Fréttablaðið - 17.11.2022, Side 1
Maður upplifir sig bara
sem vonda karlinn,
það er bara þannig.
Daði Hjálmarsson, útgerðarstjóri
KG Fiskverkunar
2 5 2 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 1 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 2
Dan Brown á
Iceland Noir ’23
Trommar upp
tíu ára afmæli
Menning ➤ 30 Lífið ➤ 34
Opið allan
sólarhringinn
Í Nettó Mjódd
og Granda
Stjórnendur í sjávarútvegi
upplifa eigið starfsum-
hverfi mun óvinveittara en
oftast kemur fram í opinberri
umræðu. Þingmenn til vand-
ræða, segir útgerðarmaður.
bth@frettabladid.is
SJÁVARÚTVEGUR Æðstu stjórnendur
stærstu útgerðarfyrirtækja á Íslandi
eru mjög óánægðir með starfsum-
hverfi sitt. Þetta sýnir ný rannsókn
sem Kristján Vigfússon, kennari við
Háskólann í Reykjavík, hefur unnið
og birtist í tímaritinu Marine Policy.
Hávær og neik væð pólitísk
umræða um sjávarútveg og þar með
óvissa um framtíð greinarinnar
hefur mikil og vond áhrif að mati
útgerðarmannanna. Ein ástæða
kvótasamþjöppunar er óvissa sem
skapast í kringum kosningar.
Daði Hjálmarsson, útgerðarstjóri
KG Fiskverkunar, sem situr í stjórn
Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
sagðist tengja vel við niðurstöður
rannsóknarinnar þegar Frétta-
blaðið bar þær undir hann.
„Maður upplifir sig bara sem
vonda karlinn, það er bara þannig,“
segir Daði.
Hann segir að ekki síst vegna
umræðu alþingismanna sé hallað á
útgerðarmenn að ósekju.
„Mér finnst umræða um að kerfið
sé óréttlátt vera mjög vitlaus. Ég
lendi oft í að þá er verið að vísa til
einhvers sem gerðist löngu áður en
ég fæddist,“ segir hann.
Daði staðfestir það sem fram kom
í viðtölum við vinnslu rannsóknar-
innar að langflestar sölur á kvóta
séu nálægt alþingiskosningum
vegna óvissu. Þetta sé ein ástæða
þess að minni útgerðarmenn séu
ekki fleiri en raun ber vitni.
Þá nefnir Daði það sem hann
kallar „spillingarpotta“ stjórn-
málamanna. Þar á Daði við sér-
tækan byggðakvóta sem að hans
sögn virkar öfugt og skaðar orðspor
greinarinnar.
„Fjölmiðlar apa líka oft einhverja
vitleysu eftir stjórnmálamönnum
án þess að kanna staðreyndir, hvað
sé rétt og rangt.“ SJÁ SÍÐU 6
Útgerðarmönnum finnst á sig hallað
Safaríkar klementínur
sem minna á jólin!
Mmm ...
ÚKRAÍNA „Jafnvel litlir krakkar
eru alveg hljóðir og kippa sér ekk-
ert upp við þetta,“ segir Kristjana
Aðalgeirsdóttir, sendifulltrúi sviss-
neska Rauða krossins, sem er stödd
í Úkraínu.
Árásir Rússa hafa undanfarið að
mestu snúið að orkuverum og inn-
viðum tengdum þeim. SJÁ SÍÐU 8
Loftvarnaflautur
hluti af daglegu lífi
Kristjana
Aðalgeirsdóttir,
sendifulltrúi
svissneska
Rauða krossins í
Úkraínu
Nemendur efstu bekkja átta grunnskóla í Reykjavík kepptu í gær í gerð eftirrétta. Keppnin var samstarfsverkefni nokkurra grunnskóla, Klúbbs matreiðslumeistara og Iðunnar fræðsluseturs. Undir-
búningurinn hefur staðið yfir í allt haust þar sem nemendur hafa unnið undir leiðsögn kennara síns en einnig fengið heimsókn í skólann frá matreiðslumeisturum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI