Fréttablaðið - 17.11.2022, Side 10
Rússar bera endanlega
ábyrgð þegar þeir
halda áfram ólöglegu
stríði sínu gegn Úkra-
ínu.
Jens Stolten-
berg, fram-
kvæmdastjóri
NATO
Eldflaug sem varð tveimur
Pólverjum að bana við korn-
verksmiðju kom líklegast frá
úkraínsku loftvarnakerfi. For-
seti Póllands segir að ekkert
bendi til þess að þetta hafi
verið viljandi árás. Bæði Rúss-
land og Úkraína notast við
S-300 loftvarnakerfi.
helgisteinar@frettabladid.is
PÓLLAND Fréttastofa AP ásamt
heimildum innan bandaríska
hersins hafa greint frá því að eld-
flaug sem sprakk í pólska bænum
Przewodów skammt frá landa-
mærum Úkraínu hafi komið frá
úkraínsku loftvarnakerf i. Eld-
flaugunum hafi verið ætlað að mæta
þeim rússnesku, en Rússar hafa
skotið eldflaugum víða um Úkraínu
seinustu daga.
Flugskeytum hafði meðal annars
verið beint að Kænugarði, Lvív og
Karkív og eru einnig fregnir af því
að rússnesk eldflaug hafi hæft Mol-
dóvu og valdið stórfelldu rafmagns-
leysi.
Árásirnar voru þær fyrstu síðan
Úkraínumenn náðu stjórn á borg-
inni Kherson í suðurhluta landsins.
Úkraínsk yfirvöld telja að árásirnar
tengist einnig ávarpi Volodímírs
Zelenskíjs á G20-ráðstefnunni þar
sem hann sagði að það væri kominn
tími til að stríðinu myndi ljúka.
Eftir sprenginguna fóru vanga-
veltur f ljótlega af stað um hvort
þetta gæti hafi verið rússnesk eld-
flaug sem rataði af leið, en Pólland
er aðildarríki NATO og er árás á eitt
eða fleiri aðildarríki bandalagsins
túlkað sem árás á þau öll.
Skömmu eftir að greint hafði
verið frá sprengingunni virkjuðu
pólsk yfirvöld fjórðu grein NATO-
sáttmálans. En sú grein kallar á sam-
eiginlegan fund allra aðildarríkja ef
öryggi eins ríkis innan bandalagsins
er ógnað. Fimmta grein sáttmálans
lýsir því yfir að árás á eitt banda-
lagsríki hafi átt sér stað og hefur sú
grein aðeins verið virkjuð einu sinni
af hálfu bandarísku ríkisstjórnar-
innar í kjölfar hryðjuverkaárásar-
innar 11. september.
Jens Stoltenberg, framkvæmda-
stjóri NATO, segir að ekkert bendi
til þess að Rússar séu að undirbúa
hernaðaraðgerðir gegn ríkjum
NATO. Á blaðamannafundi ítrekaði
hann að þrátt fyrir að eldf laugin
sem lenti í austurhluta Póllands
hefði líklegast komið frá úkraínsku
loftvarnakerfi, þá lægi ábyrgðin
alfarið hjá Mosku.
„Höfum eitt á hreinu, þetta er
ekki Úkraínu að kenna. Rússar bera
endanlega ábyrgð þegar þeir halda
Sprengingin í Póllandi líklega slys
Forseti Póllands segir að ekkert bendi til þess að þetta hafi verið viljandi árás gegn Póllandi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
gar@frettabladid.is
FJÖLMIÐLAR Yfir eitt hundrað millj-
ónir Rússa geta í dag ekki skoðað
þúsundir vefsíðna sem stjórnvöld
hafa látið loka á. Spænska blaðið El
País segir 10 milljónir af þessu fólki
ekki hafa aðgang að interneti yfir-
höfuð. Milljónir að auki hafi ekki
tækniþekkingu til að komast fram
hjá hindrunum á netinu.
Þetta ástand segir El País hins
vegar vera að taka hröðum breyt-
ingum. Rætt er við Yevgeny Simkin,
einn stofnenda samtakanna Samiz-
dat Online, um viðleitni þeirra til að
komast fram hjá ritskoðuninni. Þeir
hafi skapað tæki til að fólk geti dreift
efni á auðveldari hátt.
Þótt talið sé að í dag séu um 34
milljónir Rússa sem hafi fengið sér
svokallaða VPN-tengingu vegna
ritskoðunar stjórnvalda þá bendir
El País á að það sé aðeins um fjórð-
ungur þjóðarinnar. Með VPN- teng-
ingum eru nöfn notendanna hulin
og þeir hafa aðgang að bönnuðu efni
á borð við erlendar fréttastöðvar.
Yevgeny Simkin, sem sjálfur býr í
Bandaríkjunum að sögn El País, seg-
ist leggja sitt af mörkum til að „grafa
undan áróðursvél Pútíns“, eins og
hann orðar það. n
Vilja takast á við
áróðursvél Pútíns
S-300PM
lovarna-eldaugaker
Lengd: 7,5 m Drægni: 150 km
Hraði: Mach 6 (2.000 m/sek)
Hátt í 32 eldaugar komast
fyrir í einu S-300 tæki.
