Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2022, Síða 23

Skessuhorn - 05.10.2022, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2022 23 Um liðna helgi fór fram Arena mót Sundfélagsins Ægis í Laugar- dalslaug. Kepptu þar átján sund- menn frá ÍA, tíu ára og eldri. Sundfólkið átti góða spretti og sjá mátti bætingar hjá mörgum síðan á Sprengimótinu fyrir um þremur vikum. Fimm sundmenn afrekuðu að bæta sig í öllum sínum greinum. Það voru þau Almar Sindri Daníels- son Glad, Víkingur Geirdal, Sunna Dís Skarpéðinsdóttir, Vilborg Anna Björgvinsdóttir og Kajus Jatautas. Alls fengu sundmenn frá ÍA fimm gull, þrjú silfur og þrjú brons á mótinu. sþ/ Ljósm. SA. Skagamenn gerðu sér góða ferð norður á föstudaginn þegar þeir mættu Þór í 1. deild karla í körfuknattleik og unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu, lokastaðan 74:77 fyrir ÍA. Þór byrjaði leikinn betur og skoraði fyrstu fjögur stigin en ÍA komst í 6:12 eftir rúman fimm mín- útna leik. Skömmu síðar hrökk allt í baklás hjá ÍA því þeir skoruðu ekki stig á meðan Þór náði 10-0 áhlaupi og staðan eftir fyrsta leikhluta, 20:15 Þór í vil. Baráttan hélt áfram í öðrum leikhluta, liðin skiptust á að ná for- ystu og jafnt var á flestum tölum. Skagamenn voru þó ívið sterkari og fóru inn í hálfleikinn með fjögurra stiga forystu, staðan 41:45 fyrir ÍA. Um miðjan þriðja leikhluta var staðan enn á ný jöfn, 50;50, en Skagamenn náðu síðan aðeins að skora þrjú stig það sem eftir lifði leikhlutans og Þór náði góðri for- ystu á ný, 65:55. Gestirnir neituðu að gefast upp, spiluðu geysigóða vörn og um miðjan fjórða leikhluta höfðu þeir minnkað muninn í þrjú stig, staðan 69:66 fyrir Þór. Skaga- menn náðu svo góðum kafla undir lok leiksins og voru með sex stiga forystu þegar rúm ein mínúta var eftir, 71:77. Þór náði að minnka muninn í þrjú stig en Skagamenn héldu þetta út og unnu frábæran sigur, lokatölur 74:77. Hjá ÍA var Jalen Dupree stiga- hæstur með 24 stig og 18 fráköst, Lucien Christofis var með 19 stig og 11 fráköst og Gabriel Adersteg með 18 stig og 13 fráköst. Tarojae Brake var stigahæstur hjá Þór með 20 stig, Smári Jónsson var með 14 stig og þeir Zak Harris og Toni Cutuk voru með 12 stig hvor. Næsti leikur ÍA er á móti Hamri næsta föstudag í íþróttahúsinu við Vesturgötu og hefst klukkan 19.15. vaks Keflavík og ÍA mættust í fyrstu umferð í úrslitakeppni Bestu deildar neðri hlutar á sunnudaginn og fór leikurinn fram syðra. Skaga- menn komust yfir á 18. mínútu leiksins þegar Benedikt V. Warén fékk boltann hægra megin, óð upp að vítateig Keflvíkinga og setti boltann með vinstri sem fór af varnarmanni og í netið, staðan 0-1 fyrir ÍA. Tíu mínútum síðar jafnaði Kian Williams metin fyrir heima- menn þegar Árni Marinó Einars- son missti af fyrirgjöf og fór bolt- inn beint fyrir fætur Kian sem lagði hann í netið. Á lokamínútu fyrri hálfleiks komst sóknarmaður Keflavíkur einn inn fyrir vörn Skagamanna, fór framhjá Árna Marinó sem braut á honum og víti dæmt. Patrik Johannesen skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni og staðan í hálfleik 2-1 fyrir Keflavík. Skagamenn jöfnuðu leikinn eftir tæpan tíu mínútna leik í þeim síð- ari þegar Johannes Björn Vall fékk boltann í teignum og átti ágætis skot sem markvörður Keflavíkur réði ekki við, staðan 2-2 og spenna komin í leikinn á ný. Það var síðan Joey Gibbs sem skoraði sigurmark leiksins fyrir Keflavík tíu mínútum síðar þegar hann skoraði úr auka- spyrnu og það urðu lokatölur leiks- ins, 3-2 fyrir Keflavík. Í uppbótar- tíma fékk Oliver Stefánsson leik- maður ÍA síðan sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir ljóta tæklingu sem þýðir að hann verður í banni í næsta leik. Þetta tap þýðir að Skagamenn verða að vinna alla fjóra leikina sem eftir eru í mótinu og treysta á önnur hagstæð úrslit. Það er nán- ast ljóst