Fréttablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 11
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 1. nóvember 2022 Flutt voru inn 123 tonn af graskerum fyrir hrekkjavökuna í fyrra. elin@frettabladid.is Víða má sjá grasker eftir hrekkja­ vökuna í gær. Grasker eru ómiss­ andi partur af því að halda illum öndum frá heimilinu á þessum degi. Siðurinn kemur upphaflega frá Keltum sem fögnuðu nýju ári 31. október. Til að halda illum öndum í burtu ristu þeir skelfileg ljósker úr rófum og settu fyrir utan dyr sínar. Á 19. öld fluttu þúsundir Kelta til Bandaríkjanna og tóku með sér luktarhefðina á þessum degi. Vandamálið var að rófur fengust ekki vestan hafs svo Keltar tóku upp á því að nota grasker í staðinn. Bandaríkjamenn hafa alltaf ræktað mikið af graskerum. Forn­ leifafræðingar hafa fundið út að grasker voru ræktuð þar í landi allt að 4.000 árum fyrir Krist. Langflest grasker eru æt en sum eru betri til matar en önnur. Þess vegna er þeim skipt í tvo flokka, matar­ grasker og skrautker. Risastórt grasker í Tívolíinu Vinsældir graskera hafa aukist jafnt og þétt og framleiðslan sömu­ leiðis. Í október í fyrra voru flutt inn hingað til lands 123 tonn af graskerum fyrir hrekkjavökuna. Stærsta grasker í Danmörku er í Tívolíinu í Kaupmannahöfn. Það er hvítt og vegur um 870 kíló. Heimsins stærsta grasker óx á Ítal­ íu og vegur 1,2 tonn. Það er hægt að nýta innvolsið úr graskerinu og fræin má þurrka og borða. n Vinsæl grasker Hjónin Lýður B. Skarphéðinsson og Elva Björk Sveinsdóttir eru eigendur Fætur toga og sérfræðingar í göngu- og hlaupagreiningum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Skódoktorinn fagnar sínum 75 þúsundasta viðskiptavini Það var hátíð í bæ hjá Fætur toga í liðinni viku þegar skódoktorinn Lýður B. Skarphéðins- son tók á móti viðskiptavini númer 75.000 í göngugreiningu. Fyrirtækið er leiðandi í göngugreiningu og tók á dögunum í notkun fullkomnasta búnað sem völ er á til verksins. 2 QUICK CALM Vellíðan - skerpa Fæst í Fjarðarkaup, www.celsus.is FLJÓTVIRKT FRÁBÆR MEÐMÆLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.