Fréttablaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinnovember 2022næsti mánaðurin
    mifrlesu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Fréttablaðið - 10.11.2022, Síða 6

Fréttablaðið - 10.11.2022, Síða 6
Tveir menn hafa setið í sjö vikur í varðhaldi í hryðjuverkamálinu. Ég lít á þetta sem spennandi verkefni fyrir þjóðina til að vinna úr. Guðlaugur Þór Þórðarson, um- hverfis-, orku- og loftslags- ráðherra Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti í gær stöðu og áskoranir sem fylgja friðlýstum svæðum. Þar kemur fram að meiri- hluti landsmanna er hlynntur gjaldi fyrir aðgang á friðlýst- um svæðum og þjóðgörðum. benediktarnar@frettabladid.is NÁTTÚRUVERND Í Kaldalónssal í Hörpu í gær fór fram kynning á skýrslu starfshóps Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, um stöðu og áskoranir í þjóðgörðum landsins og öðrum friðuðum svæðum. Á Íslandi eru rúmlega 130 frið- lýst svæði, þar af þrír þjóðgarðar og getur stjórnarfyrirkomulag á þeim verið með mismunandi hætti. Starfshópurinn var skipaður Árna Finnssyni, Guðrúnu Svanhvíti Magnúsdóttur og Sveinbirni Hall- dórssyni og var meginmarkmið þeirra að fá heildaryfirlit yfir mála- f lokkinn, meðal annars áætlanir um uppbyggingu innviða og skipu- lag stofnana sem reka svæðin. „Náttúran og loftslagsmálin eru stóru þættirnir hjá mínu ráðuneyti. Þegar við eigum í loftslagsmálum þá megum við aldrei gleyma nátt- úrunni og líffræðilegri fjölbreytni,“ sagði Guðlaugur Þór um skýrsluna. Mikið hefði breyst á skömmum tíma. „Sem er afskaplega jákvætt, það eru ekki bara útlendingar sem Margir landsmenn hlynntir gjaldi á friðlýstum svæðum Niðurstaða starfshópsins var kynnt í gær, en þar kom meðal annars fram að meirihluti landsmanna er hlynntur gjaldtöku fyrir þjónustu og aðgengi að frið- lýstum svæðum og þjóðgörðum landsins. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GUNNÞÓRA hingað koma til að njóta náttúr- unnar, heldur líka Íslendingar sem njóta hennar í auknum mæli,“ bætti ráðherrann við. Í skýrslunni voru taldir upp sautján lykilþættir sem varpa ljósi á helstu áskoranir í umhverfismálum á Íslandi. Þar á meðal er mikilvægi þess að samræma stjórnsýslu og skipulag þeirra stofnana sem reka friðlýst svæði, til að mynda með samstilltari gjaldtöku. Að því er fram kemur eru töluvert fleiri Íslendingar hlynntir gjaldtöku fyrir þjónustu og aðgengi á helstu ferðamannastöðum á friðlýstum svæðum og í þjóðgörðum en ekki. Starfshópurinn telur að þótt tölu- vert fjármagn renni til uppbygg- ingar innviða á friðlýstum svæðum sé enn þörf á að f lýta slíkri upp- byggingu til að takast á við fjölgun gesta. Mikilvægt er að gæta að þol- mörkum svæðanna, sem og þol- mörkum á fjölda ferðamanna sem koma til að njóta náttúrunnar. Þá sé þörf á að kanna hvaða frekari leiðir séu færar til að stýra fjölda gesta á vinsælum áfangastöðum Einnig telur hópurinn að mikil- vægt sé fyrir stjórnvöld að yfirfara og skilgreina betur almannarétt í náttúruverndarlögum, en þar má finna ákvæði um rétt almennings til frjálsrar ferðar um landið. Oft hafa komið upp deilur um gildi almannaréttar þegar honum er beitt í atvinnuskyni. „Ég lít á þetta sem spennandi verkefni fyrir þjóðina til að vinna úr og markmið okkar er að það sem við fáum að njóta, fái komandi kyn- slóðir að njóta líka. Þeir gestir sem hingað koma og vilja fá að upplifa það sem landsmenn geta daglega, að það verði aldrei þannig að nátt- úran beri skaða,“ sagði Guðlaugur Þór. Athygli vekur að starfshópurinn tók enga afstöðu til áforma ríkis- stjórnar um hálendisþjóðgarð, en ekki var sátt á meðal þingmanna stjórnarf lokkanna um stofnun þjóðgarðsins sem kveðið er á um í ríkisstjórnarsáttmálanum. n thorgrimur@frettabladid.is BANDARÍKIN Ekki eru öll kurl komin til grafar eftir kosningar á Bandaríkjaþing sem haldnar voru á þriðjudag. Kosið var um öll sæti fulltrúadeildar þingsins og tiltekin sæti öldungadeildarinnar. Kosningabaráttan litaðist af málum eins og hárri verðbólgu og rétti kvenna til þungunarrofs í kjöl- far ákvörðunar Hæstaréttar lands- ins um að slíkur réttur væri ekki stjórnarskrárvarinn fyrr á árinu. Í miðkjörtímabilskosningum er yfirleitt á brattann að sækja fyrir f lokk sitjandi forseta. Flokkur for- setans tapar nær alltaf þingsætum og stundum er tapið svo mikið að talað er um rauðar eða bláar „flóð- bylgjur“ eftir einkennislitum flokk- anna. Þetta gerðist í fyrstu miðkjör- tímabilskosningum bæði Baracks Obama og Donalds Trump árin 2010 og 2018, en þá töpuðu flokkar þeirra annars vegar 63 og hins vegar 41 sæti á fulltrúadeild þingsins. Margir stjórnmálaskýrendur höfðu talið kjöraðstæður vera fyrir „rauðri f lóðbylgju“ í kosningunum í ár. Joe Biden forseti