að Keflavík og Fram eru sloppin við fall en ÍBV, Leiknir R., FH og ÍA verða í þeirri bar- áttu eitthvað áfram. Næsti leikur ÍA er gegn Fram næsta laugardag á Akranesvelli og hefst viðureignin klukkan 14. vaks Skallagrímur tók á móti Sindra á föstudagskvöldið í 1. deild karla í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi. Jafnt var á flestum tölum í fyrsta leikhluta en Skallagrímur tók smá kipp undir lok hans og var með sex stiga forystu, 22:16. Um rúman miðjan annan leikhluta komust gestirnir yfir í leiknum og héldu forystunni fram að hálfleik en þó nánast með minnsta mun, staðan 34:36 Sindra í vil. Gestirnir náðu að halda heima- mönnum nokkrum stigum frá sér nánast allan þriðja leikhlutann, juku forskotið hægt og rólega og var munurinn kominn í tólf stig fyrir fjórða og síðasta leikhluta, staðan 48:60 Sindra í vil. Skallagrímsmenn reyndu hvað þeir gátu að minnka bilið í fjórða leikhluta en uppskeran var rýr. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum var forskot gestanna aðeins sex stig en nær komust heimamenn ekki og Sindri með sanngjarnan sigur þegar upp var staðið, lokatölur 80:85. Hjá Skallagrími var Björg- vin Hafþór Ríkharðsson stiga- hæstur með 22 stig og þeir Ragnar Magni Sigurjónsson og Almar Örn Björnsson voru með 16 stig hvor. Tyler Stewart var með 28 stig fyrir Sindra, Rimantas Daunys með 19 stig og Ismael Gonzales með 15 stig. Næsti leikur Skallagríms er gegn Fjölni næsta föstudag í Dalhúsi í Grafarvogi og hefst klukkan 19.15. vaks Skallagrímur tapaði fyrir Sindra Skallagrímur hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu. Mynd af liðinu á síðasta tímabili. Ljósm. vaks ÍA með góðan útisigur á Þór ÍA vann Þór Akureyri og þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu sem er nýhafið. Mynd af liðinu á síðasta ári. Ljósm. vaks Átján sundmenn ÍA kepptu í Laugardalslaug Breiðablik b og Snæfell áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik á miðvikudaginn í síðustu viku og fór leikurinn fram síðla kvölds í Smáranum í Kópavogi. Heima- konur byrjuðu betur og komust í 5-0 en það varð fljótlega ljóst hvort liðið myndi hafa sigur í leiknum. Eftir fimm mínútna leik var staðan orðin 6:13 Snæfelli í vil og við lok fyrsta leikhluta var staðan 14:27 fyrir Snæfelli. Eftir að Snæfell náði 3-9 kafla í byrjun annars leikhluta skelltu þær í lás og Breiðablik skor- aði ekki stig í rúmar fjórar mínútur á meðan gestirnir röðuðu niður körfum. Þegar flautað var til hálf- leiks var orðinn næstum helmings- munur á liðunum, staðan 25:47 fyrir Snæfelli. Leikmenn Snæfells sögðu aftur lok, lok og læs í byrjun þriðja leik- hluta því Breiðablik skoraði ekki nema fjögur stig í öllum leikhlut- anum. Virkilega góð vörn hjá gestunum og þær héldu glaðar inn í fjórða leikhluta með ansi gott for- skot, staðan 29:68. Fjórði leikhlut- inn var á rólegu nótunum og á tæpum þriggja mínútna kafla skor- aði hvorugt liðið ekki eina einustu körfu. Síðustu mínúturnar skiptust liðin á að skora og lokatölur afar sannfærandi sigur Snæfells, 41:86. Preslava Koleva var stigahæst í liði Snæfells með 26 stig, Ylenia Bonett var með 23 stig og 15 frá- köst og Minea Takala var með 15 stig og 13 fráköst. Hjá Breiðabliki var Þórdís Rún Hjörleifsdóttir stigahæst með 9 stig og þær Eyrún Ósk Alfreðsdóttir og Hera Magnea Kristjánsdóttir voru með 7 stig hvor. Næsti leikur Snæfells í deildinni er gegn Þór Akureyri í kvöld, mið- vikudag, í Stykkishólmi og hefst klukkan 19.15. vaks Snæfell með stórsigur á Breiðabliki b Preslava Koleva var stigahæst á móti Breiðabliki. Hér í leik gegn Aþenu á síðasta tímabili. Ljósm. sá Skagamenn í erfiðum málum eftir tap á móti Keflvíkingum Benedikt V. Warén skoraði fyrsta mark ÍA á móti Keflavík. Hér í leik gegn KR fyrr í sumar. Ljósm. Lárus Árni Wöhler.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.