Fréttablaðið - 10.11.2022, Síða 15

Fréttablaðið - 10.11.2022, Síða 15
JAGUAR - LAND ROVER Hesthálsi 6-8 / 110 Reykjavík 525 6500 / jaguarlandrover.is Allir bílar sem merktir eru APPROVED hafa farið í gegnum gæðaferli notaðra Jaguar og Land Rover bíla. Sjón er sögu ríkari – komdu í reynsluakstur strax í dag. JAGUAR I-PACE EV320 SE Nýskr. 7/2021, ekinn 6 þús. km, rafmagn, sjálfskiptur. Verð: 10.490.000 kr. Rnr. 149047. RANGE ROVER VOGUE P400e Nýskr. 8/2019, ekinn 40 þús. km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Verð: 15.990.000 kr. Rnr. 334196. JAGUAR I-PACE EV400 HSE Nýskr. 7/2019, ekinn 32 þús. km, rafmagn, sjálfskiptur. Verð: 9.590.000 kr. Rnr. 421047. LAND ROVER Discovery Sport 150d Nýskr. 5/2020, ekinn 23 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð: 8.390.000 kr. Rnr. 149446. RANGE ROVER Sport HSE Dynamic P400e Nýskr. 4/2019, ekinn 114 þús. km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Verð: 10.890.000 kr. Rnr. 149457. JAGUAR F-PACE 180d Portfolio Nýskr. 3/2019, ekinn 44 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð: 7.990.000 kr. Rnr. 148334. NOTAÐIR LÚXUSBÍLAR SÝNINGARSALUR - HESTHÁLSI 6 E N N E M M / S ÍA / N M 0 1 3 2 3 3 J a g u a r n o t a ð ir 6 b íl a r 1 0 n ó v Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli VG hélt flokksráðsfund í haust og Sjálfstæðisflokkur landsfund um liðna helgi. Þögnin um stærstu málin, sem blasa við almenningi og atvinnu- lífi, var á báðum fundunum meira áberandi en það sem ályktað var. Sú þögn sýnir hvernig frjálslynd, hófsöm og klassísk borgaraleg pólitík hefur gufað upp í stjórnar- samstarfinu og vinstri pólitíkin er föst í blindgötu. Orkuöflunin Fyrir liggur að tvöfalda þarf orkuöflun ef markmið stjórnar- sáttmálans um græna iðnbyltingu og full orkuskipti á næstu sautján árum eiga að nást. Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með orkumálin í níu ár án þess að setja fram tímasetta áætlun um orkuöflun. Þetta er eitt af helstu viðfangs- efnum þjóðarinnar á næstu árum. Hvorugur þessara tveggja höfuð- flokka ríkisstjórnarinnar notaði þessa fundi með grasrótinni til þess að ræða og knýja á um skýra stefnu á þessu sviði. Leiðtogar beggja flokka láta duga að segja þjóðinni að njóta þeirra ákvarðana um hitaveitur og stórvirkjanir sem teknar voru fyrir áratugum. Þvingunarlögin Sú ákvörðun ríkisstjórnarflokk- anna að færa ábyrgð ríkissjóðs vegna ÍL-sjóðs yfir á lífeyrisþega og sparifjáreigendur minnir á þá aðferðarfræði við fjármála- snúninga á einkamarkaði, sem afhjúpaðist í hruninu og er enn fyrir dómstólum. Um leið er ákvörðunin ein- hver mesta atlaga stjórnvalda að sparnaði sjálfstæðrar millistéttar í landinu frá því hann brann óverð- tryggður upp í 80 prósent verð- bólgu. Ríkisstjórnin ætlar að afgreiða þvingunarlögin fyrir jól. Aðgerðin hefur því augljóslega verið lengi í undirbúningi. Samt var hún ekki kynnt fyrir flokksráði VG. Hitt er þó enn eftirtektarverðara að þingflokkur sjálfstæðismanna óskaði ekki eftir stuðningi lands- fundar við væntanleg þvingunar- lög. Sennilega eru þau ekki nógu lystaukandi til að bera á borð í lýðræðisveislu. Heilbrigðisáætlunin Heilbrigðismálin hafa verið í uppnámi öll fimm árin, sem ríkis- stjórnin hefur setið. Fyrir þremur árum náði hún þó samstöðu með stjórnarandstöðunni um heilbrigð- isáætlun til 2030 og enn fremur um krabbameinsáætlun til sama tíma. Þessi plögg eru hins vegar dauður bókstafur ofan í skúffu. Ástæðan er sú að hvorug áætlunin hefur verið tengd við fjármála- áætlun og hvorug þeirra hefur verið tímasett. Hvorki VG né Sjálfstæðisflokkur- inn sáu ástæðu til að ræða og álykta um mikilvægi þess að tengja þessar áætlanir við veruleika fjár- málaáætlunar. Skuldavandinn Vaxtagjöld ríkissjóðs eru tvöfalt hærra hlutfall af þjóðarframleiðslu en hjá skuldugustu ríkjum Evrópu og fimmfalt hærri en á öðrum Norðurlöndum. Þetta er helsta ástæðan fyrir fjárhagsþrengingum heilbrigðiskerfisins. Vaxtaálag á skuldabréf ríkissjóðs er verulega hærra en í Bretlandi. Það heitir jafnvægi hér en Bretar telja það til marks um að þeir séu á bjargbrúninni. Orkuverðið hefur risið upp í himinhæðir í grannlöndunum meðan það er óbreytt hjá okkur. Samt er verðbólgan jafnhá hér. Atvinnulífið gagnrýnir ríkis- stjórnina fyrir að kynda undir verðbólgu með of litlu aðhaldi og að færa skuldavandann yfr á næstu ríkisstjórn. Engar umræður fóru fram á fundum flokkanna tveggja um þennan grundvallarvanda í þjóðarbúskapnum, fyrir utan lof- orð fjármálaráðherra um umtals- verða skattalækkun án lækkunar útgjalda. Samkeppnisvandinn Í vor birti Viðskiptaráð vandaða alþjóðlega samanburðarkönnun svissnesks háskóla, sem sýndi að Ísland situr verulega fyrir neðan önnur Norðurlönd á listanum. Þegar kemur að samkeppnis- hæfni í alþjóðaviðskiptum og erlendri fjárfestingu situr Ísland í botnsætunum. Þetta veikir þekk- ingariðnaðinn og stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Enginn bjóst við að þessi alvar- lega staða yrði rædd á flokksráðs- fundi VG. En það kom verulega á óvart að landsfundur Sjálfstæðis- flokksins lét eins og vandinn væri ekki til. Sóknarfærin Kjarni málsins er sá að stærstu óleystu grundvallarmál sam- félagsins eru í kyrrstöðu á borði ríkisstjórnarinnar og þau eru ekki í alvöru sett á dagskrá þegar ráð- herrarnir leita eftir málefnalegu umboði hjá grasrótinni. Hlutleysi milli VG og Sjálfstæðis- flokks hentar Framsókn vel. Samfylkingin ákvað svo á ný- afstöðnum landsfundi að kjarna málflutning sinn um skattahækk- anir til að leysa velferðarvandann og ganga þannig út úr þeirri blind- götu með vinstri pólitíkina, sem VG hefur fest hana í. Tómarúm frjálslyndrar, hóf- samrar og klassískrar borgaralegr- ar pólitíkur við ríkisstjórnarborðið skapar aftur sóknarfæri fyrir Við- reisn á komandi landsfundi. n Borgaraleg pólitík í tómarúmi FIMMTUDAGUR 10. nóvember 2022 Skoðun 15FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.