Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2022, Qupperneq 14

Skessuhorn - 05.10.2022, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 202214 Snæfellsnesvegur (54) sem liggur frá Vestfjarðavegi 60 úr Suður- -Dölum um Skógarströnd og að Stykkishólmi er um 66 kílómetra langur og er í daglegu tali kall- aður Skógarstrandarvegur. Þessi vegarkafli er að mestu malar- vegur en fyrstu tíu kílómetrar hans austan frá eru með bundnu slitlagi, þ.e. þegar ekið er inn á veginn af Vestfjarðavegi. Unnið að endur­ byggingu 5,4 km kafla Síðari hluta árs 2020 var endur- byggður 1,7 km kafli frá Blöndu- hlíð að Ketilsstöðum en þá hafði bundna slitlagið í mörg ár endað við Blönduhlíð. Næsta verk sem boðið var út voru framkvæmdir á 5,4 km kafla frá Ketilsstöðum að Gunnarsstöðum. Það er í vinnslu núna og felur í sér endurbyggingu þess vegarkafla og byggingu tveggja brúa, yfir Skraumu og Dunká. Því verki á að vera að fullu lokið sum- arið 2023. Þá hefur það verk verið gagnrýnt af íbúum sem segja nýja veginn breiðan, hann rúmi hér um bil þrjár akreinar. Illa sé þar farið með fé og efni sem frekar ætti að nota til að klæða lengri vegarkafla. Skógarstrandarvegurinn þurfi ekki að vera svona mikið mann- virki. Í því sambandi ber að nefna að hönnun vega í dag tekur mið af evrópskum stöðlum hverju sinni. Áratugir í endurbætur Þegar fyrrnefndu verki lýkur stendur eftir um 50 kílómetra langur malarvegur sem tengir saman Dali og Snæfellsnes. Nokkuð ljóst er að ef áfram heldur sem horfir munu árin skipta tugum þar til leiðin verður að fullu bundin slitlagi. Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur hins vegar skorað á stjórnvöld; „að líta á þessa stöðu sem neyðarástand og veita sérstöku fjármagni til þessa vegar þannig að á næstu tveimur árum verði lokið lagningu bund- ins slitlags á veg 54,“ en það segir í bókun sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 18. ágúst sl. Þar segir einnig að; „Skógarstrandarvegur, með þverun Álftafjarðar, er forsenda fyrir auknu samstarfi sveitarfélaga við Breiða- fjörð og góðri tengingu Snæfells- ness, Dala, Vestfjarða og Norður- lands.“ Þá er Skógarstrandarvegur eini stofnvegur á Vesturlandi sem er án bundins slitlags og sá lengsti á láglendi landsins alls. Vegurinn er erfiður og slæmur, en leiðin er falleg Í fyrrnefndri fundargerð sveitar- stjórnar Dalabyggðar segir enn fremur að „einstaka ferðaþjón- ustufyrirtæki hafa bannað sínum ökumönnum og fararstjórum að aka þessa leið sökum þess hvað veg- urinn er í slæmu ástandi.“ Skessu- horn hefur jafnframt aðrar heim- ildir fyrir því. Guðrún Björg Bragadóttir á og rekur gisti- og veitingastað- inn Dalahyttur sem staðsettur er í Hörðudal í Dölum en ekið er inn í Hörðudal af Snæfellsnes- vegi. „Við höfum rekið okkur margoft á það að ferðaþjónustu- aðilar á Snæfellsnesi bendi ferða- mönnum á að þetta sé ömurlegur vegur og ráðleggi þeim frá því að keyra hann. Það er alveg rétt að vissu leyti að vegurinn er erf- iður og slæmur en menn eru samt að missa af þegar þeir fara ekki þennan veg því það er ofboðslega fallegt að keyra þarna. Ég hef oftar en ekki fengið að heyra frá mínum gestum að þeim hafi verið ráðlagt frá því að keyra þennan veg,“ segir Guðrún og nefnir að hún hafi átt samtöl við aðra ferðaþjónustuað- ila í Dölum sem hafi sömu sögu að segja. Sumir hafi jafnvel lent í því að hópar sem væntanlegir voru utan af Snæfellsnesi afboði komu sína á síðustu stundu sökum þess að þeim hafi verið ráðlagt frá eða bannað að keyra Skógarströndina. Þá er vegurinn heldur ekki þjón- ustaður daglega og er því ástand hans skráð sem „óþekkt“ eða „ekki greiðfært“ á síðu Vegagerðarinnar um færð á vegum. Fá ekki stóra hópa því rútur keyra ekki veginn „Rútur keyra ekki Skógar- strandarveginn eða í mesta lagi litlar rútur. Okkur sem stundum ferðaþjónustu hér, eins og í Hörðudal, stendur bara ekki til boða að taka á móti stórum hópum af því rútubílstjórar vilja ekki keyra þennan veg. Það væri líklega mikið meira um stóra hópa ef Skógar- strandarvegurinn væri góður. Ég er ekki að fara að stækka minn rekstur eða bæta við fleiri her- bergjum af því hingað koma ekki stórir hópar,“ segir Guðrún og bætir við: „Þegar maður er að segja fólki til þarf maður að segja satt og rétt frá en mér finnst samt að við verðum að passa að tala okkur ekki niður og ekki skemma fyrir öðrum,“ segir Guðrún og vísar þar í ummæli annarra ferðaþjón- ustuaðila um Skógarstrandarveg- inn. „Varðandi þennan vegarkafla þurfa menn bara að fara að girða sig í brók og drífa þetta af. Ef við horfum bara á