Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2022, Page 16

Skessuhorn - 05.10.2022, Page 16
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 202216 ÍA varð í fimmta sæti í 2. deild kvenna í knattspyrnu í sumar með 31 stig, þær unnu tíu leiki, gerðu eitt jafntefli og töpuðu fimm leikjum. Skagakonur léku í fyrsta skipti í 2. deild kvenna á Íslands- mótinu í sumar en höfðu leikið í næstefstu deild síðustu fimm árin þar á undan. Magnea Guðlaugs- dóttir var þjálfari ÍA í sumar en hún tók við liðinu fyrir tímabilið. Blaðamaður Skessuhorns heyrði í Magneu í síðustu viku og fyrsta spurningin varðaði það að þær hefðu unnið sjö leiki og tapað fjórum á Íslandsmótinu áður en komið var að úrslitakeppninni. Allt voru það töp á móti liðunum sem enduðu fyrir ofan þær í deildinni. Ertu með einhverja skýringu á því og er kannski ein skýringin að þessir leikir voru allir á útivelli? Fyrst og fremst okkar klúður „Jú, mikið rétt. Þessi lið enduðu fyrir ofan okkur fyrir úrslitakeppn- ina. Það er alltaf gott fyrir sálina að kenna einhverju um slæmt gengi en fyrst og fremst er þetta okkar klúður. Við áttum alltaf að vinna þessa leiki sem töpuðust. Eftir að við fengum útlendingana höfum við verið með besta liðið í deildinni, að mínu mati að minnsta kosti. Þannig að eitt af klúðri ársins var hversu seint við tókum erlendu úti- spilarana. Heimaleikur-útileikur, jú að sjálfsögðu hefur það að segja þar sem okkur líður vel á Norður- álsvelli. Við töpuðum ekki leik hér heima á Íslandsmótinu svo klárlega er uppröðunin í þessu móti sem og skipulag mótsins til skammar.“ Hafði tímabilið í fyrra þegar þið félluð úr Lengjudeildinni einhver áhrif inn í þetta tímabil og var deildin sterkari en þú áttir von á? „Eflaust hefur (á)fallið eitthvað að segja frá síðasta hausti þar sem stelpurnar voru vægast sagt brotnar. Það tekur tíma að jafna sig en okkur finnst þær vera í flottu jafnvægi og eiga bara eftir að koma tvíefldar með reynslu eftir þetta tímabil sem mun skila þeim langt í framtíðinni. Já, deildin var sterkari og mun fleiri erlendir leik- menn en ég bjóst við og það voru fá lið sem voru án erlendra leikmanna.“ Þegar úrslitakeppnin hófst var ljóst að þið ættuð við ramman reip að draga um að komast aftur upp í Lengjudeildina. Þar unnuð þið þrjá leiki, gerðuð eitt jafntefli, töpuðuð einum og voruð fjórum stigum frá því að komast upp. Var leikurinn við Fram í úrslitakeppninni örlaga- valdurinn og hvað gerðist eiginlega þar? „Já, það má alveg segja það. Við sættum okkur við jafnteflið gegn Gróttu en ætluðum að vinna rest. Við komum vel stemmdar í Fram leikinn og vorum töluvert betri en þær. Dómaratríóið var í stuði og gaf mér og Bryndísi fyrir- liða rautt í fyrri hálfleik. Eftir það varð leikurinn jafnari, þær vinna þó 3-2 og úrslitaleikjaróðurinn orðinn þungur fyrir okkur.