© GRAPHIC NEWSHeimildir: Reuters, NATO, Jane’s Strategic Weapons Systems
Sprengingin í Póllandi var „líklegast óviljandi“
PÓLLAND
ÚKRA Í N A
Lvív
6 mílur
10 km
PÓLLAND
RÚSSLAND
ÚKRAÍNA
15. nóvember,
Przewodów: Sprenging
verður tveimur
að bana við kornverk-
smiðju. Andrzej Duda,
forseti Póllands, segir að
sovésk S-300 eldaug sé
líklegasti sökudólgurinn.
Talsmenn NATO segja að eldaugin sem lenti í Póllandi (við landamæri Úkraínu) ha líklega
komið frá úkraínsku lovarnarker og verið ætlað að verjast rússneskum eldaugaárásum.
áfram ólöglegu stríði sínu gegn
Úkraínu,“ segir Stoltenberg.
Forseti Póllands segir að ekkert
bendi til þess að þetta hafi verið
viljandi árás gegn Póllandi og voru
rússnesk stjórnvöld f ljót að neita
allri sök. Neyðarfundir voru engu
að síður haldnir hjá aðildarríkjum
Atlantshafsbandalagsins og í þjóð-
aröryggisráði Póllands.
Dmítrí Peskov, talsmaður rúss-
nesku ríkisstjórnarinnar, sakar
vestræn ríki um taugaveiklun og
segir að yfirvöld í Varsjá hefðu strax
átt að benda á að úkraínska loft-
varnakerfið væri sökudólgurinn.
Bæði Rússland og Úkraína notast
við gömul sovésk loftvarnakerfi
og þar á meðal hið umrædda S-300
loftvarnaeldflaugakerfi. n
Yevgeny Simkin, einn stofnenda
Samizdat Online.
kristinnpall@frettabladid.is
GOLF „Þetta var mikill gleðidagur
fyrir íslenska kylfinga og golfíþrótt-
ina, ekki spurning. Þetta er eins
og að komast í Meistaradeildina
hvað varðar verðlaunaupphæðir
sem standa til boða,“ segir Brynjar
Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri
Golfsambandsins, spurður hvaða
þýðingu það hefði fyrir Guðmund
Ágúst Kristjánsson að komast inn á
Evrópumótaröðina í golfi.
Guðmundur Ágúst varð í gær
annar karlkylfingurinn til að ná
að komast inn á sterkustu mótaröð
Evrópu. Birgir Leifur Haf þórsson
varð sá fyrsti sem komst á Evr-
ópumótaröðina árið 2006 og hélt
keppnisréttinum 2007 en undan-
farin ár hafa íslenskir kvenkylfingar
keppt á Evrópumótaröðinni.
Kylfingurinn lenti í 19.–22. sæti
á lokastigi úrtökumótsins sem fór
fram í Tarragona á Spáni þar sem
efstu 25 kylfingarnir komust inn á
mótaröðina eftir sex hringi.
„Stelpurnar eru búnar að vera
í bílstjórasætinu undanfarin ár.
Guðrún Brá, Valdís Þóra og Ólafía
hafa gert frábæra hluti fyrir golf á
Íslandi. Við sáum jákvæð áhrif þess
á yngri kylfinga þegar Ólafía komst
inn á LPGA og það sama verður von-
andi upp á teningnum núna að sjá
Guðmund komast inn. Þau eru frá-
bærar fyrirmyndir fyrir yngri kyn-
slóðirnar.“
Brynjar segir að þetta afrek komi
honum í sjálfu sér ekki á óvart.
„Þegar horft er til baka hefur
hann verið meðal efnilegustu kylf-
inga Evrópu lengi. Hann vann stór
alþjóðleg unglingamót á sínum tíma
og er frábær kylfingur þannig að
þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart.
Næsta mót er bara fljótlega, þannig
að hann fær ekki langan tíma til að
njóta augnabliksins heldur þarf að
halda áfram að vinna,“ segir Brynjar
léttur.
Golfsambandið kemur til með að
styðja hann fjárhagslega við að elt-
ast við drauminn líkt og í tilfellum
annarra atvinnukylfinga sem hafa
komist á þetta stig.
„Það er alltaf ákveðin hræðsla af
okkar hálfu við að einstaklingar
gefist upp of snemma í ljósi þess
hvað það kostar oft að eltast við
drauminn. Þetta er harður heimur
og það er erfitt að vera einn á flakki
í þessari baráttu. Það er margt
sem togar í þessa ungu kylfinga en
afrekssjóðurinn okkar hefur gert vel
að styðja við þau,“ segir Brynjar og
segir það markmið sjóðsins.
„Hann þarf enn stuðning okkar
þegar hann byrjar þessa mótaröð
en vonandi verður hann sjálfbær og
flýgur úr hreiðrinu. Það er markmið
sjóðsins.“ n
Gleðidagur þegar Guðmundur tryggði sig á mótaröðina
Guðmundur lék hringina sex á átján höggum undir pari og deildi 19.–22. sæti
á Spáni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Talið er að um 34 millj-
ónir Rússa hafi fengið
sér svokallaða VPN-
tengingu vegna rit-
skoðunar stjórnvalda.
10 Fréttir 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