Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2022, Side 6

Skessuhorn - 05.10.2022, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 20226 Síðastliðinn laugardag hélt Slökkvilið Borgarbyggðar æfingu á tveimur starfsstöðvum sínum; í Borgarnesi og á Hvanneyri. Eftir æfinguna á Hvanneyri var farið með dælubílinn Skorra í húsnæði í annarri sveit í ljósi þess að ekkert laust húsnæði er í boði á Hvann- eyri til að hýsa bílinn. Undanfarin fjögur ár hefur hann verið geymdur í húsnæði sem vélaverkstæðið Jörvi hefur lagt slökkviliðinu til, en það húsnæði er ekki tiltækt lengur og þar að auki verið á undanþágu þar sem það er ekki viðurkennt hús- næði fyrir slökkvibíl og aðstöðu fyrir búnað slökkviliðsmanna. Í ljósi húsnæðisskorts hafi nú verið brugðið á það ráð að færa dælu- bílinn Skorra á starfsstöð slökkvi- liðsins á Bifröst. Áður skilgreint hvar bíllinn skyldi vera Það var Skorradalshreppur sem fjármagnaði kaup á nýjum dælu- bíl árið 2007 og var bílnum í upp- hafi gefið nafnið Skorri til að árétta eignarhaldið og staðsetningu, en bíllinn hefur allar götur síðan verið í rekstri hjá Slökkviliði Borgar- byggðar. Í samkomulagi Borgar- byggðar og Skorradalshrepps um slökkviliðsmál var árið 2007 gerður sérstakur viðaukasamningur þar sem fram kom að nýr slökkviliðs- bíll yrði lagður Slökkviliði Borg- arbyggðar til og yrði bíllinn stað- settur á Hvanneyri. Í endurnýj- uðum þjónustusamningi milli sveitarfélaganna um brunavarnir í Skorradalshreppi, frá 22. ágúst síðast liðnum, er bílsins getið sér- staklega í 6. grein þess samnings, en ekkert getið um kvöð um hvar hann skyldi verða staðsettur. Í reglugerð um brunavarnir kemur fram að á öllum þéttbýlis- stöðum með fleiri en 300 íbúa skuli vera dælubílar til taks og lágmarks- búnaður slökkviliðs. Íbúafjöldi á Hvanneyri var um síðustu áramót 305 en auk þess býr fjöldi nemenda og fjölskyldna þeirra á staðnum. mm Aukið viðhald vegna raka­ vandamála AKRANES: Á fundi bæjar- stjórnar Akraness þriðju- daginn 27. september var sam- þykktur viðauki frá bæjarráði samtals að fjárhæð 30 millj- ónir króna sem mætt verði með auknum staðgreiðslu- tekjum. Breytingin er tilkomin vegna aukinna viðhaldsþarfar á stofnunum Akraneskaup- staðar tengt rakavandamálum en einnig kom upp aukin viðhaldsþörf í Brekkubæjar- skóla (þak yfir sal, vatnstjón og brunavarnir). Heildarumfang viðbótanna er 70 milljónir króna en til lækkunar kemur 40 milljóna króna fjárheimild vegna fyrirhugaðra viðhalds- aðgerða á Stillholti 16-18 sem nú er orðið ljóst að munu tefj- ast til ársins 2023. -vaks Giskað á heildarmarka­ fjölda LANDIÐ: Íslenskar getraunir hafa í samstarfi við Svenska Spel sett í loftið nýjan get- raunaleik, sem ber nafnið XG, þar sem tippað er á markaskor í 13 knattspyrnuleikjum. Tippað er á hversu mörg mörk verða skoruð í heildina í hverjum leik fyrir sig eða frá 0 og upp í 7 mörk eða fleiri. „Potturinn fyrir 13 rétta verður hærri en getraunaspilarar eiga að venj- ast. XG er opinn öllum sem hafa náð 18 ára aldri en frek- ari upplýsingar er hægt að nálgast á xg.is. Leikurinn er í boði á heimasíðu Getrauna og í Lengju appinu. Líkt og með aðra leiki