Fréttablaðið - 17.11.2022, Page 6

Fréttablaðið - 17.11.2022, Page 6
Þetta hefur verið erfitt mál fyrir Bjarna. Eiríkur Berg- mann, prófessor Það sem kom mér kannski mest á óvart var hversu mikill tími og orka fer í það hjá æðstu stjórnendum að takast á við stjórnvöld. Kristján Vig- fússon, kennari í Viðskiptadeild HR Stjórnendur í sjávarútvegi upplifa eigið starfsum- hverfi mun óvinveittara en oftast kemur fram í opin- berri umræðu. Mikill tími fer í áróður. Skortur á sýn og stefnumótun stjórnvalda er sagður hamla greininni. bth@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Æðstu stjórnendur stærstu útgerðarfyrirtækja á Íslandi eru mjög óánægðir með starfsum- hverfi sitt. Þetta sýnir ný rannsókn sem Kristján Vigfússon, kennari við Háskólann í Reykjavík, hefur unnið og birtist í erlendu vísindatímariti, Marine Policy. Að sögn Kristjáns er ein helsta niðurstaða rannsóknarinnar að stjórnendur telja að ytri hindr- anir sem snúa að stærstum hluta að stjórnvöldum hamli stefnumótun og þróun fyrirtækjanna og þar með þróun greinarinnar. Skortur á framtíðarsýn stjórn- valda skapi mikla óvissu og sé að mati stjórnendanna fyrirstaða sem valdi áhættu í fjárfestingum og upp- byggingu og bitni á samkeppnis- hæfni greinarinnar. Þá kemur fram í rannsókninni að hávær og neikvæð pólitísk umræða um sjávarútveg og þar með óvissa um framtíð greinarinnar hafi mikil áhrif. Fram kom í viðtölum að sögn Kristjáns að ein ástæða kvótasam- þjöppunar væri óvissa sem skap- ast í kringum kosningar. Ótti um breytingar valdi því að sumir minni aðilar selji sinn kvóta áður en gengið er að kjörborði. Umræða um Fiskistofu og f leiri eftirlitsstofnanir hverfist gjarnan um ónógt eftirlit, einkum með stærri félögum. Stjórnendur stóru fyrirtækjanna telja eigi að síður að eftirlit með greininni sé óvinveitt. Í reglugerðarumhverfinu sé ekki tekið tillit til þeirra sjónarmiða. Sífelldar breytingar á reglum varð- andi kvótakerfið og stjórn fiskveiða séu þeim oft í óhag að því er fram kemur í rannsókninni. Þá kemur fram að mikill tími og orka fari í „lobbíisma“, það er að segja áróður, hjá fyrirtækjunum. Stjórnendur halda því fram að ósanngjarnar og rangar fréttir séu f luttar af fjölmiðlum sem leggist gegn stórútgerðinni og leiðrétti ekki rangfærslur og rangar fréttir. Innri þættir sem plagi sjávar- útveginn helst eru samkvæmt rannsókninni tungumálavandi og áskoranir sem tengist fjölþjóð- legu vinnuafli. Einnig sé skortur á menntuðu og sérhæfðu starfsfólki í greininni. „Það sem kom mér kannski mest á óvart var hversu mikill tími og orka fer í það hjá æðstu stjórnendum að takast á við stjórnvöld og bregðast við almennri pólitískri umræðu um greinina í fjölmiðlum,“ segir Krist- ján Vigfússon. „Einnig finnst mér áhugavert hvernig skortur á framtíðarsýn stjórnvalda og getuleysi til að ná sátt um sjávarútveginn hefur áhrif á greinina og viðheldur sífelldum átökum sem ekki sér fyrir endann á,“ bætir Kristján við. Kristján segir að útgerðarmenn upplifi stjórnvöld jafnvel þannig að þau leggi lykkju á leið sína til að þvælast fyrir greininni með sífelld- um breytingum og jafnvel hótunum og upphrópunum. Á sama tíma sjái stjórnendur fyrir sér enn stærri og öf lugri sjávar- útvegsfyrirtæki sem hafi stjórn á allri virðiskeðjunni frá veiðum og vinnslu inn á borð neytandans. Fyrirtækin stefni að auknum vexti og aukinni hlutdeild í fiskeldi til að geta tryggt afhendingaröryggi og sinnt aukinni eftirspurn. Viðmælendur rannsóknarinnar voru allir framkvæmdastjórar stórra sjávarútvegsfyrirtækja sem samtals ráða yfir um 50 prósentum af fiskveiðikvótanum. n Útgerðarmenn verja mjög miklu í hagsmunagæslu Þótt oft sé haldið fram að útgerðin ráði of miklu hér á landi líta stjórnendur stóru sjávarút- vegsfyrirtækj- anna þannig á að eftirlit með greininni sé óvinveitt og ekki sé tekið tillit til þeirra sjónarmiða. