Fréttablaðið - 01.11.2022, Síða 4

Fréttablaðið - 01.11.2022, Síða 4
Við hjá Asco Harvester erum að meta stöðuna. Sigurður Pétursson, stjórnarformaður Ef þér eru dæmdar bætur ertu sennilega ekki að fara að sjá neitt nema það sem ríkið borgar. Gísli Rafn Ólafs- son, þingmaður Pírata JEEP.IS • ISBAND.IS PLUG-IN HYBRID RAFMAGNAÐUR OG VATNSHELDUR EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Farðu yfir ár og vötn af festu og öryggi með Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid. Rafmagnaður kraftur hvert sem leið þín liggur. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 bth@frettabladid.is STYKKISHÓLMUR Í niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að sveitarfélög- um beri að sýna varkárni ef nýta á undanþágur frá skipulagslögum er lúta að deiliskipulagi og grenndar- kynningu. Hvorugt var viðhaft með full- nægjandi hætti að mati nefndarinn- ar, eins og Fréttablaðið greindi frá síðastliðinn laugardag. Úrskurðar- nefndin féllst á rök íbúa sem kærðu ákvarðanir Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar frá 18. ágúst á þessu ári, þegar veitt var byggingar- leyfi fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni Nesvegi 22A, þar sem verksmiðjan átti að rísa. Úrskurðarnefndin felldi byggingarleyfið úr gildi síðastliðinn föstudag. Voru jarðvegsframkvæmdir stöðv- aðar umsvifalaust í kjölfarið. Þangvinnslufyrirtækið sem um ræðir nefnist Asco Harvester. Það ætlaði sér að vinna úr sjávarþangi og skapa tugum fólks atvinnu, sem eru helstu rök þess að bærinn veitti fyrir- tækinu flýtimeðferð, að sögn forseta bæjarstjórnar í Stykkishólmi. All- margir íbúar óttuðust lyktarmengun og vildu koma verksmiðjunni út úr bænum. „Það er ljóst að Úrskurðar- nefndin er að skuldbinda Stykkis- hólmsbæ til að deiliskipuleggja full- byggt atvinnusvæði,“ segir Sigurður Pétursson, stjórnarformaður Asco Harvester, inntur viðbragða við úrskurðinum. Hann segir að flest minni bæjarfélög hafi reynt að deili- skipuleggja óbyggt atvinnusvæði og laða þannig að frekari atvinnu- uppbyggingu. „Við hjá Asco Harvester erum að meta stöðuna. Markmið okkar og framtíðarsýn er skýr: Að byggja upp sjálfbæra öflun og fullvinnslu sjávar- þörunga. Nú er bara spurningin hvar við setjum upp aðstöðu okkar,“ segir Sigurður. n Asco Harvester skoðar stöðu sína í kjölfar úrskurðar Gerendur í ofbeldismálum og öðrum afbrotum sleppa að mestu leyti við greiðslu bóta til þolenda sinna. Ríkið hefur takmarkaðar leiðir til inn- heimtu. kristinnhaukur@frettabladid.is DÓMSMÁL Ætla má að nærri tveir milljarðar króna lendi á ríkissjóði vegna bóta sem þolendur af brota ættu að fá frá gerendum sínum. Málunum fjölgar ár frá ári og bæturnar hækka, en innheimtan gengur illa. „ A llur meg inþor r i bótaf jár kemur frá ríkinu en ekki úr vasa tjónvalds. Ég veit ekki nákvæmlega hlutfall þess sem er endurheimt en þykir líklegt að það séu aðeins fáein prósent,“ segir Halldór Þormar Halldórsson, ritari Bótanefndar hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, sem fer með málaflokkinn. Samkvæmt nýlegu svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafsson- ar, þingmanns Pírata, kom fram að um 2 milljarðar hafi verið greiddir til þolenda á 20 ára tímabili. Árið 2021 var metár þegar rúmar 197 milljónir voru greiddar út. Halldór segir umsóknirnar hafa