Fréttablaðið - 10.11.2022, Side 26

Fréttablaðið - 10.11.2022, Side 26
Hjá Systur&Makar er íslensk hönnun og framleiðsla í for- grunni. Aðalsmerki verslun- arinnar er fatamerkið Volc- ano Design, en heiður af því á hönnuðurinn og eigandinn Katla Hreiðarsdóttir. „Þegar ég kom heim úr innanhúss­ námi í Barcelona 2008 var efna­ hagshrunið í fullum gangi og Guð vinsamlegast beðinn um að blessa Ísland. Ég var því ansi hrædd um að lítið yrði um ráðningar á arki­ tektastofu fyrir óharðnaða hönn­ uði eins og mig og lét því reyna á gamlan fatahönnunardraum. Í fyrstu var það bara lítil hugmynd sem ég bjóst ekki endilega við að myndi lifa mjög lengi, en hér er ég enn, fjórtán árum síðar, og enn að hanna og framleiða allar mínar vörur á Íslandi. Saumastofan er á sama stað og verslunin, sem gerir að verkum að við getum stytt flíkur með stuttum fyrirvara, nú eða þá lagað að ósk kúnnans, ef þörf krefur.“ Þetta segir Katla Hreiðarsdóttir sem á dögunum fagnaði fjórtán ára starfsafmæli Volcano Design með heljarinnar fermingarveislu. „Fermingaraldurinn miðast við fjórtán ár svo mér datt í hug að blása til fermingarveislu þar sem gestum og gangandi var boðið í kökuboð með rjómatertu, kransaköku og tilheyrandi. Við drógum einnig út nokkra heppna viðskiptavini sem hlutu forláta fermingargjöf í verðlaun svo þessi veisla var tileinkuð bæði verslun­ inni og viðskiptavinum okkar, því án þeirra væri merkið nú ekki á lífi!“ segir Katla hress. Konum þarf að líða vel Volcano Design er orðið rótgróið fatamerki í íslensku hönnunar­ flórunni og finnast vörur þess víða í skápum íslenskra kvenna. „Merkið einkennist af klæðileg­ um og góðum sniðum sem henta vel hinni metnaðarfullu, íslensku valkyrju. Ég hugsa hönnina svo­ lítið fyrir konur eins og mig: konur sem eru oft á hlaupum að sinna hinu og þessu, en þeim á að líða vel í því sem þær eru því þannig líta þær best út. Þetta er þægilegur og smart fatnaður sem er auðvelt að dressa upp og niður, og hentar svo ótalmörgum tilefnum,“ segir Katla í óðaönn á saumastofunni sinni. Stærðirnar hjá Volcano Design eru jafnframt svolítið óhefð­ bundnar en Katla ákvað strax að láta utanaðkomandi stærðarskala ekki hefta sig og bjó til sinn eigin. „Í minni verslun er ég sjálf í stærðinni S (sirka 42­44), af því ég einfaldlega ræð! Svo geri ég stærðir 1, XS, S, M og XM, en ég geri ekki stærð L. Stærðarmiðar hafa nefni­ lega alltof oft slæm áhrif á líðanina og ef ég get á einhvern hátt haft jákvæð áhrif á þetta, þá geri ég það á minn hátt.“ Jákvæð og umhverfisvæn sjöl Verslunin Systur&Makar selur einnig vörur annarra hönnuða. Þar má nefna skart frá Kristu systur Kötlu, leðurtöskur frá PomPom London, íslensk og erlend ilmkerti og ýmislegt fleira. „Endurunnu fjölmenin frá Kol­ brúnu Ýri eru einnig mjög vinsæl og víðs vegar um verslunina má finna hluti sem einkennast af nýtni og endurvinnslu,“ upplýsir Katla. Hennar uppáhaldsvara í Systur&Makar er OK­bútasjal. „Mér finnst OK­sjölin sérlega vel heppnuð en þau eru samvinnu­ verkefni okkar mömmu sem er óttaleg uppspretta hugmynda. Um er að ræða bútasjal sem er unnið úr afskurði og efnisafgöngum, en heitið er dregið af Oki, fyrsta íslenska jöklinum sem hvarf. OK­ Hélt fermingarveislu fyrir 14 ára fatamerkið sitt Katla Hreiðarsdóttir, hönnuður og kaupkona í Systur&Makar, segir konur líta best út þegar þeim líði vel í fatnaði eins og frá Volcano Design. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Katla hélt fermingarveislu fyrir Volcano Design með kransaköku og tertum. MYND/AÐSEND OK-bútasjölin eru í miklu dálæti hjá Kötlu í Systur&Makar, en þau hannaði hún í samstarfi við mömmu sína, úr afskurði og efnisafgöngum. MYND/AÐSEND bútasjölin eru hlý, hvert og eitt þeirra er einstakt, þau eru praktísk og framleiðsla þeirra spornar við landfyllingu sem annars yrði úr efnisafgöngunum. Sjölin eru því jákvæð, umhverfisvæn og falleg í senn,“ segir Katla. Fjörugt aðventupartí í beinni Katla hefur yndi af því að fara óhefðbundnar leiðir að markaðs­ setningu. „En það er líka vegna þess að ég hef einstaklega gaman af hvers kyns brasi. Þeir vita það best sem fylgja mér á Instagram @syst­ urogmakar, að það er afar sjaldan lognmolla í kringum mig. Næst á dagskrá er aðventuþáttur í beinni útsendingu sem við höldum nú í annað sinn þann 1. desember en í fyrra gekk svo glimrandi vel að við ákváðum að kýla á nýjan þátt,“ segir Katla og útskýrir hvernig aðventuþátturinn virkar. „Vikurnar fyrir þátt geta áhorfendur tekið þátt í happ­ drætti á heimasíðunni okkar og fundið þar köngla sem eru faldir hér og þar. Dregið verður svo úr innsendum lausnum í beinni. Einnig fæ ég til mín góða gesti, það verður förðunarkennsla og tónlistaratriði, ég sýni mátanir og fer í heimsókn og ótalmargt f leira. Þetta verður því smekk­ fullur skemmtiþáttur sem allir geta horft á, hvar sem er og á fríu streymi. Í fyrra horfðu f leiri þús­ und manns á þáttinn og tóku þátt í partíinu og gleðinni,“ upplýsir Katla full tilhlökkunar en nánari upplýsingar koma á systurog­ makar.is þegar nær dregur. Singles’ Day í Systur&Makar nú verður sá stærsti hingað til. „Við erum með meira úrval en nokkru sinni og bjóðum 10 til 40 prósenta afslátt af vörunum okkar. Þess má geta að Singles’ Day er eini afsláttardagurinn sem Systur&Makar taka þátt í og í ár ákvað ég að hafa hann einstak­ lega grand til að gefa sem f lestum kost á að versla á sérstaklega góðu verði. Tilboðin opnast frá hádegi í dag, fimmtudaginn 10. nóvember, og standa til mið­ nættis 11. nóvember.“ n Systur&Makar eru í Síðumúla 21. Sími 588 0100. Skoðið æðisleg Singles’ Day-tilboð í vefverslun- inni systurogmakar.is. Singles’ Day er eini afsláttardagurinn hjá Systur&Makar og í ár ákvað ég að hafa hann einstaklega grand til að gefa sem flestum kost á að versla á sérlega góðu verði. Katla Hreiðarsdóttir 6 kynningarblað 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGURSINGLES’ DAY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.