Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2022, Qupperneq 17

Skessuhorn - 05.10.2022, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2022 17 Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akra- nesi hélt í síðustu viku Heilsu- viku og var hún í gangi alla vikuna með alls kyns viðburðum. Meðal þess sem var á dagskrá var róðra- keppni á sal milli starfsfólks og nemenda, fjallgöngur, kajakróður, ratleikur, núvitund og fimleika- kvöld. Hápunkturinn var íþrótta- keppnin WestSide þar sem FVA, Menntaskóli Borgarfjarðar og Fjöl- brautaskóli Snæfellinga leiddu saman hesta sína í ýmsum íþrótta- greinum og Gettu betur. FVA sigr- aði heildarkeppnina, FSN varð í öðru sæti og MB í því þriðja. Blaðamaður Skessuhorns skellti sér á WestSide og tók nokkrar myndir af fjörinu. Þá fengum við góðfúslegt leyfi að birta nokkrar myndir frá FVA og vildi skólinn þakka eftirtöldum sem styrktu þau til góðra verka. Það eru Fimleika- félag Akraness, Keilufélag Akra- ness, Golfklúbburinn Leynir, Akra- neskaupstaður, Siglingafélagið Snarfari, ÍA, Ultraform, ÍSÍ og Leó Jóhannesson. vaks/ Ljósm. vaks/FVA Menntaskóli Borgarfjarðar stendur framarlega á sviði nýjunga í kennslu en rýmið Kvika hefur nú verið tekið í notkun í skólanum. Kvika er kennslurými sem nota má til skapandi vinnu í öllum áföngum sem kenndir eru við skólann. Nem- endur læra nú meðal annars á vel útbúið myndver, læra á vínyl- og leiserskurð ásamt þrívíddar- prentun. Bragi Þór Svavarsson skólameistari segir kennara hvetja nemendur til að koma sjálfir með hugmyndir, en hann segir mikinn áhuga ríkja fyrir rýminu og þeim spennandi möguleikum sem opn- ast með því. sþ Nemendur í MB læra á myndver og þrívíddarprentara Bragi Þór Svavarsson, skólameistari MB, sýndi blaðamanni vel útbúið myndver sem skólinn vinnur nú í að koma upp. Þrívíddarprentarar að verki en m.a. var nemandi í skólanum að prenta út varahlut á myndavélastand þegar blaðamaður leit við. Hressleiki og hreyfing á Heilsuviku FVA Sigurlið FVA í bandí. Þessir hressu strákar úr FSN voru í stuði. FVA vann fótboltakeppnina. Körfuboltalið MB ætlaði sér stóra hluti. Leitað að vísbendingum. Símarnir komu að góðum notum. Það er alltaf gaman að prófa kajak. Hildur Karen fór með unga fólkinu í leiðangur.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.