Fréttablaðið - 10.11.2022, Side 18

Fréttablaðið - 10.11.2022, Side 18
Hér er Sólrún í kjól frá ASOS, skóm frá Vamsko og með skart frá Indiska, Skull&Bone, Spáni, Krít og Etsy. Og auðvitað líka í uppáhaldsjakkanum. brynhildur@frettabladid.is Hvar kaupir þú oftast föt? „Ég reyni að kaupa notuð föt þegar ég get og hef gaman af fatamörkuðum á borð við Rauða krossinn, loppuverslanir og f leira í þá veru. Mér finnst líka gaman að sauma sjálf og þá helst úr „deadstock“-efnum. Dead- stock-efni eru efni sem hafa verið framleidd en ekki notuð og það er heill heimur af dásam- legum vintage-efnum á netinu. Ein af mínum uppáhaldsfata- verslunum, The Emperor’s Old Clothes, starfar einmitt þannig að verslunin kaupir gamla lagera af efnum, ljósmyndar og birtir á netinu. Viðskiptavinir velja sér efni, skrá sínar stærðir á síðu verslunarinnar og velja sér f lík af fyrirfram ákveðnum lista. Flíkin er síðan saumuð eftir máli og send kaupandanum í endurnotuðum umbúðum, hún passar fullkom- lega og klæðskerarnir fá mann- sæmandi laun fyrir.“ Eitthvert sérstakt tímabil sem þú tengir við í tískunni? „Í rauninni tengi ég ekki við neitt eitt tímabil frekar en annað. Ég fór í gegn um tískusöguna sem unglingur og átti mér tímabil tengt hverjum áratug; f lapper- tímabil, rokkabillí-tímabil, tímabil þar sem ég gekk í fötum móður minnar frá níunda ára- tugnum (henni ýmist til ama eða skemmtunar) og um tíma gekk ég meira að segja í fötum saumuðum af langömmusystrum mínum sem áttu og ráku Tískuverzlunina Regínu á Akureyri um miðja síðustu öld. Þessa stundina er ég á kafi í litríkum, sækadelískum mynstrum áttunda áratugarins og þegar tekur að dimma meira dreg ég fram svörtu goth-flíkurnar, keðjurnar og stóru hetturnar.“ Ég klæðist fötum, ekki þau mér Hvernig föt kaupir þú oftast? „Ég kaupi föt sem passa. Mér finnst mikilvægt að við reynum ekki að passa í fötin heldur eiga þau að passa okkur. Ég hef varla tölu á því hve oft ég hef ætlað „bara rétt aðeins að breyta líkamanum svo ég passi í þessar buxur“ í stað þess að finna þeim nýjan eiganda og finna mér föt sem þjóna mér en ekki öfugt. Það er lífsins ómögulegt að ætla að breyta sér fyrir hverja einustu f lík og ýtir ekki undir sjálf bæran eða stöðugan lífsstíl. Ég klæðist fötunum, ekki þau mér.“ Klæðir þú þig á ólíkan hátt eftir tilefni? „Það sem ég varð leið þegar ég komst að því að hægt væri að vera of fín fyrir tilefnið. Það lærði ég um þrettán ára gömul, þegar ég kom heim úr afmælisveislu frændsystkinis míns en þangað fór ég íklædd svörtum axlaberum kjól sem ég hafði erft frá móður- systur minni. Móðir mín hafði ekki verið heima þegar ég valdi mér föt og faðir minn hafði ekkert út á það að setja að dóttirin færi í barnaafmæli í djammkjól. Það má því segja að ég eigi mér langa sögu þess að vera ekki klædd í neinu samræmi við tilefnið. Sem klassísk söngkona er það að sjálf- sögðu mikilvægt að eiga tónleika- og sýningarföt en það mætti vera f leira í skápnum mínum sem brúaði bilið milli kvöldklæðnaðar og hlaupabuxna.“ „Patcha“- jakkinn var ekki merkilegur í upphafi en ber nú hljóm- sveitarmerki, pólitískar yfirlýsingar og fleira. Hann vekur yfirleitt lukku, jafnvel hjá hörðustu töffurum, að sögn Sólrúnar. Ég kaupi föt sem passa. Mér finnst mikilvægt að við reyn- um ekki að passa í fötin heldur eiga þau að passa okkur. Sólrún Hedda Benedikz, söngkona Finnst þér skemmtilegt að kaupa föt? „Það fer svo afskaplega mikið eftir aðstæðum. Það getur verið erfitt að finna þau föt sem mann vantar á meðan ópraktískari hlutir stökkva á mann úr hillunum. Við bestu aðstæður getur það verið skemmtilegt en það getur líka verið hreinasta martröð.“ Finnst þér gaman að klæða þig upp á/vera í skemmtilegum fötum? „Mér finnst það frábært en finnst þó ekki síður skemmtilegt að sjá aðra klædda í skrautleg og skemmtileg föt. Ég reyni að fá innblástur á samfélagsmiðlum með því að fylgja fólki með áhuga- verðan stíl, yfirleitt maximalískan. Mér finnst fátt skemmtilegra en að blanda saman afgerandi mynstr- um svo jaðrar við siðrof og kaupi gjarnan skærlitar flíkur, þegar ég finn þær. Svo legg ég mikið upp úr því að vera í skærlitum sokkum, helst aldrei samstæðum.