætu verið sameinaðar við LMÍ eru ekki tilgreindar í frétt Kvarðans, en undir ráðuneytið heyra 13 stofn- anir eins og fyrr segir. mm Gunnar Straumland rithöfundur sendi blaðinu eftirfarandi hug- leiðingu. Þar vekur hann athygli á orðnotkun þeirra sem kynna kosti vindmylla fyrir landsmönnum þessa dagana. Fyrirbrigðið kall- ast skrauthvörf og á við þegar fegr- unarheiti eru valin í stað orða sem gefa raunrétta mynd. Blessuð skrauthvörfin! Í orðabók Bókaútgáfu Menningar- sjóðs er orðið skrauthvörf útskýrt svo: ,,málbrögð, í því fólgin að nota fínlegra eða vægara orð í stað orðs sem þykir ófínt, dónalegt eða hranalegt, t.d. ,,botn“ í stað ,,rass“ (euphamismus).“ Að mati Gunnars er það svona eins og að tala um hið vinalega orð ,,garð“ í stað þess að nota raunveruleikann sem er; - óskapnaður sem yfir- tekur stórt og óspillt landsvæði. Hugleiðingu í bundnu máli bætir Gunnar svo við: Blessuð skrauthvörfin Bráðum við munum fá ofgnótt í arð. Við ætlum að rækta hér vindorkugarð. Það mun svo gefa okkur gullsjóð í mund ef græðlinga setjum í vindorkulund. Bólgna mun indælis aflandasjóður. Einkum ef græða má vindorkurjóður. Og hvað þó að landið við leggjum að veði ef lausafé ráfar í vindorkubeði? Starfsfólk LMÍ jákvætt fyrir sameiningu stofnana MT: Frá heimsókn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku og loftslagsráð- herra til LMÍ í júní síðastliðnum. Ljósm. Kvarðinn. Geðlestin kom við í Grundarfirði MC Gauti tryllti lýðinn að fyrirlestri loknum. Vindorkulundir og rjóður í skrauthvörfum Breskur vindorkulundur. Ljósm. https://www.businesswest.co.uk/

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.