“ Erum á réttri leið Þú sagðir í viðtali fyrir mót að þið ætluðuð ykkur stóra hluti í sumar og að fara beint upp aftur í Lengju- deildina. Niðurstaðan hlýtur því að vera mikil vonbrigði að ná ekki þessu markmiði? „Jú, það er alltaf sárt að ná ekki sínum markmiðum. Sérstaklega þegar vilji er til staðar hjá öllum leikmönnum til að gera betur í dag en í gær, þær sýna gleði í öllu sem þær gera. Skagahjartað er á réttum stað fyrir bæði félaginu og öllu samfélaginu, samvinnan og liðsheildin sem þær hafa myndað til fyrirmyndar en samt klúðrum við þessu tímabili. Ótrúlega sárt. En við erum svo óendanlega stoltar af hópnum okkar því við erum á réttri leið. Það eru fram- farir á svo margan hátt sem þær sýna og má þar nefna liðsheildina fyrst og fremst. Ég hef bullandi trú á þessum hóp, við ætlum að vera þolinmóðar og byggjum þetta lið upp hægt og rólega.“ Magnea segir að lokum að það sé ljóst að hún og Aldís Ylfa aðstoðarþjálfari verði áfram við stjórnvölinn á næsta tímabili og þá segir hún að flestir leikmenn séu með samning áfram. Þá séu þær sem eru samningslausar að taka sér nokkrar vikur í frí og taki svo ákvörðun eftir það með fram- haldið. Einhver lokaorð? „Já, mig langar að þakka öllum sem komu á leikina okkar í sumar, bæði á Akranesi og þeim sem skelltu sér á útileikina. Það er allt svo miklu skemmtilegra þegar fólkið okkar er með okkur. Við eflumst við hvatningu eins og flestir aðrir. Takk allir! ÍA að eilífu!“ vaks Knattspyrnufélagið Kári á Akranesi varð í fimmta sæti í 3. deild karla í knattspyrnu í sumar með 34 stig, vann tíu leiki, gerði fjögur jafntefli og tapaði átta leikjum. Liðið lék í 3. deild í sumar í fyrsta skipti síðan árið 2017 en á síðasta tímabili end- aði Kári í neðsta sæti í 2. deildinni og féll þar með niður um deild. Sveinbjörn Geir Hlöðversson er formaður Kára og fylgdi liðinu eins og skugginn í flestum leikjum sumars ins. Blaðamaður Skessu- horns heyrði í Svenna og spurði hann aðeins út í tímabilið. Nú hófuð þið ekki mótið vel á tímabil- inu og voruð mikið upp og niður í allt sumar. Þið náðuð mest tveimur sigurleikjum í röð í mótinu og voruð aldrei líklegir í toppbaráttuna. Ef þú horfir til baka yfir tímabilið, hvernig horfir það fyrir þér og varstu sáttur við gengi liðsins? Skref í rétta átt „Ég var mjög sáttur við nokkra hluti í sumar, okkur gekk til dæmis vel í Mjólkurbikarnum og komumst í 32-liða úrslit gegn FH þar sem við gerðum FH-ingum virkilega erfitt fyrir þar sem þeir náðu ekki að klára leikinn fyrr en undir lok leiks. Varð- andi deildina að þá var hún mjög jöfn og spennandi, ekkert lið var að stinga af og mikið um óvænt úrslit. Það var síðan ekki fyrr en þegar langt var liðið á mótið að þrjú lið náðu að slíta sig frá liðunum fyrir neðan og okkar langsótti möguleiki varð úr sögunni. Því miður náðum við ekki að tengja nógu marga sigra til að koma okkur í þessa baráttu en við náðum í ágætis úrslit undir lok tímabils sem skilaði okkur fimmta sætinu með tíu sigra og fjögur jafn- tefli og jákvæða markatölu. Köllum þetta skref í rétta átt en við ætl- uðum okkur klárlega að vera í toppbaráttunni í sumar og reyna að koma liðinu í 2. deild að nýju.