nýtur ekki mikilla vinsælda og margir Banda- ríkjamenn hafa þurft að líða fyrir háa verðbólgu á síðasta ári hans á forsetastól. Þótti því mörgum við- búið að Demókrötum yrði refsað fyrir feilspor forsetans. Niðurstöðurnar gefa hins vegar nokkuð blendnari mynd. Kvöldið eftir kosningarnar hafði enn ekki verið skorið úr um það hvernig línur verða dregnar í fulltrúadeild þingsins, þar sem Demókratar hafa nú nauman meirihluta. Töluverðar líkur eru á að Repúblikanar hafi þann meirihluta af þeim en það að ekki hafi enn verið skorið úr um það með óyggjandi hætti þykir til marks um það að rauða f lóðbylgjan sem þeir vonuðust eftir hafi ekki skilað sér. Niðurstöðurnar í öldungadeild þingsins eru enn tvísýnni. Eftir síðustu kosningar skipuðust sætin jafnt milli f lokkanna og var hvor fyrir sig með fimmtíu þingmenn. Þar sem Kamala Harris varafor- seti fer með oddaatkvæði í öldunga- deildinni þýddi þetta hins vegar að Demókratar voru með afar nauman meirihluta. Enn er óljóst hvort Repúblikönum tekst að hafa þann meirihluta af Demókrötum eða hvort Demó- kratar ná jafnvel að bæta við hann. Mun það ráðast af lokaniðurstöðum í Nevada, Arizona og Georgíu. Áætlað er að blásið verði til ann- arrar umferðar í öldungadeildar- kosningunum í Georgíu, en þar þarf hreinan meirihluta til að vinna. Hvorki Raphael Warnock, sitjandi þingmaður Demókrata í ríkinu, né Repúblikaninn Herschel Walker voru komnir með meiri- hluta greiddra atkvæða kvöldið eftir kosningarnar. Því er hugsanlegt að íbúar Georg- íu fái í reynd að kjósa um meiri- hlutann á öldungadeildinni í heild sinni þegar önnur kosningaumferð verður haldin þar í desember. n Meirihluti vegur salt eftir þingkosningarnar thorgrimur@frettabladid.is BANDARÍKIN Þótt líta megi á kosn- ingarnar í Bandaríkjunum í gær sem varnarsigur Demókrata eru þó vissir ljósir punktar í myndinni fyrir Repúblikana, sér í lagi í Flórída. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, vann afgerandi endurkjör í ríkis- stjórakosningum þar auk þess sem Marco Rubio hélt sæti sínu á öld- ungadeildarþinginu. Þykir þetta til marks um að Flórída, sem jafn- an hefur verið talið „sveif luríki“ í bandarískum kosningum, sé í auknum mæli farið að halla sér að Repúblikönum. Gjarnan er litið á DeSantis sem vonarstjörnu Repúblikanaflokksins og sem vænlegt forsetaefni í kosn- ingum ársins 2024. Aðdáendur hans virtust gera sér grein fyrir þessu, því við sigurræðu hans á kosninganótt kyrjuðu sumir þeirra „Tvö ár í við- bót!“ þótt kjörtímabilið sé fjögur ár því ef DeSantis býður sig fram til forseta og vinnur árið 2024 verður hann að sjálfsögðu að segja af sér ríkisstjóraembættinu. Donald Trump, f y rr verandi Bandaríkjaforseti, kann að hugsa DeSantis þegjandi þörfina. Trump hefur dregið litla dul á áhuga sinn á nýju forsetaframboði árið 2024 og hefur brugðist illa við hugmyndum um samkeppni um útnefningu Repúblikanaflokksins. n DeSantis með pálmann í höndunum Ron DeSantis vann afgerandi endur- kjör sem ríkisstjóri Flórída og er með stærstu sigurvegurum kosninganna. Glatt var á hjalla á kosningavöku Kevins McCarthy, þingflokksleiðtoga Re- públikana á fulltrúadeildinni, sem vonast til þess að verða næsti forseti full- trúadeildarinnar. Meirihluti hans kann þó að verða smár í sniðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY lovisa@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Í dag verður farið fram á áframhaldandi gæsluvarð- hald yfir tveimur meintum hryðju- verkamönnum. Mennirnir eru báðir á þrítugsaldri og hafa setið í varðhaldi í nærri sjö vikur. Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður ann- ars mannsins og segir að krafan sé gerð á grundvelli almannahags- muna. Hann segir að dómari hafi sam- þykkt áframhaldandi varðhald á þessum grundvelli fyrir tæpum fjórum vikum og að Landsréttur hafi samþykkt það. „Þetta er sjálfstætt mat sem á sér stað í dag,“ segir Sveinn Andri. Framkvæmt var geðmat á báðum mönnunum en hann segist ekki geta tjáð sig um innihald þess að svo stöddu. „Vegir dómstólanna eru órann- sakanlegir og það má alltaf vona það besta. Ég mun, og minn umbjóðandi, mótmæla þessu harkalega. Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt. Lög- reglan er komin langt fram úr sjálfri sér að okkar mati og það er óskandi að dómurinn sjái það raungerast,“ segir Sveinn Andri. n Lögreglan komin langt fram úr sér Lögreglan lagði hald á mörg vopn þegar mennirnir voru handteknir. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI 6 Fréttir 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar: 247. tölublað (10.11.2022)
https://timarit.is/issue/426759

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

247. tölublað (10.11.2022)

Gongd: