Fréttablaðið - 01.11.2022, Síða 1

Fréttablaðið - 01.11.2022, Síða 1
2 4 0 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 1 . N Ó V E M B E R 2 0 2 2 Leiklesinn Einar Áskell Líður best utan sviðsljóssins Lífið ➤ 18Menning ➤ 14 Laugavegi 174, 105 Rvk. www.volkswagen.is/taigo Tímalausi töffarinn Taigo Rúmgóður smábíll með frábæra aksturshæfni bæði til innanbæjaraksturs og á þjóðvegum landsins. Verð 4.890.000 kr. Ríkisstjórnarsamstarf­ ið stæði hallari fæti ef fjár­ málaráðherra hætti í pólitík, að mati stjórnmálafræðings. Áherslur Guðlaugs ekki endilega í anda stjórnar­ sáttmálans. bth@frettabladid.is STJÓRNMÁL Mikið er undir í sam­ félaginu, hvort Guðlaugur Þór Þórðarson eða Bjarni Benediktsson sigrar í slagnum um formann Sjálf­ stæðisflokksins. Þetta segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur, sem spáir því að ríkisstjórnarsamstarfið gæti laskast ef Guðlaugur Þór sigrar. „Ef Bjarni tapar og dregur sig í hlé mun það þýða endurmat á stjórnar­ samstarfinu,“ segir Stefanía. Ef Guðlaugur vilji lækka skatta í sam­ ræmi við yfirlýsingar og draga úr ríkisútgjöldum, þá rími það ekki endilega við stjórnarsáttmálann. „Það er mjög mikið undir og ég er undrandi á þessu framboði Guð­ laugs Þórs. Það væri allt annað uppi á teningnum ef það drægi að alþingiskosningum eða ef Bjarni hefði íhugað að stíga til hliðar.“ Einstætt er að sitjandi formaður Sjálfstæðisf lokksins hafi fengið mótframboð sem sitjandi oddviti í ríkisstjórn, að sögn Stefaníu. Er Davíð Oddsson lagði Þorstein Pálsson, var Sjálfstæðisflokkurinn utan ríkisstjórnar og kosningar fram undan. Þegar Bjarni bauð sig fram til for­ manns árið 2009 voru vísbendingar um að Geir Haarde ætlaði að draga sig í hlé. Bjarni vann Kristján Þór Júlíusson í slag og hafði í tvígang betur síðar, eftir mótframboð frá Pétri Blöndal og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Styrkur Bjarna Benediktssonar felst í því, að sögn Ólafs Þ. Harðar­ sonar stjórnmálafræðings, að Bjarni hefur leitt f lokkinn óslitið í ríkisstjórn frá 2013. Ólafur segir vísbendingar um að Guðlaugur Þór meti sigurmöguleika sína all­ nokkra. „Maður myndi ætla að Guð­ laugur ætti undir högg að sækja, í ljósi þess mikla árangurs Bjarna að tryggja f lokknum sæti í ríkisstjórn svo lengi,“ segir Ólafur. „En það er varasamt að vanmeta Guðlaug. Hann er með mjög öf lugan her stuðningsmanna og líklegt að hann hafi kortlagt landsfundar fulltrúa vel. Mér þykir líklegt að Guðlaugur telji að hann eigi þokkalega mögu­ leika, að vinna, eða tapa með litlum mun.“ Fæstir Sjálfstæðismenn sem Fréttablaðið hefur rætt við vilja tjá sig opinberlega, en f leiri hallast að því að Bjarni muni hafa sigur á landsfundi f lokksins um helgina. Í Fréttavaktinni á Hringbraut í gærkvöldi kom fram hjá Guð­ laugi Þór að honum hefði fundist miður þegar Bjarni tjáði sig um að hann myndi hætta ef hann tapaði. Bjarni sagðist í þættinum berjast til sigurs. n Segir sigur Guðlaugs Þórs geta veikt stjórnina Mér þykir líklegt að Guðlaugur telji að hann eigi þokkalega möguleika. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur Alls konar kynjaverur hafa verið að hlaupa um höfuðborgarsvæðið í leit að grikk eða gotteríi að undanförnu, en Hrekkjavakan var í gær. Við Sundlaugarveginn í Laugardal birtust skyndilega tvær risaeðlur og ein furðuvera í miklu stuði. Eins gott að einn pabbinn var með – þó málaður væri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.