“ Glímdu mikið við meiðsli Hafði tímabilið í fyrra þegar þið félluð úr 2. deild með aðeins einn sigur og fimmtán töp einhver áhrif inn í þetta tímabil? „Það er alltaf mikil áskorun að hefja leik í nýrri deild eftir að hafa fallið og ég held að það hafi meiri áhrif en stigasöfnunin á síðasta tímabili. Þrátt fyrir litla stigasöfnun í fyrra þá spilaði liðið marga mjög jafna og spennandi leiki þar sem í flestum leikjum munaði ekki meira en einu marki. Við ætl- uðum okkur að vera í toppbaráttu í sumar og reyna að komast aftur upp í 2. deild. En við glímdum mikið við meiðsli og önnur forföll sem orsökuðu að liðið var sífellt að breytast. Það var ansi sjaldan sem við náðum að stilla upp sama byrjunar liði tvo leiki í röð og það hafði klárlega áhrif.“ Þrír þjálfarar voru við stjórnvöl- inn á tímabilinu, þeir Ásmundur Haraldsson, Teitur Pétursson og Wout Droste. Hver var ástæðan fyrir því og hvernig gekk að púsla þessu öllu saman? „Við vissum það fyrir tímabilið að Ási Har- alds myndi halda á EM kvenna um mitt sumarið þar sem hann er aðstoðarþjálfari kvennalands- liðsins. Við tókum umræðu um það innan félagsins og niðurstaðan var sú að prófa bara að keyra á þetta með hann sem þjálfara og brúa svo bilið með reynslumeiri leikmönnum í fjarveru hans. Alls engin draumastaða en þjálfarar með sömu reynslu og menntun og Ási eru ekki beint á hverju strái og við vildum halda honum áfram hjá okkur. Þegar leið svo á sumarið í fjarveru Ása þá varð það ljóst að við yrðum að finna okkur þjálfara til að klára tímabilið og við leituðum til Knattspyrnufélags ÍA með að fá inn þjálfara. Eftir nokkrar vanga- veltur bar nafn Wout Droste leik- manns ÍA upp, frábær náungi með mikinn áhuga á þjálfun. Hann var tilbúinn í slaginn og stóð sig með miklum sóma.“ Horfum fram á veginn Hvernig gekk samstarfið með ÍA í sumar og sérðu fram á ein- hverjar breytingar á því samstarfi á næsta ári? „Samstarfið gekk ágæt- lega en hefði auðvitað mátt vera betra varðandi leikmannamál. Það skorti betri stýringu á þeim málum frá báðum félögum en við horfum fram á veginn. Það hefur verið virkt samtal milli félaganna um að gera jákvæðar breytingar í þeim málum. Vonandi sjáum við öflugra og betra samstarf á næsta tímabili báðum félögum og ekki síst leik- mönnum til hagsbóta.“ Hvernig er staðan fyrir næsta tímabil? Er búið að ráða þjálfara og hver er staðan í leikmanna- hópnum fyrir næsta tímabil? Það eru ákveðnar hugmyndir í gangi varðandi samstarfið og mikill sam- hljómur hjá bæði Kára og ÍA varð- andi næstu skref en sú vinna er á byrjunarstigi. Það er allavega ljóst að ef við náum að efla samstarfið og vinna betur saman í rétta átt þá verður umgjörðin og leikmanna- hópurinn í toppmálum.“ Eitthvað að lokum? „Ég vil bara þakka öllum þeim sem hafa stutt við bakið á Kára, hvort sem það eru stuðningsaðilar, stuðnings- menn eða aðrir. Takk fyrir okkur. Áfram Skagamenn!“ vaks „Mikil áskorun að leika í nýrri deild eftir að hafa fallið“ Rætt við Sveinbjörn Geir Hlöðversson formann Kára um tímabilið í sumar „Alltaf sárt að ná ekki sínum markmiðum“ Lið ÍA sem lék í 2. deildinni í sumar. Ljósm. kfia Magnea Guðlaugsdóttir þjálfari ÍA. Ljósm. vaks Lið Kára í síðasta heimaleiknum í sumar. Ljósm. sgh Sveinbjörn Geir Hlöðversson, formaður Kára. Ljósm. vaks

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.