Getrauna þá rennur allur hagnaður til íþrótta og æskulýðsstarfs á Íslandi,“ segir í tilkynningu. -mm Fyrsta nýja björgunarskipið VESTM.EYJAR: Nýtt björgunar skip Slysavarna- félagsins Landsbjargar og Björgunarfélags Vestmanna- eyja er komið til landsins, en heimahöfn þess er Vest- mannaeyjar. Skipinu var við komuna til hafnar síðast- liðinn laugardag gefið nafnið Þór. Að loknu útboði á fyrstu þremur nýju björgunarskipum Landsbjargar á miðju ári 2021 var ákveðið að ganga til samn- inga við KewaTec, finnskan skipasmið, sem hefur rúm- lega 20 ára reynslu af smíði skipa til leitar og björgunar- starfa. Ríkissjóður greiðir helming kostnaðar, en fullbú- inn Þór kostar 285 milljónir króna. Þessi nýju skip Lands- bjargar munu smám saman leysa af hólmi eldri og mun ófullkomnari björgunarskip við strendur landsins og gjör- breyta í raun aðstöðu til leitar og björgunar. Ríkið hefur staðfest greiðsluþátttöku sína í smíði sex skipa til viðbótar við Þór. Ljósmynd frá komu skipsins til Eyja er úr smiðju Eyjafrétta. -mm Einstaklings­ rými endurbætt á Silfurtúni DALIR: Heilbrigðisráð- herra hefur úthlutað rúmum 650 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldr- aðra í samræmi við tillögur stjórnar sjóðsins. Í tilkynn- ingu kemur fram að áhersla hafi verið lögð á verkefni sem bæta aðbúnað íbúa á hjúkrunar heimilum, úrbætur sem tengjast aðgengismálum og öryggismálum og ýmsum stærri viðhaldsverkefnum. Alls bárust umsóknir um framlög til 60 verkefna og hlutu 54 þeirra styrki. Hæstu framlögin renna til hjúkr- unarheimila Sjómannadags- ráðs, alls um 250 mill jónir króna til 14 mismunandi verkefna. Við úthlutun úr sjóðnum að þessu sinni kemur fram að innan við eitt pró- sent af úthlutuðu fjármagni rennur til hjúkrunarheim- ila á Vesturlandi. Silfurtún í Búðardal fær um sex milljónir króna til viðhalds og endur- bóta á einstaklingsrýmum og hreinlætisaðstöðu á heimil- inu. -mm Rafmagn tekið af næstu nótt AKRANES: Veitur kynna að rafmagn verður tekið af nokkrum húsum á Akranesi aðfararnótt föstudagsins 7. október frá klukkan 00:05 til 05:30. Rafmagn verður þá tekið af eftirfarandi húsum: Skagabraut 33 til 50, Sanda- braut, Jaðarsbraut 3 til 25 og Garðabraut 2A. Sjá nánar á heimasíðu Veitna www.veitur.is -mm Enginn viðbragðsbíll frá slökkviliðinu lengur á Hvanneyri Dælubíllinn Skorri á æfingu slökkviliðsins síðastliðinn laugardagsmorgun. Í gær var haldinn fjölmennur starfsmannafundur í húsnæði Skag- ans 3X á Akranesi þar sem Petra Baader forstjóri og eigandi Baader ræddi við starfsmenn um helstu áherslur eftir kaup fyrirtækisins á Skaganum 3X. Fundinum var streymt á Ísafjörð, en starfsmenn fyrirtækisins á höfuðborgarsvæð- inu mætti til fundarins á Akra- nesi. Í máli Petru kom skýrt fram að Baader hyggst viðhalda og efla starfsemi allra starfsstöðva sinna á Íslandi. Þar með sló hún á áhyggjur manna um að breytt eignarhald hefði áhrif á framtíðar staðsetningu fyrirtækisins. Nánar verður sagt frá fundinum í næsta Skessuhorni. gj Petra Baader fundaði með starfsmönnum fyrirtækisins á Íslandi Petra Baader í ræðustól á fundinum. Ljósm. gj.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.