Fréttablaðið - 01.11.2022, Side 6

Fréttablaðið - 01.11.2022, Side 6
VERÖLD HVÍLDAR BETRA BAK – LEGGUR GRUNN AÐ GÓÐUM DEGI Verð 10.900 kr. www.betrabak.is STORMUR HEIL SUINNISKÓR Með NÍU svæða nuddinnleggi nærðu slökun og vellíðan sem dregur úr spennu og örvar blóðflæði. Heilsuinniskórnir eru fallegir, hlýir og einstaklega þægilegir. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 MJÓBAK & HRYGGUR NÝRU & HNÉ STUÐNINGUR VIÐ LANG- BOGANN & MJÓBAK LUNGU, HJARTA & FRAMRISTARBEIN ENNISHOLUR HÖFUÐ HÁLS AUGU EYRU 9 SVÆÐA NUDD- INNLEGG ÚR LEÐRI Verð 13.900 kr. SILKIKODDAVER 100% Mulberry silki með koparögnum. 50x70 cm. Hvítt, blátt eða grátt. JOOP RÚMFÖT Vönduð og glæsileg rúmföt. 100% egypsk bómull. Hnökrar ekki og er silkimjúk viðkomu. 140x200 cm. Verð frá 27.900 kr. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 Örfáir félagsmenn eru nú eftir í íslenska esperantó­ sambandinu sem selt hefur húsnæði sitt og reynir nú að finna bókakosti sínum fram­ tíðargeymslustað. gar@frettabladid.is MENNING „Þetta safn er mikil­ vægur hluti af sögu alþjóðahyggju á Íslandi,“ segir Benedikt Hjartarson, bókmenntafræðingur og stjórnar­ maður í Íslenska esperantósam­ bandinu, sem hefur ekki lengur bolmagn til að varðveita safn sitt af bókum og öðrum ritum. Að sögn Benedikts er um að ræða í kringum sex þúsund bækur og tímarit á esperantó frá ýmsum löndum. Íslenska esperantósam­ bandið sem haf i það hlutverk að varðveita og kynna tungumálið esperantó  á Íslandi, hafi nýlega selt húsnæði sitt á Skólavörðustíg 6b, þar sem félagsmenn réðu ekki við rekstur þess. Esperantistar sáu fyrir sér að safnið yrði best  geymt á Lands­ bókasafninu og leituðu þangað. „Þetta safn væri þá bæði varð­ veitt og með skráningu kannski aðgengilegra heldur en það hefur verið,“ segir Benedikt, sem kveður esperantista hafi boðist til að leggja fram fjármagn til að standa straum af kostnaðinum. „Þetta fór  í stuttu máli sagt  í strand á endanum. Kannski voru einkennilegustu svörin þau að þessar bækur hreyfðust svo lítið – sem er náttúrlega alveg hárrétt, en það er kannski einmitt þess vegna sem er mikilvægt að varðveita svona söfn,“ útskýrir Benedikt. Að sögn Benedikts er um að ræða rit sem eru mikilvæg fyrir rann­ sóknir á hreyfingu esperantista. „Þetta er hreyfing sem á ákveðn­ um tímabilum gegnir miklu og forvitnilegu hlutverki í alþjóða­ hyggju. Það eru til dæmis kaf lar í þeirri sögu sem hafa sterk tengsl inn í vinstri hreyfinguna,“ segir Benedikt. Ýmissa grasa kennir í safninu. „Eitt af því sem er einkenni á þessu sem alþjóðlegu safni, er að þar er mikið af bókum úr ólíkum áttum,“ segir Benedikt og nefnir þýddar bækur úr kínversku, búl­ görsku, ungversku og tékknesku sem dæmi. Einn helsti esperantisti Íslands er rithöfundurinn Þórbergur Þórðar­ son heitinn. Árið 2020 kom út íslensk þýðing Kristjáns Eiríksson­ ar á ýmsu sem Þórbergur skrifaði á esperantó á þriðja og fjórða tug tuttugustu aldar. Þar segir Bene­ dikt meðal annars vera greinar sem Þórbergur skrifaði í erlend tímarit um íslenskar bókmenntir, pólitík og samfélagsmál. Esperantisar þurfa f ljótlega að afhenda nýjum eiganda húsnæðið á Skólavörðustíg og enn er óljóst hvað verður um safnið. „Ætli það fari ekki í kassa og í geymslu í bili á meðan við reynum að finna út úr því,“ segir Benedikt Hjartarson. n Landsbókasafnið hafnar sex þúsund esperantóritum Benedikt Hjartarson í Íslenska esperantósambandinu við húsnæðið á Skóla- vörðustíg sem nú hefur verið selt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þetta fór í stuttu máli sagt í strand á end- anum. Benedikt