“ Hver er uppáhaldsf líkin þín? „Ég hugsa að „patcha“-jakk- inn minn hljóti að vera í mestu uppáhaldi. Ég fékk hann upphaf- lega bara á netinu, þetta var ekki merkilegur jakki í grunninn, en ég hef síðan fest á hann bætur og merki héðan og þaðan; hljómsveit- armerki, pólitískar yfirlýsingar og fleira. Hann vekur yfirleitt lukku, jafnvel hjá hörðustu töffurum, þótt hann sé óhefðbundinn af „patcha“- jakka að vera. Hljómsveitirnar eru úr öllum áttum og merkin alger- lega ósamstæð en mér þykir hann lýsa mér svo vel.“ Áttu þér uppáhaldshönnuð? „Ég heillast af draumkenndum, flæðandi kjólum frá Loud Bodies en þeir eru í öllum stærðum og sjálfbærni er í forgrunni fram- leiðslunnar. Sem forfallinn Finn- landsfíkill er ég að sjálfsögðu líka hrifin af Marimekko og finnska skómerkinu Vamsko. Nýverið upp- götvaði ég líka, í gegn um finnska vinkonu, hönnuð að nafni Miia Halmesmaa sem hannar, auðvitað, draumkennda og flæðandi kjóla sem náðu athygli minni um leið. Annars er eina merkið sem ég held tryggð við ekki fatamerki heldur keramikmerki en ég er afar veik fyrir notuðum Arabia-munum. Þegar ég leita mér að sniðum fyrir eigin saumaverkefni sæki ég gjarnan í vefverslun Helen’s Closet þar sem hægt er að kaupa stafræn snið og prenta í þeirri stærð sem hentar. Ég er með nokkur verkefni í vinnslu eins og er, f lest af þeirri síðu. Svo bregst ekki hannyrða- hornið á Borgarbókasafninu í Grófinni, þessa dagana er ég með á leigu bók með prjónahönnun Stephen West sem mig klæjar í fingurna að prjóna upp úr, litirnir og mynstrin í hönnun hans höfða sterkt til mín.“ Hvar kaupirðu föt? „Bæði á mörkuðum með notuð föt og á netinu, en í dag kaupi ég gjarnan föt í versluninni Curvy. Flestar venjulegar verslanir hafa ekki föt í stærðum sem passa mér og Curvy hefur reynst mér alger lífsbjörg undanfarin ár. Svo var ég nýverið búsett í Finn- landi þar sem ég uppgötvaði að notuð föt fást í mun fleiri stærðum en sjást í verslunum hérlendis. Ég hugsa reglulega með söknuði til Uff Second Hand búðanna í Turku og Helsinki, þar sem ég fékk mikið af mínum uppáhaldsflíkum.“ Veik fyrir skrýtnu skrauti Ertu veik fyrir aukahlutum? „Ég er veik fyrir öllu skrauti sem er dálítið skrítið. Ég á minn dreka- sjóð af skartgripum; hálsmenum með kristöllum, eyrnalokkum úr dýrabeinum og öllu sem fangar auga mitt. Ég á minna af töskum og legg meira upp úr að eignast gerðarlegar töskur sem endast vel því það er ekki endalaust pláss á heimilinu. Ég er því yfirleitt með rauða leðurbakpokann minn, sem ég keypti á leðurstrætinu í Chania á Krít fyrir níu árum, á bakinu eða eiturgræna Marimekko-tösku á öxlinni.“ Hvað kaupirðu þó að þú eigir nóg af því? „Í gegn um tíðina hefur svarið við þessu alltaf verið kjólar, og þá sér í lagi fínir kjólar. Ég veit að ég gæti komist af með einn eða tvo kjóla en það virðist ekkert geta stoppað mig þegar kemur að fal- legum, helst óvenjulegum, kjólum. Aukastig ef þeir eru úr flaueli!“ Áttu uppáhaldsskó? „Úff, það er af illri nauðsyn. Ég er með svo hryllilega breiða fætur að ég klæðist helst aldrei neinu nema hermannastígvélum. Þau eru nánast orðin mitt „state- ment piece“ en ég hef til dæmis átt sömu rauðu stígvélin síðan 2013. Ég hef meðal annars gengið fjöll í Færeyjum í þeim, sungið á klass- ískum sönghátíðum, farið í mosh pit á black metal-tónleikum og allt þar á milli. Þau eru þó komin með sterkan keppinaut eftir að ég uppgötvaði finnska merkið Vamsko en núna á ég dýrleg, ljósbleik hermannastígvél frá þeim.“ n S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB SKOÐIÐ LAXDAL.IS kr. 67.900 Klassískar dúnúlpur frá 2 kynningarblað A L LT 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.