Fréttablaðið - 10.11.2022, Síða 10

Fréttablaðið - 10.11.2022, Síða 10
10 Fréttir 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐINNRÁSIN Í ÚKRAÍNU FRÉTTABLAÐIÐ 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR Ekkert lát er á átökum í Úkraínu þótt ákveðin festa hafi færst á víglínurnar á síðustu vikum. Í gær bar það helst til tíðinda að Rússar til- kynntu að þeir hygðust hörfa með herafla sinn frá borginni Kherson í suðvesturhluta landsins. Kherson er eina úkraínska héraðs- höfuðborgin sem hefur fallið í hendur Rússa frá því að innrásin hófst og er jafnframt inni á því landsvæði sem Vladímír Pútín limaði formlega inn í rússneska sambandsríkið í september. Má því ætla að ákvörðun um að hörfa þaðan sé ekki tekin af geðþótta. thorgrimur@frettbladid.is Hildarleikurinn í Úkraínu heldur áfram Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, fylgist með herþjálfun úkraínskra hermanna á Englandi. Bretar hafa boðist til að þjálfa um 19.000 úkraínska hermenn í næði fjarri vígstöðvunum í heimalandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Íbúar Kænugarðs bíða á strætóstöð í niðamyrkri á mánu- dagskvöld. Rafmagnsleysi er orðið títt í úkraínskum borgum vegna árása Rússa á orkuinnviði landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Rússneski hershöfðinginn Sergej Súrovíkín, flytur skýrslu um stöðu mála í Kherson fyrir nafna sinn Sergej Shojgú, varnarmálaráðherra Rússlands. Áætlað er að rússneskir hermenn muni hörfa frá Kherson-borg yfir fljótið Dnjepr á næstu dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Úkraínumenn í Lvív í helgiathöfn við útför úkraínskra hermanna sem hafa látist í styrjöldinni. Rússneskir kommúnistar héldu upp á 105 ára afmæli rússnesku októ- berbyltingar- innar í Moskvu á mánudaginn. Þótt rússneski kommúnista- flokkurinn sé stjórnarand- stöðuflokkur að nafninu til eru langflestir flokksmeðlimir einarðir stuðn- ingsmenn inn- rásarinnar, enda er litið á stríðið í Úkraínu sem nýja viðureign gegn nasisma. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.