verið um 500 á ári undanfarið en hann býst við öðru metári, því 100 umsóknir hafi borist í september og október. Af þessum 2 milljörðum eru 800 milljónir útistandandi hjá Inn- heimtumiðstöð sekta og sakar- kostnaðar og stór hluti var felldur niður fyrir rúmum 10 árum þegar innheimtan var færð frá Fjársýslu ríkisins. Halldór segir margar kröf- ur fyrnast eða séu taldar vonlausar. „Viðurlögin eru engin,“ segir Hall- dór, aðspurður um hver refsing sé fyrir tjónvald að greiða ekki bæt- urnar. Kröfurnar séu einkaréttar- kröfur. „Ef viðkomandi á einhverjar eignir er hægt að gera fjárnám í þeim. Árangurslaust fjárnám getur leitt til gjaldþrots en það er lítið upp úr því að hafa ef tjónvaldur á ekk- ert. Þá fylgir því aðeins kostnaður.“ Á fimm ára tímabili árin 2012 til 2016 bárust Bótanefnd 1.500 umsóknir. Árin 2017 til 2021 voru þær 2.500. Stærstur þáttur í þessu er aukning kynferðisbrota og heim- ilisof beldismála sem séu nú um helmingur málanna, en voru undir 20 prósentum á árum áður. „Málunum er að fjölga og bæt- urnar að hækka,“ segir Halldór. Fjárlagaliður er ákveðinn á hverju ári en hefur verið óraunhæfur. „Þetta fer yfirleitt langt fram úr fjár- lögum,“ segir hann. Gísli Rafn segir að tilkoma Bóta- nefndar árið 1996 hafi verið mikil réttarbót fyrir þolendur, en breyta þurfi kerfinu. Bæði þurfi innheimt- an að vera betri til þess að gerendur greiði þolendum sínum bæturnar, til dæmis í gegnum skattkerfið sem afdrátt af launum. Einnig að öll bótaupphæðin sé greidd. En í dag eru bætur ekki greiddar út nema þær nemi að lágmarki 400 þúsund krónum og að hámarki 3 milljónum fyrir miska og 5 milljónum fyrir líkamstjón. „Ef þér eru dæmdar bætur ertu sennilega ekki að fara að sjá neitt nema það sem ríkið borgar,“ segir Gísli. Ekki sé vitað hversu hátt þetta hlutfall sé af öllum umsóknum. Restina þurfi þolendur að sækja með einkamáli til gerenda sinna og það sé leið sem jafnvel réttargæslu- menn vara skjólstæðinga sína við í mörgum tilfellum, því það fáist hvort eð er aldrei borgað. n Gerendur sleppa við að greiða bætur Um tveir þriðju hlutar bóta eru greiddir út á grundvelli dómsúrskurðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR thorgrimurkari@gmail.com NORÐURLÖND Þing Norðurlanda- ráðs hófst í Helsinki í gær og stendur fram á fimmtudag. Fyrir Íslands hönd eru þar staddir allir aðalmenn Íslandsdeildar ráðsins, ásamt Birgi Ármannssyni forseta Alþingis og Steinunni Þóru Árna- dóttur, þingkonu Vinstri grænna og fulltrúa Vestnorræna ráðsins. Auk þeirra eru með í för þrír ráð- herrar, þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og við- skiptaráðherra. Að lok inni þingset ning u í dag fer fram leiðtogafundur for- sætisráðherra og stjórnarleiðtoga Norðurlanda. Er þar líklegt að breytt heimsmynd vegna stríðsins í Úkraínu verði til umræðu ásamt málefnum á borð við loftslagsmál, orkuvanda og stöðu velferðarmála eftir kórónaveirufaraldurinn. Að loknum fundinum og gesta- fyrirlestri Sauli Niinistö Finnlands- forseta, mun Katrín kynna for- mennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2023. n Norðurlandaráð fundar um breytta heimsmynd Guðmundur Ingi Guðbrandsson er Norðurlandasamstarfsráðherra í ríkisstjórn Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 4 Fréttir 1. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.