áhrifin sem bættur vegur þarna myndi hafa á nærsam- félagið þá myndum við Dalamenn nýta Snæfellsnesið og þjónustuna þar mun meira en við gerum og jafnvel leita þangað frekar en að fara í Borgarnes. Og svo þegar talað er um hugsanlega samein- ingu sveitarfélaga eins og hér við Breiðafjörð þá hugsar maður; er ég að fara að nenna að keyra þetta reglulega,“ segir Guðrún Björg Bragadóttir, eigandi Dalahytta. Bílaleigur banna keyrslu á F­vegum F-merktir vegir eru landsvegir og einkum slóðar. Þeir vegir sem eru F-merktir flokkast sem 1) seinfærir og eru færir allri almennri umferð að sumarlagi, 2) Lakfærir og eru þá færir fjórhjóladrifnum bílum eða öflugum fólksbílum og jepplingum, 3) Torfærir og eru einungis færir stórum og vel búnum fjórhjóla- drifnum bílum. Öll eiga þessi atriði við um veg 54 um Skógarströnd, þótt hann sé stofnvegur. Margrét Björk Björnsdóttir, fag- stjóri hjá Áfangastaða- og Mark- aðsstofu Vesturlands, hefur sjálf heyrt af því að ferðaþjónustuaðilar á svæðinu hafi þurft að veita ferða- mönnum áfallahjálp sem keyrt hafa veginn. „Ferðamönnum á bíla- leigubílum er bannað að keyra á F-vegum en svo lenda þeir á stofn- vegi sem er verri en F-vegir, skilj- anlega eru þeir hissa yfir því. Ég hef líka heyrt af því að ferðaþjónustu- aðilar séu að láta ferðamenn vita af því að það séu framkvæmdir á veg- inum, hann sé holóttur og seinfar- inn,“ segir Margrét en þar vísar hún í ákvæði sem margar bílaleigur eru með sem banna leigutökum að keyra ákveðna vegi. Ef tekið er dæmi um Bílaleigu Akureyrar stendur þar í leiguskil- málum að; „Akstur bílaleigubíla á vegum eða slóðum sem ekki hafa vegnúmer er bannaður. Strang- lega bannað er að aka fólksbílum og eindrifsbílum á vegum sem eru F-merktir á opinberum kortum ásamt Kjalvegi (vegur 35) og um Kaldadal (vegur 550), slíkt er aðeins heimilt á fjórhjóladrifnum jeppum sem leigusali samþykkir til aksturs á slíkum vegum.“ Ferðamönnum á bílaleigubílum er því heimilt að keyra veginn um Skógarströnd því hann er skráður stofnvegur þótt hann sé jafnvel í verra ásigkomulagi en ýmsir F-vegir. Google Maps sýnir stystu leið Margrét nefnir einnig þá staðreynd að Google Maps ráðleggi ferða- mönnum að fara Laxárdalsheiðina og Skógarströndina þegar komið er til Stykkishólms að norðan því það er stysta leiðin sé horft til kíló- metrafjölda. „En Skógarströndin er fallegt svæði og ég hlakka til þegar nýr vegur kemst þar í gagnið og hægt verður að nýta hann og ég held að það muni skipta miklu máli fyrir ferðaþjónustuna á þessu svæði. Vegurinn um Skógarströnd eins og hann er í dag er mjög hamlandi fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á þessu svæði.“ Hægt er að keyra veginn yfir sumartímann á þokkalega háum bíl Edward Guerrero hefur starfað sem móttökustjóri á Fosshótel Stykkis- hólmi í hálft annað ár. Aðspurður um Skógarstrandarveginn segir hann að starfsfólk hótelsins ráð- leggi sínum gestum alfarið frá því að keyra þann veg að vetri til, um leið og byrjar að snjóa eða frysta. Yfir sumartímann og ef veður er þokkalegt hafa þau sagt við gesti sína að hægt sé að keyra þennan veg ef þeir eru á bíl sem er ágætlega hár. Ef gestir eru á litlum bílum er þeim ráðlagt að fara ekki um veginn. Hann segir að flestir gestir hót- elsins taki þá annað hvort ferjuna yfir til Vestfjarða eða fari frá Stykk- ishólmi norður í land. Þá er þeim ráðlagt að keyra til Borgarness og þaðan á Þjóðvegi 1 norður yfir Holtavörðuheiði. Sé leiðinni frá Stykkishólmi til Akureyrar hins vegar slegið inn í Google Maps ráðleggur forritið fólki að keyra Skógarstrandarveginn og Laxár- dalsheiði til að komast þangað í stað þess að fara Vatnaleiðina, út á Mýrar og inn á Þjóðveg 1 við Borg- arnes og yfir Holtavörðuheiðina en sú leið er öll malbikuð. Vegurinn um Laxárdalsheiði er tengivegur og Skógarstrandarvegur er stofnvegur og eru þeir réttilega skráðir þannig inn í Google Maps. Forritið hefur hins vegar enga vitneskju um ástand stofnvegarins um Skógarströnd. En á vef Vegagerðarinnar segir að stofnvegir séu hluti af grunnkerfi samgangna eins og það er skilgreint Fréttaskýring Vegurinn um Skógarströnd – hver er staðan? Skógarstrandarvegur. Google Maps segir stystu leiðina frá Akureyri til Stykkishólms vera um Skógar- strönd og Laxárdalsheiði. Skjáskot. Google Maps Ákvæði í skilmálum Bílaleigu Akureyrar. Skjáskot. langtimaleiga.is/is/upplysingar/leiguskilmalar Hér sést hvernig vegum er skipt upp í ákveðna flokka. Skjáskot. https://www.vegagerdin.is/vegakerfid/skipting-i-vegflokka/

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.