Hjartarson, bók- menntafræðingur og stjórnar- maður í Íslenska esperantósam- bandinu thorgrimur@frettabladid.is DANMÖRK Danir halda á kjörstaði í dag til að kjósa nýtt þing og nýja ríkisstjórn. Aðdragandi þess að kosið er nú tengist ákvörðun Mette Frederiksen forsætisráðherra um að láta lóga öllum minkum í Danmörku árið 2020 eftir að kórónaveirusmit greindist í nokkrum minkabúum. Í skýrslu sem birt var í október sagði að þessi fjöldalógun hefði ekki staðist lög. Í kjölfar skýrslunnar skoraði Sofie Carsten Nielsen, leið­ togi Róttæka vinstriflokksins, á Fre­ deriksen að kalla til kosninga, ella myndi flokkurinn styðja vantrausts­ tillögu gegn stjórninni. Nielsen fékk sínu framgengt. Fyrrverandi forsætisráðherrann Lars Løkke Rasmussen, sem var við völd á árunum 2009 til 2011 og 2015 til 2019, hefur sett svip sinn á kosningabaráttuna. Hann stofnaði nýjan f lokk, Hófsemdarflokkinn (Moderaterne), með það gagngert að markmiði að brjóta upp blokka­ pólitík danskra stjórnmála og opna á möguleikann á samstarfi yfir miðju. Skoðanakannanir benda til þess að flokkur Løkke, sem mælist með um níu prósenta fylgi, gæti komist í oddastöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar, hvort heldur til hægri eða vinstri – og væri þá jafnvel ekki útilokað að Løkke gæti samið um forsætisráðherrastólinn á ný. Flokkur Løkke er ekki eina klofn­ ingsframboðið úr Venstre sem kann að gera sig gildandi eftir kosning­ arnar. Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra, stofnaði nýjan flokk, Danmerkurdemókrata. Líkt og nafnið gefur til kynna sver f lokkurinn sig í ætt við Sví­ þjóðardemókrata sem náðu miklum árangri í þingkosningum Svíþjóðar í september og styðja nú minnihluta­ stjórn hægriflokkanna þar í landi. Flokkurinn er fylgjandi strangri innflytjendastefnu og er tortrygginn í garð Evrópusambandsins. n Nýir flokkar skapa óvissu í dönsku þingkosningunum Lars Løkke Rasmussen gæti orðið forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA benediktboas@frettabladid.is  STJÓRNMÁL Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverf­ is­, orku­, og loftslagsráðherra, mætt­ ust á Fréttavaktinni í gærkvöldi. Bjarni sagði þar að framboð Guð­ laugs hefði ekki komið sér á óvart en fannst tímasetningin undarleg. „Tímasetningin kemur mér á óvart á þessum tímapunkti á kjör­ tímabilinu en hitt kemur mér ekki á óvart að fólk í Sjálfstæðisflokknum vilji láta til sín taka,“ sagði Bjarni. Guðlaugur benti á að hann væri ekki kominn í þáttinn til að gagn­ rýna sinn formann heldur frekar fara yfir það sem hægt væri að gera betur. Hann sagði jafnframt að hann hefði fundið fyrir miklum stuðningi frá aðilum sem hafi fjar­ lægst Sjálfstæðisf lokkinn en séu tilbúnir að snúa til baka nái hann kjöri. „Núna þegar þetta er komið fram þá er fólk sem er fyrir utan flokkinn og var hjá okkur, sem segir að ef þú verður kosinn formaður þá kem ég aftur heim. Mér þykir vænt um það,“ sagði Guðlaugur. Bjarni sagði aðspurður að Sjálf­ stæðisflokkurinn væri ekki klofinn. „En við getum sagt að það er deigla í Sjálfstæðisflokknum og þar er verið að vinna með það hvernig við ætlum að spila úr stöðunni hverju sinni og hverjir ætla að taka þátt í að móta framhaldið og leiða okkur inn í framtíðina. Þannig að við erum lifandi stjórnmálaafl og mér þykir mjög vænt um að sjá að það er kraftur í aðdraganda þessa fundar, það hefur vaknað líf úti um allt land,“ segir Bjarni. n Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki klofinn Bjarni og Guðlaugur Þór mættu á Fréttavaktina í gær á Hringbraut. 6 Fréttir 1. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.