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN benediktboas@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Mannréttinda- og of beldisvarnarráð Reykjavíkur- borgar lýsa yfir áhyggjum af stöðu eineltismála, aukinni of beldis- menningu meðal ungmenna og hatursorðræðu og auknu aðkasti sem hinsegin ungmenni verða fyrir. Ráðið ályktaði á síðasta fundi sínum um þessi þrjú atriði. Hrikalegar frásagnir af einelti hafa birst að undanförnu og segir ráðið að óbreytt ástand kalli á endurskoðun núverandi verkferla og ekki síður endurskoðun fram- kvæmdar á þeim verkferlum sem til staðar eru – ekki síst með hliðsjón af stafrænu of beldi og snjallsíma- notkun grunnskólabarna. Þá lýsti ráðið yfir áhyggjum af aukinni ofbeldismenningu á meðal ungmenna og ekki síst auknum vopnaburði ungmenna. Ráðið telur mikilvægt að öll svið og stofn- anir borgarinnar kanni ítarlega með hvaða hætti viðkomandi svið eða stofnun hefur snertiflöt við aukna of beldismenningu meðal ung- menna og til hvaða úrræði mætti grípa í því samhengi. Loks lýsti ráðið yfir áhyggjum af auknu aðkasti sem hinsegin ung- menni verða fyrir. Ráðið telur brýnt að Reykjavíkurborg vinni kerfis- bundið gegn þessu vandamáli og styðji vel við og tryggi fjármögnun allra þeirra verkefna sem í gangi eru innan borgarinnar, til dæmis Regnbogavottun, Hinsegin félags- miðstöðina og frístundastarf fyrir hinsegin börn 10–12 ára. n Áhyggjur af vopnaburði og hrottum Lögreglan þarf oft að hafa afskipti af unglingum með hnífa. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK bth@frettabladid.is STJÓRNMÁL „Þetta hefur verið erfitt mál fyrir Bjarna. Hann hefur lask- ast aðeins á þessu máli, alla vega til skamms tíma. En hvort þetta muni hafa langvarandi bein áhrif, það er ég ekki viss um,“ segir Eiríkur Berg- mann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Krafa minnihlutans um óháða rannsóknarnefnd virðist andvana fædd, því ólíklegt er að einhver úr meirihluta stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar muni snúast á sveif með minnihlutanum, eins og þyrfti til. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, lýsti í Frétta- blaðinu miklum vonbrigðum með að Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra hefði varið Bjarna eftir útgáfu skýrslunnar. Katrín hefði kastað prinsippum og ákalli um traust „út um gluggann“. Um þetta segir Eiríkur: „Ég held að Katrín gæti vel klárað þetta kjörtímabil með ágætum sóma, en samstarfið verður stöðugt erfiðara fyrir hana, því í ríkisstjórn- inni eru mjög ólíkir f lokkar með ólíka stefnu þar sem hún verður að standa með samstarfinu fremur en prinsipp-afstöðu flokksins í sumum málum.“ Eiríkur segir að togstreita sé inn- byggð í samstarf ólíkra f lokka í ríkisstjórninni. Sú togstreita komi betur fram eftir því sem á líður. n Bjarni laskaður en muni lifa af 25% afsláttur af öllu Grohe og allt að 35% afsláttur af völdum Grohe vörum 15332661 Concetto eldhústæki há sveifla, króm. Verð: 26.107 Almennt verð: 37.295 -30% 6 Fréttir 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.